Sumarmessan: Var Alfreð að uppljóstra framherjafélaganum gegn Nígeríu? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júní 2018 11:30 Björn Bergmann kom inn á í leiknum gegn Argentínu. Byrjar hann gegn Nígeríu? vísir/vilhelm Mikið hefur verið rætt um það hvernig Heimir Hallgrímsson mun stilla íslenska landsliðinu upp gegn Nígeríu í dag. Ljóst er að Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með vegna meiðsla og þá hafa einhverjir spáð fyrir um breytingu á leikskipulagi.Tómas Þór Þórðarson skrifaði skemmtilega pælingu í gær þar sem hann vill sjá Heimi fara í 4-4-2 og taka „Eskifjarðarvaltarann“ á þetta, sjá liðið stilla upp eins og gegn Tyrkjum ytra í undankeppninni. Færi svo að Heimir færi þá leið þyrfti Heimir að setja annan framherja upp með Alfreð Finnbogasyni. Jón Daði Böðvarsson var fremstur með Alfreð gegn Tyrkjum og hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands svo flestir veðja líklega á að sjá Selfyssinginn frammi. Alfreð gaf þó ágæta vísbendingu um það að Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson yrði félagi hans frammi en ekki Jón Daði. Alfreð setti myndband á Instastory í gær af æfingu á vellinum í Volgograd. Þar má sjá hann og Björn Bergmann saman fremsta. „Hvað þýðir þetta?“ spurði Benedikt Valsson í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen og bandaríska landsliðsins, var í setti í gær og þurfti að svara fyrir þetta. „Það er oft þannig að daginn fyrir leik eru menn sem gætu spilað saman paraðir saman á æfingunni. Þeir eru að finna smá tengingu daginn fyrir leik,“ sagði Aron. Hann bætti þó við að „ég gæti alveg trúað því líka að þetta hafi verið eina markið hans á æfingunni og hann sé að sýna okkur það bara.“ Það kemur í ljós um klukkan tvö í dag hvert byrjunarlið Heimis verður, leikur Íslands og Nígeríu hefst svo klukkan 15:00 að íslenskum tíma á Volgograd Arena og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um það hvernig Heimir Hallgrímsson mun stilla íslenska landsliðinu upp gegn Nígeríu í dag. Ljóst er að Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með vegna meiðsla og þá hafa einhverjir spáð fyrir um breytingu á leikskipulagi.Tómas Þór Þórðarson skrifaði skemmtilega pælingu í gær þar sem hann vill sjá Heimi fara í 4-4-2 og taka „Eskifjarðarvaltarann“ á þetta, sjá liðið stilla upp eins og gegn Tyrkjum ytra í undankeppninni. Færi svo að Heimir færi þá leið þyrfti Heimir að setja annan framherja upp með Alfreð Finnbogasyni. Jón Daði Böðvarsson var fremstur með Alfreð gegn Tyrkjum og hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands svo flestir veðja líklega á að sjá Selfyssinginn frammi. Alfreð gaf þó ágæta vísbendingu um það að Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson yrði félagi hans frammi en ekki Jón Daði. Alfreð setti myndband á Instastory í gær af æfingu á vellinum í Volgograd. Þar má sjá hann og Björn Bergmann saman fremsta. „Hvað þýðir þetta?“ spurði Benedikt Valsson í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen og bandaríska landsliðsins, var í setti í gær og þurfti að svara fyrir þetta. „Það er oft þannig að daginn fyrir leik eru menn sem gætu spilað saman paraðir saman á æfingunni. Þeir eru að finna smá tengingu daginn fyrir leik,“ sagði Aron. Hann bætti þó við að „ég gæti alveg trúað því líka að þetta hafi verið eina markið hans á æfingunni og hann sé að sýna okkur það bara.“ Það kemur í ljós um klukkan tvö í dag hvert byrjunarlið Heimis verður, leikur Íslands og Nígeríu hefst svo klukkan 15:00 að íslenskum tíma á Volgograd Arena og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira