Lygileg saga íslensks vegabréfs í Moskvu Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 17:00 Þessir Íslendingar voru á meðal á fimmta þúsund sem skelltu sér á leik Íslands gegn Argentínu í gær. Vísir/Vilhelm Það er óhætt að segja að litla Ísland sé víða, segir Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Hún hefur verið í því hlutverki að aðstoða íslenska stuðningsmenn eftir þörfum en borgaraþjónustan á Íslandi, sendiráð Íslands í Rússlandi og ríkislögreglustjóri hafa unnið náið saman og tekið á því sem upp hefur komið. „Þær hafa verið algjörlega minimal aðgerðirnar sem við höfum þurft að fara út í,“ segir Þurý. Helst hafi borið á því að fólk hafi glatað vegabréfi sínu. Fjöldinn sé þó líklega innan við tíu manns. Glati fólk vegabréfi sínu getur það haft samband við sendiráð Íslands í Moskvu og fengið útvegið neyðarvegabréf.Íslenskir stuðningsmenn á Spartak-leikvanginum í gær.Vísir/VilhelmMálum bjargað á methraða „Það hefur verið hægt að bregðast mjög hratt og örugglega við því þegar eitthvað hefur komið upp á,“ segir Þurý. Fjöldi Íslendinga hélt heim í morgun og í þeim hópi voru vegabréfalausir einstaklingar. Þurý segir Hafrúnu Stefánsdóttur, starfsmann sendiráðsins hér úti, hafa bjargað þeim málum á núll einni. „Allir sem voru á leið úr landi í morgun og höfðu glatað vegabréfinu sínu komust samt úr landi,“ segir Þurý. Almennt séu slík skilríki ekki tekin gild en í ljósi aðstæðna, og að Rússar hafa engan sérstakan áhuga á að sitja uppi stuðningsmenn, hafi þau verið tekin gild. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Þurý og nefnir lygilega sögu af vegabréfi sem Íslendingur glataði í vikunni.Þessir voru í banastuði í risapartýi Tólfunnar í gærkvöldi, eftir leik.Vísir/Kolbeinn Tumi„Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu“ „Við fengum símtal á föstudaginn frá Íslendingi sem hafði glatað vegabréfinu sínu. Hann var ekki að fara heim fyrr en í dag,“ segir Þurý en aðstoða átti manninn með neyðarvegabréfi. Nema að í millitíðinni voru aðrir íslenskir stuðningsmenn á ferðalagi um Moskvu, þessa risastóru borg sem telur þrettán milljónir manna og mun meira ef allt er meðtalið, í leigubíl í borginni. „Leigubílstjórinn spyr þau hvort þau séu íslensk, sem þau játtu. Þá segist hann hafa fengið gest í bílinn sem gleymdi vegabréfinu sínu. Hann bað fólkið um að koma því til skila,“ segir Þurý. „Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu?“ Fólkið hafði samband við sendiráðið og vegabréfið komst til skila. Eðli málsins samkvæmt var eigandi vegabréfsins sáttur og telja má kraftaverki líkast að það hafi komið í leitirnar. Íbúafjöldi í Moskvu er helmingi meiri en í London og fjórum sinnum meiri en í Berlín. Risaborg, sú næstfjölmennasta í Evrópu á eftir Istanbúl. „Litla Ísland er víða,“ segir Þurý. Hún þakkar góðum undirbúningi fyrir hve vel hafi gengið. „Við undirbúum okkur rosalega þegar svona mikill fjöldi er að fara utan, og erum við öllu búin.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að litla Ísland sé víða, segir Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Hún hefur verið í því hlutverki að aðstoða íslenska stuðningsmenn eftir þörfum en borgaraþjónustan á Íslandi, sendiráð Íslands í Rússlandi og ríkislögreglustjóri hafa unnið náið saman og tekið á því sem upp hefur komið. „Þær hafa verið algjörlega minimal aðgerðirnar sem við höfum þurft að fara út í,“ segir Þurý. Helst hafi borið á því að fólk hafi glatað vegabréfi sínu. Fjöldinn sé þó líklega innan við tíu manns. Glati fólk vegabréfi sínu getur það haft samband við sendiráð Íslands í Moskvu og fengið útvegið neyðarvegabréf.Íslenskir stuðningsmenn á Spartak-leikvanginum í gær.Vísir/VilhelmMálum bjargað á methraða „Það hefur verið hægt að bregðast mjög hratt og örugglega við því þegar eitthvað hefur komið upp á,“ segir Þurý. Fjöldi Íslendinga hélt heim í morgun og í þeim hópi voru vegabréfalausir einstaklingar. Þurý segir Hafrúnu Stefánsdóttur, starfsmann sendiráðsins hér úti, hafa bjargað þeim málum á núll einni. „Allir sem voru á leið úr landi í morgun og höfðu glatað vegabréfinu sínu komust samt úr landi,“ segir Þurý. Almennt séu slík skilríki ekki tekin gild en í ljósi aðstæðna, og að Rússar hafa engan sérstakan áhuga á að sitja uppi stuðningsmenn, hafi þau verið tekin gild. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Þurý og nefnir lygilega sögu af vegabréfi sem Íslendingur glataði í vikunni.Þessir voru í banastuði í risapartýi Tólfunnar í gærkvöldi, eftir leik.Vísir/Kolbeinn Tumi„Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu“ „Við fengum símtal á föstudaginn frá Íslendingi sem hafði glatað vegabréfinu sínu. Hann var ekki að fara heim fyrr en í dag,“ segir Þurý en aðstoða átti manninn með neyðarvegabréfi. Nema að í millitíðinni voru aðrir íslenskir stuðningsmenn á ferðalagi um Moskvu, þessa risastóru borg sem telur þrettán milljónir manna og mun meira ef allt er meðtalið, í leigubíl í borginni. „Leigubílstjórinn spyr þau hvort þau séu íslensk, sem þau játtu. Þá segist hann hafa fengið gest í bílinn sem gleymdi vegabréfinu sínu. Hann bað fólkið um að koma því til skila,“ segir Þurý. „Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu?“ Fólkið hafði samband við sendiráðið og vegabréfið komst til skila. Eðli málsins samkvæmt var eigandi vegabréfsins sáttur og telja má kraftaverki líkast að það hafi komið í leitirnar. Íbúafjöldi í Moskvu er helmingi meiri en í London og fjórum sinnum meiri en í Berlín. Risaborg, sú næstfjölmennasta í Evrópu á eftir Istanbúl. „Litla Ísland er víða,“ segir Þurý. Hún þakkar góðum undirbúningi fyrir hve vel hafi gengið. „Við undirbúum okkur rosalega þegar svona mikill fjöldi er að fara utan, og erum við öllu búin.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ Sjá meira