Ólafur skapar listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll NBA-meistaranna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2018 14:00 Golden State Warriors er á mikilli siglingu. Vísir/Getty Ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors hafa fengið listamanninn Ólaf Elíasson til þess að skapa „einkennandi“ listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll liðsins sem nú er í byggingu í San Francisco í Bandaríkjunum. Framkvæmdir hófust árið 2016 og standa vonir til þess að heimavöllurinn, sem nefnist Chase Arena, verði tekinn í notkun á næsta ári. Framkvæmdirnar eru umfangsmiklar og er verðmiðinn á þeim um einn milljarður dollara, um 100 milljarðar króna.Ólafur ElíassonFréttablaðið/Andri MarinóStaðarblaðið San Francisco Chronicle greinir frá því að sem hluti af samningum liðsins við borgaryfirvöld vegna framkvæmdanna þurfi eitt prósent af framkvæmdarkostnaði að renna til þess að koma upp listaverkum í almenningsrými í tengslum við byggingu hins nýja heimavallar. Sem hluti af því hafa forsvarsmenn félagsins nú staðfest að Ólafur Elíasson hafi verið fenginn til þess að hanna listaverk sem eigi að vera „einkennandi“ fyrir svæðið. Í tilkynningu frá NBA-liðinu er haft eftir Rick Welts, forseta liðsins, að liðið sé hæstánægt með það að hafa fengið Ólaf til verksins auk þess sem að kallað verði eftir tillögum og hugmyndum frá listamönnum í borginni sjálfri. Samkvæmt heimildum blaðsins stendur mikið til og þar segir að NBA-liðið ætli sér að eyða milljónum dollara til þess að gera svæðið fyrir utan heimavöllinn sem hið glæsilegasta og að litið sé til Ólafs til þess að búa til, líkt og áður sagði, einkennandi listaverk. Tengdar fréttir Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41 Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors hafa fengið listamanninn Ólaf Elíasson til þess að skapa „einkennandi“ listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll liðsins sem nú er í byggingu í San Francisco í Bandaríkjunum. Framkvæmdir hófust árið 2016 og standa vonir til þess að heimavöllurinn, sem nefnist Chase Arena, verði tekinn í notkun á næsta ári. Framkvæmdirnar eru umfangsmiklar og er verðmiðinn á þeim um einn milljarður dollara, um 100 milljarðar króna.Ólafur ElíassonFréttablaðið/Andri MarinóStaðarblaðið San Francisco Chronicle greinir frá því að sem hluti af samningum liðsins við borgaryfirvöld vegna framkvæmdanna þurfi eitt prósent af framkvæmdarkostnaði að renna til þess að koma upp listaverkum í almenningsrými í tengslum við byggingu hins nýja heimavallar. Sem hluti af því hafa forsvarsmenn félagsins nú staðfest að Ólafur Elíasson hafi verið fenginn til þess að hanna listaverk sem eigi að vera „einkennandi“ fyrir svæðið. Í tilkynningu frá NBA-liðinu er haft eftir Rick Welts, forseta liðsins, að liðið sé hæstánægt með það að hafa fengið Ólaf til verksins auk þess sem að kallað verði eftir tillögum og hugmyndum frá listamönnum í borginni sjálfri. Samkvæmt heimildum blaðsins stendur mikið til og þar segir að NBA-liðið ætli sér að eyða milljónum dollara til þess að gera svæðið fyrir utan heimavöllinn sem hið glæsilegasta og að litið sé til Ólafs til þess að búa til, líkt og áður sagði, einkennandi listaverk.
Tengdar fréttir Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41 Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41