„Go Kane“ eða „cocaine“ á forsíðu The Sun: Kólumbíumenn skíthræddir við Harry Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2018 10:00 Harry Kane Vísir/Getty Kólumbíumenn verða límdir við sjónvarpstækin í kvöld alveg eins og flestir Englendingar og stór hluti heimsins þegar England og Kólumbía mætast í lokaleik 16 liða úrslita HM í fótbolta í Rússlandi. Enska blaðið The Sun sendi blaðamann til Kólumbíu til að komast að því hvað Kólumbíumönnum finnst um enska landsliðið. Í þeim viðtölum fór ekkert á milli mála að Kólumbíumenn eru skíthræddir við Harry Kane. Viðtölin voru tekin í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, og niðurstaðan úr þessari óformlegu könnun var að fimmtíu milljónir Kólumbíumanna óttast framherja enska landsliðsins í leiknum í kvöld. Harry Kane skoraði fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á mótinu en var svo hvíldur í lokaleik riðilsins á móti Belgíu. „Allir í Kólumbíu vita að Harry Kane getur klárað okkur. Hann er þegar búinn að skora fimm mörk. Þvílíkur leikmaður. Stórkostlegur. Mér þykir leiðinlegt að viðurkenna það en Kane en maðurinn sem mun kremja hjörtu okkar,“ sagði Philipe Sanches sem er 51 árs leigubílstjóri. „Þið eruð með þennan strák sem heitir Harry Kane. Fjölskyldan mín talar um engan annan en hann. Hann er maðurinn sem skelfir okkur. Hann getur tekið drauminn frá okkur,“ sagði Sofia Spirez sem er 23 ára gömul búðarkona. The Sun slær leiknum upp á forsíðu sína með risamynd af Harry Kane þar sem hann hefur klætt sig í enska fánann. Fyrirsögnin er „Go Kane“ en sumir lesa þó annað út úr henni eða „cocaine“ sem þýðir kókaín á íslensku. Yfirfyrirsögnin ýjar líka að því en hún er: „Ljónin okkar undir búa sig fyrir leik á móti þjóð sem gaf okkur Shakiru, frábært kaffi og uh hitt stöffið. Við öskrum .. Áfram Kane. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Sjá meira
Kólumbíumenn verða límdir við sjónvarpstækin í kvöld alveg eins og flestir Englendingar og stór hluti heimsins þegar England og Kólumbía mætast í lokaleik 16 liða úrslita HM í fótbolta í Rússlandi. Enska blaðið The Sun sendi blaðamann til Kólumbíu til að komast að því hvað Kólumbíumönnum finnst um enska landsliðið. Í þeim viðtölum fór ekkert á milli mála að Kólumbíumenn eru skíthræddir við Harry Kane. Viðtölin voru tekin í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, og niðurstaðan úr þessari óformlegu könnun var að fimmtíu milljónir Kólumbíumanna óttast framherja enska landsliðsins í leiknum í kvöld. Harry Kane skoraði fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á mótinu en var svo hvíldur í lokaleik riðilsins á móti Belgíu. „Allir í Kólumbíu vita að Harry Kane getur klárað okkur. Hann er þegar búinn að skora fimm mörk. Þvílíkur leikmaður. Stórkostlegur. Mér þykir leiðinlegt að viðurkenna það en Kane en maðurinn sem mun kremja hjörtu okkar,“ sagði Philipe Sanches sem er 51 árs leigubílstjóri. „Þið eruð með þennan strák sem heitir Harry Kane. Fjölskyldan mín talar um engan annan en hann. Hann er maðurinn sem skelfir okkur. Hann getur tekið drauminn frá okkur,“ sagði Sofia Spirez sem er 23 ára gömul búðarkona. The Sun slær leiknum upp á forsíðu sína með risamynd af Harry Kane þar sem hann hefur klætt sig í enska fánann. Fyrirsögnin er „Go Kane“ en sumir lesa þó annað út úr henni eða „cocaine“ sem þýðir kókaín á íslensku. Yfirfyrirsögnin ýjar líka að því en hún er: „Ljónin okkar undir búa sig fyrir leik á móti þjóð sem gaf okkur Shakiru, frábært kaffi og uh hitt stöffið. Við öskrum .. Áfram Kane. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Sjá meira