Segir Íslendinga með bjartsýnina í genunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. júní 2018 06:00 Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í gær Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, telur að það sé í eðli okkar Íslendinga að vera afar bjartsýn og vonast eftir því besta. Hann mætti ásamt Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða landsliðsins, á blaðamannafund Íslands fyrir leikinn gegn Króatíu í gær og var létt yfir okkar manni eins og alltaf. Vakti það athygli blaðamanns sem spurði Heimi út í bjartsýni Íslendinga og það stóð ekki á svörum. „Þetta er eitthvað í genum okkar Íslendinga, ég veit ekki hvað það er. Gott dæmi um það er Eurovision, við höldum á hverju ári að við munum vinna keppnina en við komumst aldrei inn á úrslitakvöldið,“ sagði Heimir og uppskar hlátrasköll íslenskra sem og erlendra blaðamanna. Ísland mætir Króatíu í lokaleik D-riðilsins á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rostov við Don í dag en Ísland er ekki lengur með örlögin í eigin höndum. Eftir tap gegn Nígeríu um helgina þarf Ísland að treysta á hagstæð úrslit úr leik Nígeríu og Argentínu ásamt því að vinna leik sinn gegn Króatíu til að komast áfram. Þrátt fyrir það var Heimir hinn jákvæðasti á fundinum enda ennþá möguleikar á að komast í 16-liða úrslitin sem var markmið landsliðsins. „Íslendingar eru að eðlisfari mjög bjartsýnir, þó að við töpum einum leik þá búast allir bara við því að við vinnum þann næsta. Ef úrslitin detta svo með okkur á morgun fer fólk heima að tala um að við séum að fara að verða heimsmeistarar.“ Leikurinn mikilvægi hefst klukkan 21.00 að staðartíma, klukkan 18.00 að íslenskum tíma, en annan leikinn í röð verður hitastigið um þrjátíu gráður meðan á leik stendur. Heimir telur að það muni ekki trufla landsliðið í leiknum. „Við æfum yfirleitt á heitasta tíma dagsins og kusum að vera með æfingabúðir á einum heitasta stað Rússlands, Gelendzhík, til að undirbúa leikmenn betur fyrir þessar aðstæður. Auðvitað er ekki sami ákafi á æfingunum en okkur hefur tekist vel að aðlagast þessum aðstæðum,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þetta króatíska lið getur farið alla leið Kári Árnason segir króatíska liðið það gott að það getur farið alla leið í mótinu. 25. júní 2018 09:00 Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Þjálfari Króatíu: Tapið gegn Íslandi var sárt Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. 25. júní 2018 16:33 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, telur að það sé í eðli okkar Íslendinga að vera afar bjartsýn og vonast eftir því besta. Hann mætti ásamt Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða landsliðsins, á blaðamannafund Íslands fyrir leikinn gegn Króatíu í gær og var létt yfir okkar manni eins og alltaf. Vakti það athygli blaðamanns sem spurði Heimi út í bjartsýni Íslendinga og það stóð ekki á svörum. „Þetta er eitthvað í genum okkar Íslendinga, ég veit ekki hvað það er. Gott dæmi um það er Eurovision, við höldum á hverju ári að við munum vinna keppnina en við komumst aldrei inn á úrslitakvöldið,“ sagði Heimir og uppskar hlátrasköll íslenskra sem og erlendra blaðamanna. Ísland mætir Króatíu í lokaleik D-riðilsins á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rostov við Don í dag en Ísland er ekki lengur með örlögin í eigin höndum. Eftir tap gegn Nígeríu um helgina þarf Ísland að treysta á hagstæð úrslit úr leik Nígeríu og Argentínu ásamt því að vinna leik sinn gegn Króatíu til að komast áfram. Þrátt fyrir það var Heimir hinn jákvæðasti á fundinum enda ennþá möguleikar á að komast í 16-liða úrslitin sem var markmið landsliðsins. „Íslendingar eru að eðlisfari mjög bjartsýnir, þó að við töpum einum leik þá búast allir bara við því að við vinnum þann næsta. Ef úrslitin detta svo með okkur á morgun fer fólk heima að tala um að við séum að fara að verða heimsmeistarar.“ Leikurinn mikilvægi hefst klukkan 21.00 að staðartíma, klukkan 18.00 að íslenskum tíma, en annan leikinn í röð verður hitastigið um þrjátíu gráður meðan á leik stendur. Heimir telur að það muni ekki trufla landsliðið í leiknum. „Við æfum yfirleitt á heitasta tíma dagsins og kusum að vera með æfingabúðir á einum heitasta stað Rússlands, Gelendzhík, til að undirbúa leikmenn betur fyrir þessar aðstæður. Auðvitað er ekki sami ákafi á æfingunum en okkur hefur tekist vel að aðlagast þessum aðstæðum,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þetta króatíska lið getur farið alla leið Kári Árnason segir króatíska liðið það gott að það getur farið alla leið í mótinu. 25. júní 2018 09:00 Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Þjálfari Króatíu: Tapið gegn Íslandi var sárt Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. 25. júní 2018 16:33 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Þetta króatíska lið getur farið alla leið Kári Árnason segir króatíska liðið það gott að það getur farið alla leið í mótinu. 25. júní 2018 09:00
Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30
Þjálfari Króatíu: Tapið gegn Íslandi var sárt Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. 25. júní 2018 16:33