Hvorki hægt að hrópa húh né húrra fyrir veðrinu um helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2018 12:00 Myndin er tekin á Ingólfstorgi þegar Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Þá, eins og nú, var settur upp risaskjár á Ingólfstorgi en það er ekki víst að það viðri neitt sérstaklega vel á torginu á morgun þar sem fólk gæti átt von á skúrum og ekkert neitt miklum hita. vísir/hanna Það verður ekkert sérstakt veður um helgina ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Á morgun þreytir íslenska karlalandsliðið frumraun sína á HM í knattspyrnu í Rússlandi gegn Argentínu og á sunnudag er sjálfur þjóðhátíðardagurinn, 17. júní. Risaskjám hefur verið komið upp víða til þess að fylgjast með leiknum á morgun og þá er það hefð hjá mörgum að mæta í skrúðgöngu á 17. júní. Miðað við spána ætti fólk að huga að regngallanum og regnhlífunum, þó að það sé eflaust snúið að ætla að horfa á fótboltaleik úti með fjölda manns með regnhlíf yfir hausnum.Óútreiknanlegar skúrir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að á morgun verði hæg austlæg átt á suðvesturhorninu. „Það verða skúrir og það geta orðið nokkuð þéttar skúrir þarna um miðjan dag einmitt þarna þegar leikurinn er. Svo er það hins vegar með skúrir að þær falla þar sem þær vilja en ekki þar sem við viljum. Það er útilokað að tímasetja þær eða staðsetja þær alveg nákvæmlega. Það er að sjá svona í fyrramálið að það komi dálítið skúraloft hérna yfir suðvesturhornið. Við getum verið heppin og að miðbærinn hangi þurr en svo er ekkert sjálfgefið að það verði heldur. Þær lifa svolítið sínu eigin lífi,“ segir Óli. Það verður svo áfram kalt og einhverjar skúraleiðingar fyrir norðan líka á morgun. „Þannig að víðast hvar verður einhver úrkoma. Það er kannski helst hérna í kringum Snæfellsnesið og á Breiðafirði þar sem ætti að vera meira og minna alveg þurrt, allavega fram á kvöld.“Ekki merkilegar hitatölur Óli segir að hitatölurnar séu síðan ekki merkilegar. „Svona 4 til 9 gráður fyrir norðan. Það verður aðeins hlýrra hérna syðra, nær kannski 10 til 12 gráðum þar sem skást er þannig að þetta verður nú ekkert til að hrópa húrra fyrir.“ Óli segir að þjóðhátíðardagurinn verði síðan líklega nokkuð góður, sérstaklega fyrir norðan, og þá framan af degi en búast má við einhverjum síðdegisskúrum. „Hins vegar verða einhverjar skúrir um landið sunnanvert allan daginn og svo undir kvöld þá kemur úrkomubakki hérna upp að suðurströndinni og siglir svona hægt og rólega inn að landi um kvöldið. Þannig að það þarf ekki að vera neitt mikil úrkoma hérna í Reykjavík en það verður næstum örugglega ekki þurrt þó að það verði þurrir kaflar inn á milli,“ segir Óli. Hlýrra loft sígur síðan inn á landið á sunnudag þó að það verði ekkert sérstaklega hlýtt. „Það verða víða 10 til 14 stig svo þetta er ekkert alslætm en ekkert æðislegt.“ Aðspurður hvenær styttir upp segir Óli að það gæti orðið um miðja næstu viku; það sé lítil úrkoma í kortunum á miðvikudag, fimmtudag og föstudag en sú veðurspá getur vissulega breyst.Nánar má lesa um veðurspána á vef Veðurstofunnar. Veður Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Það verður ekkert sérstakt veður um helgina ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Á morgun þreytir íslenska karlalandsliðið frumraun sína á HM í knattspyrnu í Rússlandi gegn Argentínu og á sunnudag er sjálfur þjóðhátíðardagurinn, 17. júní. Risaskjám hefur verið komið upp víða til þess að fylgjast með leiknum á morgun og þá er það hefð hjá mörgum að mæta í skrúðgöngu á 17. júní. Miðað við spána ætti fólk að huga að regngallanum og regnhlífunum, þó að það sé eflaust snúið að ætla að horfa á fótboltaleik úti með fjölda manns með regnhlíf yfir hausnum.Óútreiknanlegar skúrir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að á morgun verði hæg austlæg átt á suðvesturhorninu. „Það verða skúrir og það geta orðið nokkuð þéttar skúrir þarna um miðjan dag einmitt þarna þegar leikurinn er. Svo er það hins vegar með skúrir að þær falla þar sem þær vilja en ekki þar sem við viljum. Það er útilokað að tímasetja þær eða staðsetja þær alveg nákvæmlega. Það er að sjá svona í fyrramálið að það komi dálítið skúraloft hérna yfir suðvesturhornið. Við getum verið heppin og að miðbærinn hangi þurr en svo er ekkert sjálfgefið að það verði heldur. Þær lifa svolítið sínu eigin lífi,“ segir Óli. Það verður svo áfram kalt og einhverjar skúraleiðingar fyrir norðan líka á morgun. „Þannig að víðast hvar verður einhver úrkoma. Það er kannski helst hérna í kringum Snæfellsnesið og á Breiðafirði þar sem ætti að vera meira og minna alveg þurrt, allavega fram á kvöld.“Ekki merkilegar hitatölur Óli segir að hitatölurnar séu síðan ekki merkilegar. „Svona 4 til 9 gráður fyrir norðan. Það verður aðeins hlýrra hérna syðra, nær kannski 10 til 12 gráðum þar sem skást er þannig að þetta verður nú ekkert til að hrópa húrra fyrir.“ Óli segir að þjóðhátíðardagurinn verði síðan líklega nokkuð góður, sérstaklega fyrir norðan, og þá framan af degi en búast má við einhverjum síðdegisskúrum. „Hins vegar verða einhverjar skúrir um landið sunnanvert allan daginn og svo undir kvöld þá kemur úrkomubakki hérna upp að suðurströndinni og siglir svona hægt og rólega inn að landi um kvöldið. Þannig að það þarf ekki að vera neitt mikil úrkoma hérna í Reykjavík en það verður næstum örugglega ekki þurrt þó að það verði þurrir kaflar inn á milli,“ segir Óli. Hlýrra loft sígur síðan inn á landið á sunnudag þó að það verði ekkert sérstaklega hlýtt. „Það verða víða 10 til 14 stig svo þetta er ekkert alslætm en ekkert æðislegt.“ Aðspurður hvenær styttir upp segir Óli að það gæti orðið um miðja næstu viku; það sé lítil úrkoma í kortunum á miðvikudag, fimmtudag og föstudag en sú veðurspá getur vissulega breyst.Nánar má lesa um veðurspána á vef Veðurstofunnar.
Veður Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira