Ensku miðlarnir gera grín að Þjóðverjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2018 10:00 The Sun slær sem dæmi upp þýsku sögninni "Schadenfreude“ Mynd/The Sun Heimsmeistarar Þjóðverja eru úr leik á HM í fótbolta í Rússlandi og engir virðast hafa meira gaman af því en einmitt Englendingar. HM í Rússlandi 2018 verður fyrsta heimsmeistarakeppnin í meira en hálfa öld þar sem enska landsliðið endar ofar en það þýska eða síðan að Englendingar urðu heimsmeistarar 1966 eftir sigur á Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik. Enska landsliðið hefur skorað átta mörk í keppninni og er komið áfram fyrir fyrsta leik. Þjóðverjar töpuðu tveimur af þremur leikjum sínum, skoruðu bara tvö mörk í allri keppninni og voru aðeins yfir í eina mínútu samtals á 270 mínútum sínum á HM 2018. Þær eru nokkrar skrautlegar ensku forsíðurna í morgun þar sem ensku blaðamennirnir hæðast og hlæja að óförum Þjóðverja. The Sun slær sem dæmi upp þýsku sögninni „Schadenfreude“ sem þýðir að gleði yfir óförum annarra. Baksíðan er líka annað skot út frá lokastöðunni í riðlinum þar sem Þjóðverjarnir enduðu neðstir. Lokastaðan myndar þekkt blótsyrði. The Times er síðan með mjög fyndna forsíðu í kringum myndina af því þegar Kóreumaðurinn Son Heung-min innsiglaði sigur sinna manna með því að skora í autt markið. Fyrirsögnin er „Day the Germans just disappeared“ eða „Dagurinn sem Þjóðverjarnir bara hurfu“. Metro notar fyrir sögnina „Out Wiedersehen“ með vísun í „Auf Wiedersehen“ sem er almenn kveðja og þýðir „vertu blessaður“. Þýsku miðlarnir lýsa sjokki sínu vel. Bild slær upp fyrirsögninni „Ohne Wortr“ eða „Fundum engin orð“. Hér fyrir neðan er dæmi um nokkrar þessara forsíðna. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Heimsmeistarar Þjóðverja eru úr leik á HM í fótbolta í Rússlandi og engir virðast hafa meira gaman af því en einmitt Englendingar. HM í Rússlandi 2018 verður fyrsta heimsmeistarakeppnin í meira en hálfa öld þar sem enska landsliðið endar ofar en það þýska eða síðan að Englendingar urðu heimsmeistarar 1966 eftir sigur á Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik. Enska landsliðið hefur skorað átta mörk í keppninni og er komið áfram fyrir fyrsta leik. Þjóðverjar töpuðu tveimur af þremur leikjum sínum, skoruðu bara tvö mörk í allri keppninni og voru aðeins yfir í eina mínútu samtals á 270 mínútum sínum á HM 2018. Þær eru nokkrar skrautlegar ensku forsíðurna í morgun þar sem ensku blaðamennirnir hæðast og hlæja að óförum Þjóðverja. The Sun slær sem dæmi upp þýsku sögninni „Schadenfreude“ sem þýðir að gleði yfir óförum annarra. Baksíðan er líka annað skot út frá lokastöðunni í riðlinum þar sem Þjóðverjarnir enduðu neðstir. Lokastaðan myndar þekkt blótsyrði. The Times er síðan með mjög fyndna forsíðu í kringum myndina af því þegar Kóreumaðurinn Son Heung-min innsiglaði sigur sinna manna með því að skora í autt markið. Fyrirsögnin er „Day the Germans just disappeared“ eða „Dagurinn sem Þjóðverjarnir bara hurfu“. Metro notar fyrir sögnina „Out Wiedersehen“ með vísun í „Auf Wiedersehen“ sem er almenn kveðja og þýðir „vertu blessaður“. Þýsku miðlarnir lýsa sjokki sínu vel. Bild slær upp fyrirsögninni „Ohne Wortr“ eða „Fundum engin orð“. Hér fyrir neðan er dæmi um nokkrar þessara forsíðna.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann