Heimir setti nýtt íslenskt landsliðsþjálfaramet í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2018 12:30 Heimir Hallgrímsson. Vísir/EPA Heimir Hallgrímsson er nú sá Íslendingur sem hefur stýrt landsliði í flestum leikjum en hann tók metið af Teiti Þórðarsyni í gær. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu í 58. sinn í Rostov-on-Don í gærkvöldi þegar strákanir léku sinn síðasta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Teitur Þórðarson var búinn að eiga metið í tuttugu ár eða frá því að hann tók það af Ásgeiri Elíassyni árið 1998. Teitur stýrði eistneska landsliðinu á árunum 1996 til 1999 og léku Eistar alls 57 landsleiki á þessum fjórum árum. Einn af þessum leikjum var einmitt á móti íslenska landsliðinu. Sá leikur var sögulegur því feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohsen tóku báðir þátt í leiknum. Eiður Smári kom inná fyrir Arnór á 62. mínútu. Ísland vann leikinn 3-0 og skoraði Bjarki Gunnlaugsson öll mörkin. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu með Lars Lagerbäck í fyrstu 32 leikjunum en hefur verið einn með liðið í síðustu 26 leikjum. Heimir var einnig aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck í tutttugu leikjum frá 2012 til 2014 og hefur því verið á bekknum í alls 78 landsleikjum Íslands á síðustu sex árum. Flestir á topplistanum hafa stýrt íslenska landsliðinu en þar er einnig Páll Guðlaugsson sem stýrði færeyska landsliðinu í 25 leikjum frá 1988 til 1993.Flestir leikir hjá íslenskum landsliðsþjálfurum:(A-landslið karla í fótbolta) 58 - Heimir Hallgrímsson (Ísland 2014-2018) 57 - Teitur Þórðarson (Eistland 1996-1999) 39 - Ólafur Jóhannesson (Ísland 2007-2011) 38 - Logi Ólafsson (Ísland 1996-1997, 2003-2005) 34 - Ásgeir Elíasson (Ísland 1991-1995) 31 - Atli Eðvaldsson (Ísland 2000-2003) 25 - Páll Guðlaugsson (Færeyjar 1988-1993) 25 - Guðjón Þórðarson (Ísland 1997-1999)Teitur Þórðarson.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Heimir Hallgrímsson er nú sá Íslendingur sem hefur stýrt landsliði í flestum leikjum en hann tók metið af Teiti Þórðarsyni í gær. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu í 58. sinn í Rostov-on-Don í gærkvöldi þegar strákanir léku sinn síðasta leik á HM í fótbolta í Rússlandi. Teitur Þórðarson var búinn að eiga metið í tuttugu ár eða frá því að hann tók það af Ásgeiri Elíassyni árið 1998. Teitur stýrði eistneska landsliðinu á árunum 1996 til 1999 og léku Eistar alls 57 landsleiki á þessum fjórum árum. Einn af þessum leikjum var einmitt á móti íslenska landsliðinu. Sá leikur var sögulegur því feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohsen tóku báðir þátt í leiknum. Eiður Smári kom inná fyrir Arnór á 62. mínútu. Ísland vann leikinn 3-0 og skoraði Bjarki Gunnlaugsson öll mörkin. Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu með Lars Lagerbäck í fyrstu 32 leikjunum en hefur verið einn með liðið í síðustu 26 leikjum. Heimir var einnig aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck í tutttugu leikjum frá 2012 til 2014 og hefur því verið á bekknum í alls 78 landsleikjum Íslands á síðustu sex árum. Flestir á topplistanum hafa stýrt íslenska landsliðinu en þar er einnig Páll Guðlaugsson sem stýrði færeyska landsliðinu í 25 leikjum frá 1988 til 1993.Flestir leikir hjá íslenskum landsliðsþjálfurum:(A-landslið karla í fótbolta) 58 - Heimir Hallgrímsson (Ísland 2014-2018) 57 - Teitur Þórðarson (Eistland 1996-1999) 39 - Ólafur Jóhannesson (Ísland 2007-2011) 38 - Logi Ólafsson (Ísland 1996-1997, 2003-2005) 34 - Ásgeir Elíasson (Ísland 1991-1995) 31 - Atli Eðvaldsson (Ísland 2000-2003) 25 - Páll Guðlaugsson (Færeyjar 1988-1993) 25 - Guðjón Þórðarson (Ísland 1997-1999)Teitur Þórðarson.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira