Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 12:39 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Fréttablaðið/Anton Brink Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segist ekki í vafa um að íslenskt verkafólk standi frammi fyrir „hörðustu átökum sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi“ nú þegar kjarasamningar renna út í haust. Kjarabaráttuna setur Vilhjálmur í samhengi við launahækkanir stjórnenda síðastliðið ár. Vilhjálmur er harðorður í garð „yfirelítu þessa lands“ í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag en tilefnið er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Þar var greint frá því að bankaráð Landsbankans telji að launahækkunin, sem nemur 1,2 milljónum mánaðarlega, hafið verið hófleg.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónirRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur undir með Vilhjálmi.Vísir/stefánHissa á „hóflegum“ 1,2 milljónum Vilhjálmur furðar sig á því að hægt sé að skilgreina 1,2 milljóna launahækkun á mánuði, „ígildi lágmarkslauna fjögurra verkamanna,“ sem hóflega. „Hugsið ykkur veruleikafirringuna og þá botnlausu græðgi sem hefur heltekið efri lög þessa samfélags,” skrifar Vilhjálmur og spáir í framhaldinu fyrir afar harðri kjarabaráttu þegar samningar renna út í haust. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að íslenskt verkafólk þarf núna að undirbúa sig undir hörðustu átök sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi þegar kjarasamningar verkafólks renna út eftir 123 virka vinnudaga.” Gagnrýnir stjórnvöld og SA Vilhjálmur segir jafnframt liggja fyrir að Samtök atvinnulífsins, SA, „gráti sínum krókódílatárum“ og segi ekkert svigrúm vera til launahækkana þegar samningar verkafólk losni. Þá blasi einnig við að enginn vilji sé hjá stjórnvöldum að koma til móts við almenning. Þá rifjar Vilhjálmur upp launahækkanir nokkurra stjórnenda fyrirtækja og stofnana í landinu síðustu 12 mánuði og setur í samhengi við verkalýðsbaráttuna. Færslu Vilhjálms má sjá í heild hér að neðan.Heilagur stöðugleiki og norrænt samningamódel Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur undir með Vilhjálmi en sá fyrrnefndi deildi færslu þess síðarnefnda á Facebook nú skömmu fyrir hádegi. Þar veltir Ragnar því fyrir sér hvort launafólk láti sér lynda núverandi stöðu á vinnumarkaði. „Nú er spurning hvort launafólk sætti sig við það að ekkert svigrúm sé til launahækkana á almennum né opinberum vinnumarkaði og engar kerfisbreytingar séu í vændum hjá stjórnvöldum. Allt í nafni hins heilaga stöðugleika og norræns samningamódels,“ skrifar Ragnar. Kjaramál Tengdar fréttir Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segist ekki í vafa um að íslenskt verkafólk standi frammi fyrir „hörðustu átökum sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi“ nú þegar kjarasamningar renna út í haust. Kjarabaráttuna setur Vilhjálmur í samhengi við launahækkanir stjórnenda síðastliðið ár. Vilhjálmur er harðorður í garð „yfirelítu þessa lands“ í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag en tilefnið er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Þar var greint frá því að bankaráð Landsbankans telji að launahækkunin, sem nemur 1,2 milljónum mánaðarlega, hafið verið hófleg.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónirRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur undir með Vilhjálmi.Vísir/stefánHissa á „hóflegum“ 1,2 milljónum Vilhjálmur furðar sig á því að hægt sé að skilgreina 1,2 milljóna launahækkun á mánuði, „ígildi lágmarkslauna fjögurra verkamanna,“ sem hóflega. „Hugsið ykkur veruleikafirringuna og þá botnlausu græðgi sem hefur heltekið efri lög þessa samfélags,” skrifar Vilhjálmur og spáir í framhaldinu fyrir afar harðri kjarabaráttu þegar samningar renna út í haust. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að íslenskt verkafólk þarf núna að undirbúa sig undir hörðustu átök sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi þegar kjarasamningar verkafólks renna út eftir 123 virka vinnudaga.” Gagnrýnir stjórnvöld og SA Vilhjálmur segir jafnframt liggja fyrir að Samtök atvinnulífsins, SA, „gráti sínum krókódílatárum“ og segi ekkert svigrúm vera til launahækkana þegar samningar verkafólk losni. Þá blasi einnig við að enginn vilji sé hjá stjórnvöldum að koma til móts við almenning. Þá rifjar Vilhjálmur upp launahækkanir nokkurra stjórnenda fyrirtækja og stofnana í landinu síðustu 12 mánuði og setur í samhengi við verkalýðsbaráttuna. Færslu Vilhjálms má sjá í heild hér að neðan.Heilagur stöðugleiki og norrænt samningamódel Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur undir með Vilhjálmi en sá fyrrnefndi deildi færslu þess síðarnefnda á Facebook nú skömmu fyrir hádegi. Þar veltir Ragnar því fyrir sér hvort launafólk láti sér lynda núverandi stöðu á vinnumarkaði. „Nú er spurning hvort launafólk sætti sig við það að ekkert svigrúm sé til launahækkana á almennum né opinberum vinnumarkaði og engar kerfisbreytingar séu í vændum hjá stjórnvöldum. Allt í nafni hins heilaga stöðugleika og norræns samningamódels,“ skrifar Ragnar.
Kjaramál Tengdar fréttir Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00
Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00
Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent