Enska landsliðið þarf gott HM til að losna loksins undan fjötrum Íslandsleiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2018 13:00 Harry Kane í leiknum á móti Íslandi á EM 2016. Hér tekur Gylfi Þór Sigurðsson vel á honum. Vísir/Getty Við Íslendingar erum ekki búnir að gleyma 2-1 sigri á enska landsliðinu í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016 og ekki Englendingar heldur. Ensku landsliðsmennirnir eru ennþá að ræða áfallið sem enska landsliðið varð fyrir í Nice 27. júní 2016. Harry Kane mun bera fyrirliðband enska landsliðsins á HM í Rússlandi og hann fór að tala um umræddan Íslandsleik í viðtali við BBC eftir að ensku leikmennirnir lentu í Rússlandi. „Við erum afslappaðir og höfum staðið okkur mjög vel hingað til í þessari keppni. Við höfum verið að spila góðan fótbolta og ég veit að við munum fá góðan stuðning hér í Rússlandi,“ sagði Harry Kane í viðtalinu. „Heimsmeistarakeppnin er stærsta keppnin í fótboltanum og hingað dreymir þig að koma sem krakki. Allir vilja komast á stærsta sviðið í fótboltaheiminum,“ sagði Kane. Hann var síðan spurður út í tapið á móti Íslandi á EM 2016.They've arrived. And they're ready!#bbcworldcuppic.twitter.com/IEnkhfOhel — BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2018 „Auðvitað viljum við endurheimta stoltið eftir tapið á móti Íslandi. Íslandsleikurinn voru mikil vonbrigði og allir vita það. Nú er tækifæri til að bæta fyrir hann,“ sagði Kane. „Við berjumst alltaf fyrir okkar þjóð og gerum allt sem við getum til að komast sem lengt. Vonandi stöndum við okkur betur hér á HM en á því móti,“ sagði Kane. Harry Kane tókst ekki að skora á móti Íslandi og hann skoraði heldur ekki á öllu Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Hann þyrstir því í mörk á stórmóti. „Maður vill alltaf bæta sig. Þetta er mitt annað stórmót og ég vil bæta þessa tölfræði. Vonandi get ég byrjað strax á því á mánudaginn,“ sagði Kane. Fyrsti leikur enska landsliðsins er á móti Túnis. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Við Íslendingar erum ekki búnir að gleyma 2-1 sigri á enska landsliðinu í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016 og ekki Englendingar heldur. Ensku landsliðsmennirnir eru ennþá að ræða áfallið sem enska landsliðið varð fyrir í Nice 27. júní 2016. Harry Kane mun bera fyrirliðband enska landsliðsins á HM í Rússlandi og hann fór að tala um umræddan Íslandsleik í viðtali við BBC eftir að ensku leikmennirnir lentu í Rússlandi. „Við erum afslappaðir og höfum staðið okkur mjög vel hingað til í þessari keppni. Við höfum verið að spila góðan fótbolta og ég veit að við munum fá góðan stuðning hér í Rússlandi,“ sagði Harry Kane í viðtalinu. „Heimsmeistarakeppnin er stærsta keppnin í fótboltanum og hingað dreymir þig að koma sem krakki. Allir vilja komast á stærsta sviðið í fótboltaheiminum,“ sagði Kane. Hann var síðan spurður út í tapið á móti Íslandi á EM 2016.They've arrived. And they're ready!#bbcworldcuppic.twitter.com/IEnkhfOhel — BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2018 „Auðvitað viljum við endurheimta stoltið eftir tapið á móti Íslandi. Íslandsleikurinn voru mikil vonbrigði og allir vita það. Nú er tækifæri til að bæta fyrir hann,“ sagði Kane. „Við berjumst alltaf fyrir okkar þjóð og gerum allt sem við getum til að komast sem lengt. Vonandi stöndum við okkur betur hér á HM en á því móti,“ sagði Kane. Harry Kane tókst ekki að skora á móti Íslandi og hann skoraði heldur ekki á öllu Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Hann þyrstir því í mörk á stórmóti. „Maður vill alltaf bæta sig. Þetta er mitt annað stórmót og ég vil bæta þessa tölfræði. Vonandi get ég byrjað strax á því á mánudaginn,“ sagði Kane. Fyrsti leikur enska landsliðsins er á móti Túnis.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira