Leið eins og hann hefði sjálfur varið víti Messi Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 19. júní 2018 06:00 Jón Steindór Valdimarsson og Gerður Bjarnadóttir með börnum þeirra Höllu og Hannesar, Bergi Ara og Katrínu Unu. Sigríður Wöhler Hannes Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins, var án efa maður leiksins síðastliðinn laugardag eftir að hafa varið vítaspyrnu frá einum besta knattspyrnumanni heims, Lionel Messi. Aðdáendahópur hans er stór og er Jón Steindór Valdimarsson, tengdafaðir Hannesar og alþingismaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, þar á meðal. Jón er þó ekki staddur í Rússlandi þar sem hann ásamt öðrum ömmum og öfum í fjölskyldunni tók það að sér að hlúa að börnunum á meðan Halla Jónsdóttir, dóttir Jóns Steindórs og eiginkona Hannesar, styður sinn mann austanhafs.Sjá einnig: Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi „Ég sá þennan fræga leik í Gilinu á Akureyri. Það fór nú eiginlega þannig að ég hélt um stund að ég hefði varið vítið sjálfur, ég fékk allar þakkirnar,“ segir Jón Steindór og hlær en hann var þar einnig að fagna 40 ára stúdentsafmæli.Það var söguleg stund þegar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá sjálfum Lionel Messi.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það voru svo margir ánægðir með tengslin og það er svo eðlilegt að öllum finnist þeir eiga smá hlut í Hannesi.“ Jón Steindór er stoltur af tengdasyni sínum og ber honum söguna vel. „Hannes er mikill gæðadrengur og hraustur. Hann er búinn að standa sig afar vel,“ segir hann.„Það hlýtur að vera draumur hvers markmanns að verja vítaspyrnu frá einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, eins og hann orðaði það sjálfur er það líklega draumur sem varð að veruleika, toppurinn á tilverunni.“ Jón Steindór er bjartsýnn á framhaldið og segir að íslenska landsliðið hafi sýnt og sannað að allt geti gerst. „Þessir strákar gera allt sem þeir geta og saman eru þeir afl.“ Sjálfur segist Jón Steindór ekki hafa verið mikill fótboltaáhugamaður en viðurkennir að eftir að Hannes kom inn í líf fjölskyldunnar hafi áhugi hans aukist til muna. „Ég er allt í einu farinn að horfa mikið á fótbolta, aðallega þegar Hannes er að spila. Ég leyfi mér alveg að sleppa mér yfir leikjum,“ segir hann og hlær. Hvort hann fari nú að sparka í bolta með barnabörnunum segir hann það ekki útilokað. „Það er aldrei að vita nema ég sparki kannski eitt spark allavega.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Hannes Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins, var án efa maður leiksins síðastliðinn laugardag eftir að hafa varið vítaspyrnu frá einum besta knattspyrnumanni heims, Lionel Messi. Aðdáendahópur hans er stór og er Jón Steindór Valdimarsson, tengdafaðir Hannesar og alþingismaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, þar á meðal. Jón er þó ekki staddur í Rússlandi þar sem hann ásamt öðrum ömmum og öfum í fjölskyldunni tók það að sér að hlúa að börnunum á meðan Halla Jónsdóttir, dóttir Jóns Steindórs og eiginkona Hannesar, styður sinn mann austanhafs.Sjá einnig: Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi „Ég sá þennan fræga leik í Gilinu á Akureyri. Það fór nú eiginlega þannig að ég hélt um stund að ég hefði varið vítið sjálfur, ég fékk allar þakkirnar,“ segir Jón Steindór og hlær en hann var þar einnig að fagna 40 ára stúdentsafmæli.Það var söguleg stund þegar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá sjálfum Lionel Messi.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það voru svo margir ánægðir með tengslin og það er svo eðlilegt að öllum finnist þeir eiga smá hlut í Hannesi.“ Jón Steindór er stoltur af tengdasyni sínum og ber honum söguna vel. „Hannes er mikill gæðadrengur og hraustur. Hann er búinn að standa sig afar vel,“ segir hann.„Það hlýtur að vera draumur hvers markmanns að verja vítaspyrnu frá einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, eins og hann orðaði það sjálfur er það líklega draumur sem varð að veruleika, toppurinn á tilverunni.“ Jón Steindór er bjartsýnn á framhaldið og segir að íslenska landsliðið hafi sýnt og sannað að allt geti gerst. „Þessir strákar gera allt sem þeir geta og saman eru þeir afl.“ Sjálfur segist Jón Steindór ekki hafa verið mikill fótboltaáhugamaður en viðurkennir að eftir að Hannes kom inn í líf fjölskyldunnar hafi áhugi hans aukist til muna. „Ég er allt í einu farinn að horfa mikið á fótbolta, aðallega þegar Hannes er að spila. Ég leyfi mér alveg að sleppa mér yfir leikjum,“ segir hann og hlær. Hvort hann fari nú að sparka í bolta með barnabörnunum segir hann það ekki útilokað. „Það er aldrei að vita nema ég sparki kannski eitt spark allavega.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00
Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00
„Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30