Gagnrýnanda Trump hafnað og „rasisti“ settur á lista Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2018 16:39 Corey Stewart, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til öldungadeilarinnar. Vísir/GETTY Kjósendur Repúblikanaflokksins höfnuðu, Mark Sanford, háværum gagnrýnanda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forvali flokksins í Suður-Karólínu í gær. Það var eftir að forsetinn sjálfur lýsti yfir stuðningi við Katie Arrington, andstæðing Sanford, sem hafði sakað hann um að vera ekki nægilega hliðhollur Trump. Þá Corey Stewart valinn til að berjast um öldungadeildarsæti Virginíu. Stewart er umdeildur maður og hefur margsinnis verið kallaður rasisti. Hann er mikill stuðningsmaður Trump. Útkoma forvals Repúblikanaflokksins þykir til marks um áhrif forsetans sem er mjög vinsæll meðal kjósenda flokksins. Flestir þeir sem hafa farið gegn forsetanum hafa komið illa út úr kosningum.Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins virðast ekki bjartsýnir á sigur Corey Stewart í Virginíu þar sem hann fer gegn Tim Kaine, fyrrverandi varaforsetaefni Hillary Clinton. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki unnið sæti í ríkinu um langt skeið og Stewart þykir ekki líklegur til afreka, þó hann hafi heitið einkar „grimmri“ baráttu gegn Kaine.Þann 12. júní stakk Stewart upp á því að Kaine og Clinton ættu heima í fangelsi.Í umfjöllun Esquire er farið léttilega yfir hvernig stórir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tiplað á tánum í kringum Stewart og skoðanir hans. New York Times segir hann vera „áróðursmann“ sem hafi barist af mikilli hörku gegn ólöglegum innflytjendum og varið minnisvarða Suðurríkjasambands Bandaríkjanna í Virginíu.CNN fetar svipaðar slóðir og segir Stewart „baráttumann“ um minnisvarða Suðurríkjasambandsins sem hafi byggt upp ímynd sína með þeirri baráttu. Esquire segir þetta alls ekki rétt. Stewart sé ekki „áróðursmaður“ eða „baráttumaður“. Hann sé blákaldur og óforskammaður rasisti, og stoltur af því, sem leggi lykkju á leið sína til að umgangast aðra yfirlýsta rasista, sem einnig séu stoltir af því. Því til stuðnings er vísað til ummæla Stewart um samstöðufund nýnasista og þjóðernissinna í Charlotte í fyrra. Hann hafi varið samkomuna og komið margsinnis fram með Jason Kessler, sem skipulagði samkomuna. Þá hefur Stewart lýst alræmdum gyðingahatara, Paul Nehlen, sem hetju. Hann hefur sömuleiðis kallað hershöfðingjann Robert E. Lee hetju og heiðarlegan mann. Hann sagði stjórnmálamenn sem vildu taka niður styttur af honum vera sambærilega vígamönnum Íslamska ríkisins.Bill Bolling, fyrrverandi aðstoðarríkisstjóri Virginíu og Repúblikani, tísti í kjölfar úrslitanna og sagðist verulega ósáttur við að frambjóðandi eins og Stewart gæti unnið tilnefningu flokksins til öldungadeildarinnar. „Þetta er greinilega ekki sá Repúblikanaflokkur sem ég þekkti eitt sin, elskaði og þjónaði stoltur. Í hvert sinn sem ég ímynda mér að hlutirnir geti ekki orðið verri, verða þeir verri og það er enginn endir í sjónmáli,“ tísti Bolling.Annar Repúblikani sem unnið hefur við mörg öldungadeildarframboð, Brian Walsh, segir ljóst að hægt væri að sleppa kosningunum í Virginíu. Tim Kaine hefði þegar unnið og hann gæti þakkað stuðningsmönnum Stewart fyrir sigurinn.Landsnefnd Repúblikanaflokksins sem kemur að kosningum til öldungadeildarinnar hefur nú tilkynnt að hún muni ekki verja neinum peningum til kosninganna í Virginíu og hafa neitað að styðja Stewart. Sigurlíkur hans er því enn minni fyrir vikið. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Kjósendur Repúblikanaflokksins höfnuðu, Mark Sanford, háværum gagnrýnanda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forvali flokksins í Suður-Karólínu í gær. Það var eftir að forsetinn sjálfur lýsti yfir stuðningi við Katie Arrington, andstæðing Sanford, sem hafði sakað hann um að vera ekki nægilega hliðhollur Trump. Þá Corey Stewart valinn til að berjast um öldungadeildarsæti Virginíu. Stewart er umdeildur maður og hefur margsinnis verið kallaður rasisti. Hann er mikill stuðningsmaður Trump. Útkoma forvals Repúblikanaflokksins þykir til marks um áhrif forsetans sem er mjög vinsæll meðal kjósenda flokksins. Flestir þeir sem hafa farið gegn forsetanum hafa komið illa út úr kosningum.Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins virðast ekki bjartsýnir á sigur Corey Stewart í Virginíu þar sem hann fer gegn Tim Kaine, fyrrverandi varaforsetaefni Hillary Clinton. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki unnið sæti í ríkinu um langt skeið og Stewart þykir ekki líklegur til afreka, þó hann hafi heitið einkar „grimmri“ baráttu gegn Kaine.Þann 12. júní stakk Stewart upp á því að Kaine og Clinton ættu heima í fangelsi.Í umfjöllun Esquire er farið léttilega yfir hvernig stórir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tiplað á tánum í kringum Stewart og skoðanir hans. New York Times segir hann vera „áróðursmann“ sem hafi barist af mikilli hörku gegn ólöglegum innflytjendum og varið minnisvarða Suðurríkjasambands Bandaríkjanna í Virginíu.CNN fetar svipaðar slóðir og segir Stewart „baráttumann“ um minnisvarða Suðurríkjasambandsins sem hafi byggt upp ímynd sína með þeirri baráttu. Esquire segir þetta alls ekki rétt. Stewart sé ekki „áróðursmaður“ eða „baráttumaður“. Hann sé blákaldur og óforskammaður rasisti, og stoltur af því, sem leggi lykkju á leið sína til að umgangast aðra yfirlýsta rasista, sem einnig séu stoltir af því. Því til stuðnings er vísað til ummæla Stewart um samstöðufund nýnasista og þjóðernissinna í Charlotte í fyrra. Hann hafi varið samkomuna og komið margsinnis fram með Jason Kessler, sem skipulagði samkomuna. Þá hefur Stewart lýst alræmdum gyðingahatara, Paul Nehlen, sem hetju. Hann hefur sömuleiðis kallað hershöfðingjann Robert E. Lee hetju og heiðarlegan mann. Hann sagði stjórnmálamenn sem vildu taka niður styttur af honum vera sambærilega vígamönnum Íslamska ríkisins.Bill Bolling, fyrrverandi aðstoðarríkisstjóri Virginíu og Repúblikani, tísti í kjölfar úrslitanna og sagðist verulega ósáttur við að frambjóðandi eins og Stewart gæti unnið tilnefningu flokksins til öldungadeildarinnar. „Þetta er greinilega ekki sá Repúblikanaflokkur sem ég þekkti eitt sin, elskaði og þjónaði stoltur. Í hvert sinn sem ég ímynda mér að hlutirnir geti ekki orðið verri, verða þeir verri og það er enginn endir í sjónmáli,“ tísti Bolling.Annar Repúblikani sem unnið hefur við mörg öldungadeildarframboð, Brian Walsh, segir ljóst að hægt væri að sleppa kosningunum í Virginíu. Tim Kaine hefði þegar unnið og hann gæti þakkað stuðningsmönnum Stewart fyrir sigurinn.Landsnefnd Repúblikanaflokksins sem kemur að kosningum til öldungadeildarinnar hefur nú tilkynnt að hún muni ekki verja neinum peningum til kosninganna í Virginíu og hafa neitað að styðja Stewart. Sigurlíkur hans er því enn minni fyrir vikið.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira