Sólarleysi í júní þýðir ekki sólarleysi í júlí Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2018 13:15 Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumar Fréttablaðið/Ernir „Ekkert samband er á milli sólskinsstundafjölda í júní og júlí,“ segir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson sem rýnir í sólsskinsstundir í júní og júlí á höfuðborgarsvæðinu í nýrri færslu á bloggsíðu hans.Líkt og fram hefur komið bendir allt til þess að ekki hafi verið minni sól í júní í Reykjavík í 100 ár. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa margir hverjir flúið sólarleysið og segja forsvarsmenn ferðaskrifstofa merkja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum. Þá virðast margir einnig sækja í sólin á Austurland en þar, sem og á Norðausturlandi, hefur veðrið leikið við íbúa.Trausti segir þó að sólarleysið á höfuðborgarsvæðinu sé ekkert einsdæmi, viðlíka ástand hafi komið upp áður og muni láta á sér kræla aftur síðar.Sólskinsstundir í júní í Reykjavík 1911-2018Mynd/Trausti JónssonTil þess að sýna fram á það birtir Trausti línurit þar sem sést að mikill munur er á sólskinsstundafjöldanum í júní frá ári til árs. Helst sé að greina ákveðinn öldugang á áratugafresti en algengt var að sólskinsstundir væru fáar í júní allt frá því skömmu fyrir 1960 og fram um 1990. Ekkert segi þetta þó um framtíðina og bendir Trausti á að sólarrýrum júní geti hvort sem er fylgt sólskinsjúlí eða áframhaldandi sólarleysi, og birtir hann aðra mynd til þess að sýna fram á það. „Árið 1921 voru bæði júní og júlí sólarrýrir, svipað má e.t.v. segja um 1914, en sólskinsstundafjöldi tók vel við sér í júlí bæði árið 1986 og 1988 eftir sérlega daufa júnímánuði. Það eina sem á enn eftir að gerast er að sérlega sólskinsrýr júlí fylgi sólskinsjúní. Svæðið sem greinir frá slíkum atburðum er autt á myndinni.“Færslu Trausta má lesa hér.Sólskinsstundir í júní og júlí í Reykjavík.Mynd/Trausti JónssonAðeins fimm til sex þurrir dagar á 62 daga tímabili Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur pælir sömuleiðis í tíðarfarinu á Facebook-síðu sinni. Bendir hann á að S- og SV-átt hafi verið ríkjandi allt frá mánaðarmótunum apríl/maí. Lægðargangur hafi verið við landið og úrkomusamt suðvestan- og vestanlands. „Tímabilið slitnaði í sundur í nokkra daga eða frá 31. maí til 5. júní þegar háþrýstisvæði var við landið. Eins gerði N-átt í eins og einn dag 18.-19. júní,“ segir Einar í færslu sinni. „Samanlögð úrkoma í maí og júní í Reykjavík er mjög mikil eða 243 mm. Við verðum að hafa í huga að alla jafna eru þetta þurrustu mánuðir ársins, í það minnsta maí. Hæstu sambærilegu gildi sem ég finn í úrkomugagnaröðum Reykjavíkur allt frá 1920 eru annars vegar 167 mm frá 1970 og 166 mm frá 1989. Þarna munar mjög miklu og rigningin þetta vorið er mjög afgerandi í Reykjavík í sögulegu mælingasamhengi.“ Ríkjandi vindar hafi mest um að segja þegar úrkomumagn og fjöldi blautra daga sé annars vegar. Alveg þurrir dagar voru aðeins 5 eða 6 í Reykjavík frá 30. apríl til 30. júní (62 dagar). Vindur á milli SA og SV hefur verið nær einráður suðvestanlands. Veður Tengdar fréttir Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á 30. júní 2018 07:00 Kólnar í vikunni Þó ótrúlegt megi virðast gerir Veðurstofan áfram ráð fyrir vætu sunnan- og vestantil á landinu. 2. júlí 2018 07:05 Lítilla breytinga að vænta í veðrinu á næstunni Á morgun hlýnar aftur norðaustantil eftir skammvinna kólnun og vætu, 1. júlí 2018 08:45 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
„Ekkert samband er á milli sólskinsstundafjölda í júní og júlí,“ segir veðurfræðingurinn Trausti Jónsson sem rýnir í sólsskinsstundir í júní og júlí á höfuðborgarsvæðinu í nýrri færslu á bloggsíðu hans.Líkt og fram hefur komið bendir allt til þess að ekki hafi verið minni sól í júní í Reykjavík í 100 ár. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa margir hverjir flúið sólarleysið og segja forsvarsmenn ferðaskrifstofa merkja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum. Þá virðast margir einnig sækja í sólin á Austurland en þar, sem og á Norðausturlandi, hefur veðrið leikið við íbúa.Trausti segir þó að sólarleysið á höfuðborgarsvæðinu sé ekkert einsdæmi, viðlíka ástand hafi komið upp áður og muni láta á sér kræla aftur síðar.Sólskinsstundir í júní í Reykjavík 1911-2018Mynd/Trausti JónssonTil þess að sýna fram á það birtir Trausti línurit þar sem sést að mikill munur er á sólskinsstundafjöldanum í júní frá ári til árs. Helst sé að greina ákveðinn öldugang á áratugafresti en algengt var að sólskinsstundir væru fáar í júní allt frá því skömmu fyrir 1960 og fram um 1990. Ekkert segi þetta þó um framtíðina og bendir Trausti á að sólarrýrum júní geti hvort sem er fylgt sólskinsjúlí eða áframhaldandi sólarleysi, og birtir hann aðra mynd til þess að sýna fram á það. „Árið 1921 voru bæði júní og júlí sólarrýrir, svipað má e.t.v. segja um 1914, en sólskinsstundafjöldi tók vel við sér í júlí bæði árið 1986 og 1988 eftir sérlega daufa júnímánuði. Það eina sem á enn eftir að gerast er að sérlega sólskinsrýr júlí fylgi sólskinsjúní. Svæðið sem greinir frá slíkum atburðum er autt á myndinni.“Færslu Trausta má lesa hér.Sólskinsstundir í júní og júlí í Reykjavík.Mynd/Trausti JónssonAðeins fimm til sex þurrir dagar á 62 daga tímabili Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur pælir sömuleiðis í tíðarfarinu á Facebook-síðu sinni. Bendir hann á að S- og SV-átt hafi verið ríkjandi allt frá mánaðarmótunum apríl/maí. Lægðargangur hafi verið við landið og úrkomusamt suðvestan- og vestanlands. „Tímabilið slitnaði í sundur í nokkra daga eða frá 31. maí til 5. júní þegar háþrýstisvæði var við landið. Eins gerði N-átt í eins og einn dag 18.-19. júní,“ segir Einar í færslu sinni. „Samanlögð úrkoma í maí og júní í Reykjavík er mjög mikil eða 243 mm. Við verðum að hafa í huga að alla jafna eru þetta þurrustu mánuðir ársins, í það minnsta maí. Hæstu sambærilegu gildi sem ég finn í úrkomugagnaröðum Reykjavíkur allt frá 1920 eru annars vegar 167 mm frá 1970 og 166 mm frá 1989. Þarna munar mjög miklu og rigningin þetta vorið er mjög afgerandi í Reykjavík í sögulegu mælingasamhengi.“ Ríkjandi vindar hafi mest um að segja þegar úrkomumagn og fjöldi blautra daga sé annars vegar. Alveg þurrir dagar voru aðeins 5 eða 6 í Reykjavík frá 30. apríl til 30. júní (62 dagar). Vindur á milli SA og SV hefur verið nær einráður suðvestanlands.
Veður Tengdar fréttir Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á 30. júní 2018 07:00 Kólnar í vikunni Þó ótrúlegt megi virðast gerir Veðurstofan áfram ráð fyrir vætu sunnan- og vestantil á landinu. 2. júlí 2018 07:05 Lítilla breytinga að vænta í veðrinu á næstunni Á morgun hlýnar aftur norðaustantil eftir skammvinna kólnun og vætu, 1. júlí 2018 08:45 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á 30. júní 2018 07:00
Kólnar í vikunni Þó ótrúlegt megi virðast gerir Veðurstofan áfram ráð fyrir vætu sunnan- og vestantil á landinu. 2. júlí 2018 07:05
Lítilla breytinga að vænta í veðrinu á næstunni Á morgun hlýnar aftur norðaustantil eftir skammvinna kólnun og vætu, 1. júlí 2018 08:45