Tólf ár í dag síðan að Zidane skallaði Materazzi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2018 14:30 Marco Materazzi liggur í grasinu eftir að Zinedine Zidane skallaði hann. Vísir/Getty Zinedine Zidane heldur örugglega ekki upp á þennan 9. júlí en það er allt eins líklegt að Ítalinn Marco Materazzi opni flösku í tilefni dagsins. 9. júlí 2006 endaði draumaendir knattspyrnuferils Frakkans Zinedine Zidane á algjörri martröð eftir samskipti við ítalska miðvörðinn. Í dag eru nefnilega tólf ár síðan að Zinedine Zidane lét reka sig útaf með rautt spjald í úrslitaleik HM í Þýskalandi sem var á milli Frakklands og Ítalíu á Ólympíuleikvanginum í Berlín.On this day in 2006, Zinedine Zidane was sent off for headbutting Marco Materazzi as Italy claimed their fourth World Cup title. pic.twitter.com/HyG6GloPTF — ESPN FC (@ESPNFC) July 9, 2018 Zinedine Zidane var búinn að eiga frábært heimsmeistaramóti með franska landsliðinu og var á góðri leið með að verða heimsmeistari í annað skiptið á ferlinum. Zidane hafði meðal annars komið Frökkum í 1-0 með marki úr víti á 7. mínútu en Marco Materazzi jafnaði metin tólf mínútum síðar. Þannig var staðan við lok venjulegs leiktíma og þannig var staðan á 110. mínútu leiksins þegar það sauð upp úr hjá Zinedine Zidane. Milljónir sjónvarpsáhorfenda út um allan heim áttuðu sig ekki fyrst á því hvað hafði gerðist en það fyrsta sem sást var þegar Marco Materazzi lá emjandi í grasinu.ON THIS DAY: 12 years ago... Zinedine Zidane headbutted Marco Materazzi in the World Cup final. His last ever match. pic.twitter.com/hEC93kXLOB — bet365 (@bet365) July 9, 2018 Endursýningarnar sýndu síðan hvað hafði í raun gerst. Zinedine Zidane hafði skallað í Marco Materazzi í brjóstkassann eftir einhver orðasamskipti þeirra á milli. Argentínski dómarinn Horacio Elizondo sá ekki atikvið en fékk hjálp frá einum aðstoðarmanna sinni og lyfti réttilega rauða spjaldinu. Zinedine Zidane fór því snemma í sturtu og dramatíkin var í hæstu hæðum þegar franski knattspyrnusnillingurinn gekk framhjá HM-bikarnum á hliðarlínunni. Marco Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér síðan heimsmeistaratitilinn með því að vinna vítaspyrnukeppnina 5-3. Frakkarnir þurftu ekki að taka síðustu vítaspyrnuna sína, spyrnu sem Zinedine Zidane hefði líklega tekið ef hann hefði ekki fengið rauða spjald. Atvikið á milli Zinedine Zidane og Marco Materazzi stal sviðsljósinu næstu dagana á eftir enda skildu fáir í því hvernig Zidane gat brugðist svona illa við. Hvað sagði eiginlega við Materazzi hann? Áratug síðar viðurkenndi Marco Materazzi loksins hvað hann sagði við Zinedine Zidane til að ná honum svona upp. Hann talaði víst ósmekklega um systur Zinedine Zidane. Materazzi sagði að það hafi verið heimskulegt að segja þetta en jafnframt að hann hafi ekki átti þessi viðbrögð skilið.ON THIS DAY: 2006 - Zinedine Zidane headbutts Marco Materazzi in the world cup final. Italy go on to win 5-3 on penalties, in Zidane's last ever game!#worldcuppic.twitter.com/A5FXbMnUUn — Stephen Howson (@MrStephenHowson) July 9, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira
Zinedine Zidane heldur örugglega ekki upp á þennan 9. júlí en það er allt eins líklegt að Ítalinn Marco Materazzi opni flösku í tilefni dagsins. 9. júlí 2006 endaði draumaendir knattspyrnuferils Frakkans Zinedine Zidane á algjörri martröð eftir samskipti við ítalska miðvörðinn. Í dag eru nefnilega tólf ár síðan að Zinedine Zidane lét reka sig útaf með rautt spjald í úrslitaleik HM í Þýskalandi sem var á milli Frakklands og Ítalíu á Ólympíuleikvanginum í Berlín.On this day in 2006, Zinedine Zidane was sent off for headbutting Marco Materazzi as Italy claimed their fourth World Cup title. pic.twitter.com/HyG6GloPTF — ESPN FC (@ESPNFC) July 9, 2018 Zinedine Zidane var búinn að eiga frábært heimsmeistaramóti með franska landsliðinu og var á góðri leið með að verða heimsmeistari í annað skiptið á ferlinum. Zidane hafði meðal annars komið Frökkum í 1-0 með marki úr víti á 7. mínútu en Marco Materazzi jafnaði metin tólf mínútum síðar. Þannig var staðan við lok venjulegs leiktíma og þannig var staðan á 110. mínútu leiksins þegar það sauð upp úr hjá Zinedine Zidane. Milljónir sjónvarpsáhorfenda út um allan heim áttuðu sig ekki fyrst á því hvað hafði gerðist en það fyrsta sem sást var þegar Marco Materazzi lá emjandi í grasinu.ON THIS DAY: 12 years ago... Zinedine Zidane headbutted Marco Materazzi in the World Cup final. His last ever match. pic.twitter.com/hEC93kXLOB — bet365 (@bet365) July 9, 2018 Endursýningarnar sýndu síðan hvað hafði í raun gerst. Zinedine Zidane hafði skallað í Marco Materazzi í brjóstkassann eftir einhver orðasamskipti þeirra á milli. Argentínski dómarinn Horacio Elizondo sá ekki atikvið en fékk hjálp frá einum aðstoðarmanna sinni og lyfti réttilega rauða spjaldinu. Zinedine Zidane fór því snemma í sturtu og dramatíkin var í hæstu hæðum þegar franski knattspyrnusnillingurinn gekk framhjá HM-bikarnum á hliðarlínunni. Marco Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér síðan heimsmeistaratitilinn með því að vinna vítaspyrnukeppnina 5-3. Frakkarnir þurftu ekki að taka síðustu vítaspyrnuna sína, spyrnu sem Zinedine Zidane hefði líklega tekið ef hann hefði ekki fengið rauða spjald. Atvikið á milli Zinedine Zidane og Marco Materazzi stal sviðsljósinu næstu dagana á eftir enda skildu fáir í því hvernig Zidane gat brugðist svona illa við. Hvað sagði eiginlega við Materazzi hann? Áratug síðar viðurkenndi Marco Materazzi loksins hvað hann sagði við Zinedine Zidane til að ná honum svona upp. Hann talaði víst ósmekklega um systur Zinedine Zidane. Materazzi sagði að það hafi verið heimskulegt að segja þetta en jafnframt að hann hafi ekki átti þessi viðbrögð skilið.ON THIS DAY: 2006 - Zinedine Zidane headbutts Marco Materazzi in the world cup final. Italy go on to win 5-3 on penalties, in Zidane's last ever game!#worldcuppic.twitter.com/A5FXbMnUUn — Stephen Howson (@MrStephenHowson) July 9, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira