Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2018 08:39 Norður-kóreskur horfir hér yfir landamærin til Suður-Kóreu. Vísir/epa Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. Í samkomulagi sem Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu fyrr í þessum mánuði var kveðið á um löndin tvö myndu vinna saman að kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Þrátt fyrir það segir varnarmálaráðherran James Mattis að hann búist ekki við því að afvopnunin hefjist á næstunni. Mattis ræddi við blaðamenn í gærkvöldi um þá óvissu sem er uppi um næstu skref eftir Singapúrfund leiðtoganna tveggja.Sjá einnig: Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Strax eftir fundinn sagði Trump að stjórnvöld í Pjongjang væru þegar farin að losa sig við kjarnavopn og að skotsvæði þeirra yrðu rifin niður á næstunni. Í staðinn hét Trump því að láta af sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu á Kóreuskaganum.James Mattis horfir hér á breska varnarmálaráðherrann Michael Fallon.Vísir/GettyFyrr í þessari viku var greint frá því að fyrirhuguðum æfingum hersveitanna í ágúst næstkomandi hafi því verið blásnar af. Mattis sagði hins vegar í gærkvöldi, aðspurður hvort Norður-Kóreumenn hefðu gripið til einhverra aðgerða eftir fundinn, að hann teldi svo ekki vera. Í það minnsta hefði hann ekki heyrt af neinum tilraunum stjórnvalda í Pjongjang til að verða við ákvæðum Singapúrsamningsins. Það kæmi honum þó ekki á óvart enda væru ríkin tvö ekki búin að sammælast um framkvæmd og smáatriði samningsins. Það verði gert á komandi fundum. Varnarmálaráðherrann segist hins vegar ekki vita hvenær bandarískir erindrekar muni funda næst með fulltrúum Norður-Kóreu. Hann býst þó við að fundur þeirra muni eiga sér stað einhvern tímann á næstu vikum. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrst vopnin, svo þvinganirnar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. 14. júní 2018 06:29 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. Í samkomulagi sem Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu fyrr í þessum mánuði var kveðið á um löndin tvö myndu vinna saman að kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Þrátt fyrir það segir varnarmálaráðherran James Mattis að hann búist ekki við því að afvopnunin hefjist á næstunni. Mattis ræddi við blaðamenn í gærkvöldi um þá óvissu sem er uppi um næstu skref eftir Singapúrfund leiðtoganna tveggja.Sjá einnig: Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Strax eftir fundinn sagði Trump að stjórnvöld í Pjongjang væru þegar farin að losa sig við kjarnavopn og að skotsvæði þeirra yrðu rifin niður á næstunni. Í staðinn hét Trump því að láta af sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu á Kóreuskaganum.James Mattis horfir hér á breska varnarmálaráðherrann Michael Fallon.Vísir/GettyFyrr í þessari viku var greint frá því að fyrirhuguðum æfingum hersveitanna í ágúst næstkomandi hafi því verið blásnar af. Mattis sagði hins vegar í gærkvöldi, aðspurður hvort Norður-Kóreumenn hefðu gripið til einhverra aðgerða eftir fundinn, að hann teldi svo ekki vera. Í það minnsta hefði hann ekki heyrt af neinum tilraunum stjórnvalda í Pjongjang til að verða við ákvæðum Singapúrsamningsins. Það kæmi honum þó ekki á óvart enda væru ríkin tvö ekki búin að sammælast um framkvæmd og smáatriði samningsins. Það verði gert á komandi fundum. Varnarmálaráðherrann segist hins vegar ekki vita hvenær bandarískir erindrekar muni funda næst með fulltrúum Norður-Kóreu. Hann býst þó við að fundur þeirra muni eiga sér stað einhvern tímann á næstu vikum.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrst vopnin, svo þvinganirnar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. 14. júní 2018 06:29 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Fyrst vopnin, svo þvinganirnar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. 14. júní 2018 06:29
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent