Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. júní 2018 06:00 Dagur Hoe Sigurjónsson var leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur að loknu þinghaldi í gær. Aðalmeðferð verður framhaldið í dag. Dagur Hoe Sigurjónsson, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember, neitaði sök við upphaf aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dagur er ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist að Klevis með hníf og stungið hann ítrekað, meðal annars tvívegis í bakið, vinstri öxl og vinstra megin í bringuna. Síðastnefnda atlagan olli banvænu sári en við hana gekk hnífurinn inn í hjarta Klevis og lést hann á spítala fimm dögum eftir árásina. Þá er Dagur ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa einnig ráðist að félaga Klevis, Elio Hasani, og veitt honum skurðsár ofarlega á baki, á vinstri öxl, upphandlegg og á vinstri kálfa sem náði ofan í slagæð og olli slagæðarblæðingu. Elio var útskrifaður af sjúkrahúsi stuttu eftir árásina og eru batahorfur hans góðar.Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í deseember og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula.Vísir/eyþórDagur var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Hann var þá í annarlegu ástandi vegna vímuefnaneyslu. Hann er 25 ára gamall og hefur ekki hlotið dóm fyrir refsivert athæfi. Dagur gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í gær. Hann bar að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og meðal annars veitt sér höfuðhögg. Hann bar fyrir sig minnisleysi um það sem gerðist eftir höfuðhöggið. Elio Hasani sem bar einnig vitni í dag sagði þá félaga hafa nálgast Dag í vinsemd og þeir hefðu ekki viljað honum neitt illt. Tvennum sögum fór af því meðal annarra vitna hver átti upptökin en sjónarvottar að atburðinum báru að Dagur hefði haft hníf sem hann beitti gegn mönnunum tveimur. Auk kröfu ákæruvaldsins um að Dagur verði dæmdur til refsingar, eru gerðar einkaréttarlegar kröfur á hendur Degi. Miskabótakröfur foreldra Klevis fyrir sonarmissinn nema samtals 20 milljónum króna og gerir móðir hans einnig kröfu um 870 þúsund krónur vegna útlagðs kostnaðar við andlát sonar síns. Elio Hasani, sem einnig hlaut áverka við árásina, gerir einnig kröfu um að Dagur greiði honum rúmar 2,3 milljónir í skaða- og miskabætur. Aðalmeðferð verður framhaldið eftir hádegi í dag. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Neitar sök í manndrápsmáli 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum neitar sök. 16. mars 2018 09:49 Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Dagur Hoe Sigurjónsson, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember, neitaði sök við upphaf aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dagur er ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist að Klevis með hníf og stungið hann ítrekað, meðal annars tvívegis í bakið, vinstri öxl og vinstra megin í bringuna. Síðastnefnda atlagan olli banvænu sári en við hana gekk hnífurinn inn í hjarta Klevis og lést hann á spítala fimm dögum eftir árásina. Þá er Dagur ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa einnig ráðist að félaga Klevis, Elio Hasani, og veitt honum skurðsár ofarlega á baki, á vinstri öxl, upphandlegg og á vinstri kálfa sem náði ofan í slagæð og olli slagæðarblæðingu. Elio var útskrifaður af sjúkrahúsi stuttu eftir árásina og eru batahorfur hans góðar.Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í deseember og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula.Vísir/eyþórDagur var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Hann var þá í annarlegu ástandi vegna vímuefnaneyslu. Hann er 25 ára gamall og hefur ekki hlotið dóm fyrir refsivert athæfi. Dagur gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í gær. Hann bar að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og meðal annars veitt sér höfuðhögg. Hann bar fyrir sig minnisleysi um það sem gerðist eftir höfuðhöggið. Elio Hasani sem bar einnig vitni í dag sagði þá félaga hafa nálgast Dag í vinsemd og þeir hefðu ekki viljað honum neitt illt. Tvennum sögum fór af því meðal annarra vitna hver átti upptökin en sjónarvottar að atburðinum báru að Dagur hefði haft hníf sem hann beitti gegn mönnunum tveimur. Auk kröfu ákæruvaldsins um að Dagur verði dæmdur til refsingar, eru gerðar einkaréttarlegar kröfur á hendur Degi. Miskabótakröfur foreldra Klevis fyrir sonarmissinn nema samtals 20 milljónum króna og gerir móðir hans einnig kröfu um 870 þúsund krónur vegna útlagðs kostnaðar við andlát sonar síns. Elio Hasani, sem einnig hlaut áverka við árásina, gerir einnig kröfu um að Dagur greiði honum rúmar 2,3 milljónir í skaða- og miskabætur. Aðalmeðferð verður framhaldið eftir hádegi í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Neitar sök í manndrápsmáli 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum neitar sök. 16. mars 2018 09:49 Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Neitar sök í manndrápsmáli 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum neitar sök. 16. mars 2018 09:49
Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25
„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30