Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Sveinn Arnarsson skrifar 28. júní 2018 08:00 Laxalúsin getur verið hvimleiður fylgifiskur laxeldisins og valdið eldisfyrirtækjum búsifjum. Fréttablaðið/Pjetur Matvælastofnun hefur gefið laxeldisfyrirtækjum í Arnarfirði og Tálknafirði heimild til að meðhöndla eldislax með lyfjum til að koma í veg fyrir lúsafaraldur í kvíum fyrirtækjanna. Við lúsatalningu í Tálknafirði sáust greinileg merki um að sú lús sem lifað hafði af í vetur var lífvænleg og byrjuð að tímgast og sáust merki um ný smit. Er þetta annað árið í röð sem bregðast þarf við lúsafaraldri í laxeldi í Arnarfirði. Síðastliðið haust þurfti Matvælastofnun einnig að veita heimild til notkunar á lúsafóðri til að drepa laxalús sem hafði herjað á kvíar í Dýrafirði og einnig í Arnarfirði sumarið 2017. Á vef Landssambands fiskeldisstöðva (LF) kemur fram að í íslensku fiskeldi hafi aldrei verið notuð lúsalyf og að hin skaðlega lús eigi erfitt uppdráttar hér á landi vegna lágs hitastigs sjávar. Ljóst er að laxalúsin hefur lifað af síðustu tvo vetur og hefur valdið fyrirtækjum búsifjum. „Talið var að engar aðrar aðferðir hefðu nægt til að hreinsa fiskinn af lús og ljóst að ef ekki yrði farið í aflúsun á þessu stigi yrði lúsasmit orðið óásættanlegt síðsumars og í haust. Töluverð hætta væri þá á neikvæðum áhrifum á velferð fisksins og að auki verður að taka tillit til smitálags á villtan fisk og eldisfisk í nágrannafjörðum,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar sem hefur eftirlit með laxeldi hér á landi.Jón Örn Pálsson.„Kuldinn er náttúruleg vörn gegn laxalúsinni en hann eyðir henni ekki,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri LF. Í Arnarfirði var lúsasmit mikið og mikill fjöldi fiska er í stöðinni. Fara á í fyrirbyggjandi aðgerðir í stöðvunum til að hindra að smit komi upp aftur. Jón Örn Pálsson sjávarútvegsfræðingur segir þetta staðfestingu á því að hitastig sjávar að vetri til sé ekki nægileg vörn gegn laxalúsinni. „Þessar fréttir staðfesta þetta. Talning á lús staðfestir að lúsinni fækkar ekki. Hún hins vegar fjölgar sér ekki á köldum vetrum. Nú er hins vegar spurning hvað fiskeldisfyrirtækin gera til að hvíla staðina,“ segir Jón Örn. Aðrar leiðir gegn lús ekki fullreyndar Fisksjúkdómanefnd lagðist gegn lyfjagjöf fyrir tæpum mánuði. 28. maí barst nefndinni erindi frá dýralækni Arnarlax hf. þar sem óskað var eftir heimild til að meðhöndla eldislax gegn laxalús með skordýaraeitrinu Alpha Max. Málið var tekið fyrir þann 31. maí. „Að umfjöllun lokinni komst fisksjúkdómanefnd að þeirri samdóma niðurstöðu að mæla ekki með því við Matvælastofnun að heimila umbeðna lyfjameðhöndlun, hvorki í Arnarfirði né Tálknafirði.“ „[...] fisksjúkdómanefnd gerir athugasemd við hversu litla tilburði Arnarlax hefur sýnt gagnvart lyfjalausum og fyrirbyggjandi aðferðum í baráttunni við laxalúsina. Ekki hefur verið sýnt fram á að aðrar leiðir hafi verið fullreyndar á umræddum eldissvæðum, fyrirbyggjandi eða til að draga úr sýkingu.“ Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24 Dæmi um að strokufiskur úr eldi dreifi sér um allar ár landsins Jón Kaldal blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, segir að fullyrðingar Landssambands fiskeldisstöðva um öryggi sjókvíaeldis séu rangar. Þekkt dæmi séu um að fiskur hafi sloppið úr kvíum og fundist í ám um allt land skömmu síðar. 15. maí 2018 11:44 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Matvælastofnun hefur gefið laxeldisfyrirtækjum í Arnarfirði og Tálknafirði heimild til að meðhöndla eldislax með lyfjum til að koma í veg fyrir lúsafaraldur í kvíum fyrirtækjanna. Við lúsatalningu í Tálknafirði sáust greinileg merki um að sú lús sem lifað hafði af í vetur var lífvænleg og byrjuð að tímgast og sáust merki um ný smit. Er þetta annað árið í röð sem bregðast þarf við lúsafaraldri í laxeldi í Arnarfirði. Síðastliðið haust þurfti Matvælastofnun einnig að veita heimild til notkunar á lúsafóðri til að drepa laxalús sem hafði herjað á kvíar í Dýrafirði og einnig í Arnarfirði sumarið 2017. Á vef Landssambands fiskeldisstöðva (LF) kemur fram að í íslensku fiskeldi hafi aldrei verið notuð lúsalyf og að hin skaðlega lús eigi erfitt uppdráttar hér á landi vegna lágs hitastigs sjávar. Ljóst er að laxalúsin hefur lifað af síðustu tvo vetur og hefur valdið fyrirtækjum búsifjum. „Talið var að engar aðrar aðferðir hefðu nægt til að hreinsa fiskinn af lús og ljóst að ef ekki yrði farið í aflúsun á þessu stigi yrði lúsasmit orðið óásættanlegt síðsumars og í haust. Töluverð hætta væri þá á neikvæðum áhrifum á velferð fisksins og að auki verður að taka tillit til smitálags á villtan fisk og eldisfisk í nágrannafjörðum,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar sem hefur eftirlit með laxeldi hér á landi.Jón Örn Pálsson.„Kuldinn er náttúruleg vörn gegn laxalúsinni en hann eyðir henni ekki,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri LF. Í Arnarfirði var lúsasmit mikið og mikill fjöldi fiska er í stöðinni. Fara á í fyrirbyggjandi aðgerðir í stöðvunum til að hindra að smit komi upp aftur. Jón Örn Pálsson sjávarútvegsfræðingur segir þetta staðfestingu á því að hitastig sjávar að vetri til sé ekki nægileg vörn gegn laxalúsinni. „Þessar fréttir staðfesta þetta. Talning á lús staðfestir að lúsinni fækkar ekki. Hún hins vegar fjölgar sér ekki á köldum vetrum. Nú er hins vegar spurning hvað fiskeldisfyrirtækin gera til að hvíla staðina,“ segir Jón Örn. Aðrar leiðir gegn lús ekki fullreyndar Fisksjúkdómanefnd lagðist gegn lyfjagjöf fyrir tæpum mánuði. 28. maí barst nefndinni erindi frá dýralækni Arnarlax hf. þar sem óskað var eftir heimild til að meðhöndla eldislax gegn laxalús með skordýaraeitrinu Alpha Max. Málið var tekið fyrir þann 31. maí. „Að umfjöllun lokinni komst fisksjúkdómanefnd að þeirri samdóma niðurstöðu að mæla ekki með því við Matvælastofnun að heimila umbeðna lyfjameðhöndlun, hvorki í Arnarfirði né Tálknafirði.“ „[...] fisksjúkdómanefnd gerir athugasemd við hversu litla tilburði Arnarlax hefur sýnt gagnvart lyfjalausum og fyrirbyggjandi aðferðum í baráttunni við laxalúsina. Ekki hefur verið sýnt fram á að aðrar leiðir hafi verið fullreyndar á umræddum eldissvæðum, fyrirbyggjandi eða til að draga úr sýkingu.“
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24 Dæmi um að strokufiskur úr eldi dreifi sér um allar ár landsins Jón Kaldal blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, segir að fullyrðingar Landssambands fiskeldisstöðva um öryggi sjókvíaeldis séu rangar. Þekkt dæmi séu um að fiskur hafi sloppið úr kvíum og fundist í ám um allt land skömmu síðar. 15. maí 2018 11:44 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. 25. maí 2018 17:24
Dæmi um að strokufiskur úr eldi dreifi sér um allar ár landsins Jón Kaldal blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, segir að fullyrðingar Landssambands fiskeldisstöðva um öryggi sjókvíaeldis séu rangar. Þekkt dæmi séu um að fiskur hafi sloppið úr kvíum og fundist í ám um allt land skömmu síðar. 15. maí 2018 11:44