Ekki hægt að trufla Heimi því hann er ekki með kveikt á símanum Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 15:30 Heimir Hallgrímsson virðist geta haldið uppi vestum með mættinum einum saman. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segist hundrað prósent einbeittur að íslenska landsliðinu á HM eins og búast mátti við og utanaðkomandi áreiti vegna framtíðar hans er ekkert. Það er vegna þess að hann er eiginlega aldrei með kveikt á símanum. Heimir er samningslaus eftir HM og ætlar þá að íhuga framtíð sína en það var vitað fyrir mót. Hann hefur sagst vilja skoða hvort eitthvað spennandi verði í boði eftir að stýra íslenska landsliðinu í sjö ár, fyrst með Lars Lagerbäck og síðar einn. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi um daginn eftir stjörnuframmistöðuna á móti Argentínu að hann væri sömuleiðis einbeittur að HM og reyndi að vera sem minnst í símanum að skoða gylliboð umboðsmanna.Heimir mun hugsa málið eftir HM.vísir/vilhelmNóg að hugsa um „Það er ágætt að þú spyrð að þessu. Talaðu bara við starfsfólkið, ég er aldrei með símann á mér. Ég passa mig á því að hafa slökkt á honum. Það er nóg fyrir okkur að hugsa um. Við einbeitum okkur að þessu verkefni því það er svo stórt,“ segir Heimir ákveðinn. Eftir árangurinn og athyglina sem Heimir og íslenska liðið hefur fengið undanfarin ár og sérstaklega í aðdraganda HM má fullyrða að hann fái einhver tilboð en hvort þau verði jafnspennandi og framtíðin með íslenska liðið næstu tvö ár er aftur á móti spurningamerki. Og það veit Heimir. „Við erum ekki bara að undirbúa okkur ekki bara fyrir þennan leik á móti Króatíu heldur erum við búnir að hugsa langt fram í tímann. Ef örlögin verða þannig að við dettum út þá bíður okkar Þjóðadeildin sem byrjar í september. Það er önnur viðurkenning á þessa stráka og sýnir hversu vel þeir hafa staðið sig síðustu tvö ár,“ segir Heimir.Kossinn var fallegur eftir fyrsta leik en nú er það líf eða dauði á móti Króatíu.vísir/gettySpennandi framtíð „Við erum í Meistaradeild Evrópu landsliða og erum að fara í efstu deild Þjóðadeildarinnar. Svo kemur 2019 þar sem að við verðum aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þegar að dregið verður í riðla fyrir Evrópukeppnina.“ Það virðist alveg ljóst að það eina sem kemst að í huga Heimis er leikurinn á móti Króatíu annað kvöld. Hann segist allavega ekki eiga að vera þjálfari liðsins ef hann væri að hugsa um eitthvað annað. „Framtíðin næstu tvö ár er ofboðslega spennandi fyrir þetta landslið. Þetta sýnir bara hversu vel þessir strákar hafa spilað undanfarin tvö ár. Ef við erum að hugsa um eitthvað annað en leikinn á móti Króatíu eigum við ekkert að vera að stjórna þessu. Við erum 100 prósent einbeittir að því,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segist hundrað prósent einbeittur að íslenska landsliðinu á HM eins og búast mátti við og utanaðkomandi áreiti vegna framtíðar hans er ekkert. Það er vegna þess að hann er eiginlega aldrei með kveikt á símanum. Heimir er samningslaus eftir HM og ætlar þá að íhuga framtíð sína en það var vitað fyrir mót. Hann hefur sagst vilja skoða hvort eitthvað spennandi verði í boði eftir að stýra íslenska landsliðinu í sjö ár, fyrst með Lars Lagerbäck og síðar einn. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi um daginn eftir stjörnuframmistöðuna á móti Argentínu að hann væri sömuleiðis einbeittur að HM og reyndi að vera sem minnst í símanum að skoða gylliboð umboðsmanna.Heimir mun hugsa málið eftir HM.vísir/vilhelmNóg að hugsa um „Það er ágætt að þú spyrð að þessu. Talaðu bara við starfsfólkið, ég er aldrei með símann á mér. Ég passa mig á því að hafa slökkt á honum. Það er nóg fyrir okkur að hugsa um. Við einbeitum okkur að þessu verkefni því það er svo stórt,“ segir Heimir ákveðinn. Eftir árangurinn og athyglina sem Heimir og íslenska liðið hefur fengið undanfarin ár og sérstaklega í aðdraganda HM má fullyrða að hann fái einhver tilboð en hvort þau verði jafnspennandi og framtíðin með íslenska liðið næstu tvö ár er aftur á móti spurningamerki. Og það veit Heimir. „Við erum ekki bara að undirbúa okkur ekki bara fyrir þennan leik á móti Króatíu heldur erum við búnir að hugsa langt fram í tímann. Ef örlögin verða þannig að við dettum út þá bíður okkar Þjóðadeildin sem byrjar í september. Það er önnur viðurkenning á þessa stráka og sýnir hversu vel þeir hafa staðið sig síðustu tvö ár,“ segir Heimir.Kossinn var fallegur eftir fyrsta leik en nú er það líf eða dauði á móti Króatíu.vísir/gettySpennandi framtíð „Við erum í Meistaradeild Evrópu landsliða og erum að fara í efstu deild Þjóðadeildarinnar. Svo kemur 2019 þar sem að við verðum aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þegar að dregið verður í riðla fyrir Evrópukeppnina.“ Það virðist alveg ljóst að það eina sem kemst að í huga Heimis er leikurinn á móti Króatíu annað kvöld. Hann segist allavega ekki eiga að vera þjálfari liðsins ef hann væri að hugsa um eitthvað annað. „Framtíðin næstu tvö ár er ofboðslega spennandi fyrir þetta landslið. Þetta sýnir bara hversu vel þessir strákar hafa spilað undanfarin tvö ár. Ef við erum að hugsa um eitthvað annað en leikinn á móti Króatíu eigum við ekkert að vera að stjórna þessu. Við erum 100 prósent einbeittir að því,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Sjá meira