Missti af leiknum en upplifði stórkostlegan sólarhring Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 15:30 Fabian Delph. Vísir/Getty Englendingar voru bara með 22 leikmenn til taks en ekki 23 þegar þeir mættu Kólumbíumönnum í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi í gærkvöldi. Enska landsliðið tryggði sér þá sæti í átta liða úrslitum með 4-3 sigri á Kólumbíu í vítakeppni. Einn leikmanna liðsins var í þúsund kílómetra fjarlægð frá liðsfélögum sínum og þurfti að fylgjast með í sjónvarpinu eins og stór hluti bresku þjóðarinnar. Miðjumaðurinn Fabian Delph var nefnilega staddur heima í Englandi þar sem kona hans var að fæða þeirra þriðja barn.The "most amazing 24 hours." Just hours after watching his team-mate's #WorldCup victory, Fabian Delph welcomed his third daughter into the world!https://t.co/BXTxxe8GyVpic.twitter.com/eCw5aGFfjy — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2018 Natalie, kona Fabian Delph, eignaðist síðan dóttur klukkan 7:52 í morgun að breskum tíma, og Delph flaug síðan aftur til Rússlands í dag þar sem hann hittir liðsfélaga sína á ný. Næst á dagskránni er leikur á móti Svíum í átta liða úrslitum HM á laugardaginn. Natalie og Fabian Delph voru þarna að eignast sína þriðju stelpu. Fabian Delph spilaði allar 90 mínúturnar á móti Belgíu í lokaleik riðlakeppninnar en fékk svo að fara heim til Englands eftir leikinn til að verða vitni af fæðingu barnsins. Delph fór til Englands á föstudaginn og var hjá konu sinni í fjóra daga. Fabian Delph lék vita af sér á Instagram þar sem hann talaði um „stórkostlegasta sólarhringinn sinn“ á ævinni en hann horfði á liðsfélaga sína vinna Kólumbíu í gærkvöldi. „Ég get ekki komið orðum að því hversu ánægður og þakklátur ég er,“ skrifaði Fabian Delph í Instagram færslu sína sem má sjá hér fyrir neðan. I've just experienced the most amazing 24 hours. Watching my brothers come through a tough game both mentally and physically, I kicked every ball and felt every bit of emotion with the players, staff and fans. At 07:52 Me my wife and 2 beautiful daughters welcomed there baby sister into the world. I can't put into words the happiness and gratitude I'm feeling... Back to Russia now #TunnelVision A post shared by Fabian Delph (@fabian_delph) on Jul 4, 2018 at 6:56am PDT HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Englendingar voru bara með 22 leikmenn til taks en ekki 23 þegar þeir mættu Kólumbíumönnum í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi í gærkvöldi. Enska landsliðið tryggði sér þá sæti í átta liða úrslitum með 4-3 sigri á Kólumbíu í vítakeppni. Einn leikmanna liðsins var í þúsund kílómetra fjarlægð frá liðsfélögum sínum og þurfti að fylgjast með í sjónvarpinu eins og stór hluti bresku þjóðarinnar. Miðjumaðurinn Fabian Delph var nefnilega staddur heima í Englandi þar sem kona hans var að fæða þeirra þriðja barn.The "most amazing 24 hours." Just hours after watching his team-mate's #WorldCup victory, Fabian Delph welcomed his third daughter into the world!https://t.co/BXTxxe8GyVpic.twitter.com/eCw5aGFfjy — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2018 Natalie, kona Fabian Delph, eignaðist síðan dóttur klukkan 7:52 í morgun að breskum tíma, og Delph flaug síðan aftur til Rússlands í dag þar sem hann hittir liðsfélaga sína á ný. Næst á dagskránni er leikur á móti Svíum í átta liða úrslitum HM á laugardaginn. Natalie og Fabian Delph voru þarna að eignast sína þriðju stelpu. Fabian Delph spilaði allar 90 mínúturnar á móti Belgíu í lokaleik riðlakeppninnar en fékk svo að fara heim til Englands eftir leikinn til að verða vitni af fæðingu barnsins. Delph fór til Englands á föstudaginn og var hjá konu sinni í fjóra daga. Fabian Delph lék vita af sér á Instagram þar sem hann talaði um „stórkostlegasta sólarhringinn sinn“ á ævinni en hann horfði á liðsfélaga sína vinna Kólumbíu í gærkvöldi. „Ég get ekki komið orðum að því hversu ánægður og þakklátur ég er,“ skrifaði Fabian Delph í Instagram færslu sína sem má sjá hér fyrir neðan. I've just experienced the most amazing 24 hours. Watching my brothers come through a tough game both mentally and physically, I kicked every ball and felt every bit of emotion with the players, staff and fans. At 07:52 Me my wife and 2 beautiful daughters welcomed there baby sister into the world. I can't put into words the happiness and gratitude I'm feeling... Back to Russia now #TunnelVision A post shared by Fabian Delph (@fabian_delph) on Jul 4, 2018 at 6:56am PDT
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann