Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2018 09:31 Dominic Raab er nýr Brexitmálaráðherra. vísir/getty Dominic Raab hefur verið skipaður nýr Brexitmálaráðherra í bresku ríkisstjórninni en David Davis sagði af sér embættinu í gærkvöldi vegna ágreinings um þá leið sem ákveðið var fyrir helgi að Bretland myndi fara við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Raab hefur verið ötull talsmaður þess að Bretar gangi úr ESB og var í lykilhlutverki í kosningabaráttunni fyrir Brexit árið 2016. Hann hefur verið ráðherra húsnæðismála í ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra og formanns Íhaldsflokksins. Afsögn Davis í gær er talin áfall fyrir May en síðastliðinn föstudag var greint frá því að samkomulag hefði náðst um framtíðarsamband Bretlands við ESB eftir maraþonfund allra 26 ráðherranna í ríkisstjórn. Davis var skipaður Brexitmálaráðherra árið 2016 og var helsti samningamaður Bretlands í Brexit-viðræðunum við ESB.Afsögnin kristalli það erfiða verka sem May á fyrir höndum Samkomulagið felur í sér að samið verði um fríverslum með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. Verður samningurinn byggður á því sem kallað hefur verið „sameiginlegt regluverk.“ Þarf May að sannfæra hörðustu stuðningsmenn Brexit um að samkomulagið sé rétta leiðin en um mýkri lendingu er að ræða en harðir Brexit-stuðningsmenn vilja sjá. Segja má að afsögn Davis kristalli það erfiða verk sem May á fyrir höndum innan síns eigin flokks vegna smakomulagsins. Davis sagði í viðtali við BBC í dag að hann væri ekki besta manneskjan til að fylgja eftir þeirri áætlun sem sett var upp í tengslum við samkomulagið þar sem hann trúir ekki á sjálft samkomulagið. Finnst honum að Bretland sé að gefa of mikið eftir of auðveldlega í samningaviðræðunum við ESB. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Carwyn Jones, forsætisráðherra Wales, segja að ringulreið ríki innan bresku ríkisstjórnarinnar. Þá hefur Richard Leonard, leiðtogi Verkamannaflokksins í Skotlandi, kallað eftir þingkosningum vegna þess sem hann segir einnig ringulreið innan ríkisstjórnar May. Sjálf segist May ekki sammála því mati Davis að Bretland sé að gefa of mikið eftir of auðveldlega í viðræðunum við ESB. Hún mun koma fyrir þingið síðar í dag þar sem búast má við að þjarmað verði að henni vegna Brexit.Fréttin var uppfærð klukkan 10:29. Brexit Tengdar fréttir Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Dominic Raab hefur verið skipaður nýr Brexitmálaráðherra í bresku ríkisstjórninni en David Davis sagði af sér embættinu í gærkvöldi vegna ágreinings um þá leið sem ákveðið var fyrir helgi að Bretland myndi fara við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Raab hefur verið ötull talsmaður þess að Bretar gangi úr ESB og var í lykilhlutverki í kosningabaráttunni fyrir Brexit árið 2016. Hann hefur verið ráðherra húsnæðismála í ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra og formanns Íhaldsflokksins. Afsögn Davis í gær er talin áfall fyrir May en síðastliðinn föstudag var greint frá því að samkomulag hefði náðst um framtíðarsamband Bretlands við ESB eftir maraþonfund allra 26 ráðherranna í ríkisstjórn. Davis var skipaður Brexitmálaráðherra árið 2016 og var helsti samningamaður Bretlands í Brexit-viðræðunum við ESB.Afsögnin kristalli það erfiða verka sem May á fyrir höndum Samkomulagið felur í sér að samið verði um fríverslum með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. Verður samningurinn byggður á því sem kallað hefur verið „sameiginlegt regluverk.“ Þarf May að sannfæra hörðustu stuðningsmenn Brexit um að samkomulagið sé rétta leiðin en um mýkri lendingu er að ræða en harðir Brexit-stuðningsmenn vilja sjá. Segja má að afsögn Davis kristalli það erfiða verk sem May á fyrir höndum innan síns eigin flokks vegna smakomulagsins. Davis sagði í viðtali við BBC í dag að hann væri ekki besta manneskjan til að fylgja eftir þeirri áætlun sem sett var upp í tengslum við samkomulagið þar sem hann trúir ekki á sjálft samkomulagið. Finnst honum að Bretland sé að gefa of mikið eftir of auðveldlega í samningaviðræðunum við ESB. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Carwyn Jones, forsætisráðherra Wales, segja að ringulreið ríki innan bresku ríkisstjórnarinnar. Þá hefur Richard Leonard, leiðtogi Verkamannaflokksins í Skotlandi, kallað eftir þingkosningum vegna þess sem hann segir einnig ringulreið innan ríkisstjórnar May. Sjálf segist May ekki sammála því mati Davis að Bretland sé að gefa of mikið eftir of auðveldlega í viðræðunum við ESB. Hún mun koma fyrir þingið síðar í dag þar sem búast má við að þjarmað verði að henni vegna Brexit.Fréttin var uppfærð klukkan 10:29.
Brexit Tengdar fréttir Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02
Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14