Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 15:04 Íhaldsmenn hafa lengi haft undirtökun í hæstarétti. Nýjasti liðsstyrkur þeirra er Neil Gorsuch sem Trump skipaði í fyrra eftir að Repúblikanar beittu öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að Obama tækist að skipa sinn mann Vísir/Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. Atkvæði dómaranna níu skiptust eftir flokkslínum; fimm íhaldsmenn studdu Trump í málinu en hinir fjórir eru frjálslyndari og voru á öndverðu meiði. Þetta er mikill sigur fyrir Trump en hann var sakaður um að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár um mismunun þegar hann setti hömlur á ferðafrelsi fólks frá sjö löndum: Íran, Sýrlandi, Líbíu, Jemen, Sómalíu, Norður-Kóreu og Venesúela. Var þetta útfærsla Trumps á kosningaloforði sínu um að stöðva flæði múslima til Bandaríkjanna. Úrskurður hæstaréttar sendir skýr skilaboð um að forsetinn hafi víðar valdheimildir þegar kemur að innflytjendamálum í þágu þjóðaröryggis. Sonia Sotomayor, sem var skipuð hæstaréttadómari af Obama forvera Trumps, skilaði séráliti. Hún sagði að meirihlutinn hafi hunsað gildishlaðnar yfirlýsingar Trump um múslima og þann tilgang ferðabannsins að halda óæskilegum trúarbrögðum í skefjum. Það grafi undan grunnstoðum trúfrelsis og umburðarlyndis í samfélaginu og sendi þau skilaboð að fólk sem aðhyllist öðrum trúarbrögðum en meirihlutinn séu annars flokks þegnar og utangarðs. Þá líkti hún ákvörðun kollega sinna við úrskurðinn árið 1944 þegar hæstiréttur lagði blessun sína yfir vistun japansk-ættaða Bandaríkjamanna í fangabúðum til stríðsloka. Eins og sjá má á Twitter skilaboðum forsetans er hann meira en lítið sáttur og kannski örlítið hissa.SUPREME COURT UPHOLDS TRUMP TRAVEL BAN. Wow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2018 Jemen Líbía Sómalía Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. Atkvæði dómaranna níu skiptust eftir flokkslínum; fimm íhaldsmenn studdu Trump í málinu en hinir fjórir eru frjálslyndari og voru á öndverðu meiði. Þetta er mikill sigur fyrir Trump en hann var sakaður um að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár um mismunun þegar hann setti hömlur á ferðafrelsi fólks frá sjö löndum: Íran, Sýrlandi, Líbíu, Jemen, Sómalíu, Norður-Kóreu og Venesúela. Var þetta útfærsla Trumps á kosningaloforði sínu um að stöðva flæði múslima til Bandaríkjanna. Úrskurður hæstaréttar sendir skýr skilaboð um að forsetinn hafi víðar valdheimildir þegar kemur að innflytjendamálum í þágu þjóðaröryggis. Sonia Sotomayor, sem var skipuð hæstaréttadómari af Obama forvera Trumps, skilaði séráliti. Hún sagði að meirihlutinn hafi hunsað gildishlaðnar yfirlýsingar Trump um múslima og þann tilgang ferðabannsins að halda óæskilegum trúarbrögðum í skefjum. Það grafi undan grunnstoðum trúfrelsis og umburðarlyndis í samfélaginu og sendi þau skilaboð að fólk sem aðhyllist öðrum trúarbrögðum en meirihlutinn séu annars flokks þegnar og utangarðs. Þá líkti hún ákvörðun kollega sinna við úrskurðinn árið 1944 þegar hæstiréttur lagði blessun sína yfir vistun japansk-ættaða Bandaríkjamanna í fangabúðum til stríðsloka. Eins og sjá má á Twitter skilaboðum forsetans er hann meira en lítið sáttur og kannski örlítið hissa.SUPREME COURT UPHOLDS TRUMP TRAVEL BAN. Wow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2018
Jemen Líbía Sómalía Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira