„Íslenska liðið er hæfileikalaust og ofmetið og má fokka sér“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2018 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu fá ekki góðar kveðjur frá Hollandi. Vísir/Andri Marinó The Guardian birtir skemmtilega grein á heimasíðu sinni dag þar sem stuðningsmenn þeirra þjóða sem ekki komust á HM eru spurðir með hverjum þeir ætla að halda í Rússlandi og hvaða liði þeir halda á móti. Eins og búast mátti við eru margir sem ætla að halda með Íslandi. Þar má nefna Katalóníu, Færeyjar, Gana, Ítalíu og Norður-Írland. „Ég held með Íslandi. Það er ekki hægt annað en að halda með þjóð sem telur ekki fleiri en 335.000 keppa á stærsta sviðinu,“ segir ítalski stuðningsmaðurinn og sá katalónski er einnig hrifinn. „Ég held með Íslandi og Argentínu. Íslenska liðið var magnað í undankeppninni en ég býst ekki við að það vinni HM. Þegar að það dettur út held ég með Argentínu út af Messi. Ég er frá Barcelona.“Þessi dagur var erfiðari fyrir Hollendinga en við héldum greinilega.vísir/gettyFæreyski stuðningsmaðurinn segist halda með Íslandi því það eru frændur sínir og Ganverjinn hreifst af frammistöðu og baráttuanda íslensku strákanna á EM 2016. Það er aðeins einn stuðningsmaður sem segist halda á móti Íslandi og það er Hollendingurinn. Hollendingar eru greinilega enn í sárum eftir skellina tvo sem þeir fengu í undankeppni EM 2016 gegn Íslandi en hollenska liðið var skilið eftir í riðlakeppninni. „Ísland má fokka sér. Fyrir tveimur árum heilluðustu allir af hvað þeir voru flottir og heiðarlegir á velli og allar fjölskyldurnar þeirra voru í stúkunni og eitthvað,“ segir sá hollenski og heldur reiður áfram: „Það voru allir heillaðir af hversu mikið þeir lögðu á sig og hversu mikil liðsheild þetta var. En, þetta lið er algjörlega hæfileikalaust, ofmetið og pirrandi. Út með það“ segir stuðningsmaður Hollands. Pirringur þess hollenska verður líklega ekkert minni þegar að strákarnir okkar ganga út á völlinn í Moskvu 16. júní til leiks á móti Argentínu en hollenska landsliðið verður heima að þessu sinni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
The Guardian birtir skemmtilega grein á heimasíðu sinni dag þar sem stuðningsmenn þeirra þjóða sem ekki komust á HM eru spurðir með hverjum þeir ætla að halda í Rússlandi og hvaða liði þeir halda á móti. Eins og búast mátti við eru margir sem ætla að halda með Íslandi. Þar má nefna Katalóníu, Færeyjar, Gana, Ítalíu og Norður-Írland. „Ég held með Íslandi. Það er ekki hægt annað en að halda með þjóð sem telur ekki fleiri en 335.000 keppa á stærsta sviðinu,“ segir ítalski stuðningsmaðurinn og sá katalónski er einnig hrifinn. „Ég held með Íslandi og Argentínu. Íslenska liðið var magnað í undankeppninni en ég býst ekki við að það vinni HM. Þegar að það dettur út held ég með Argentínu út af Messi. Ég er frá Barcelona.“Þessi dagur var erfiðari fyrir Hollendinga en við héldum greinilega.vísir/gettyFæreyski stuðningsmaðurinn segist halda með Íslandi því það eru frændur sínir og Ganverjinn hreifst af frammistöðu og baráttuanda íslensku strákanna á EM 2016. Það er aðeins einn stuðningsmaður sem segist halda á móti Íslandi og það er Hollendingurinn. Hollendingar eru greinilega enn í sárum eftir skellina tvo sem þeir fengu í undankeppni EM 2016 gegn Íslandi en hollenska liðið var skilið eftir í riðlakeppninni. „Ísland má fokka sér. Fyrir tveimur árum heilluðustu allir af hvað þeir voru flottir og heiðarlegir á velli og allar fjölskyldurnar þeirra voru í stúkunni og eitthvað,“ segir sá hollenski og heldur reiður áfram: „Það voru allir heillaðir af hversu mikið þeir lögðu á sig og hversu mikil liðsheild þetta var. En, þetta lið er algjörlega hæfileikalaust, ofmetið og pirrandi. Út með það“ segir stuðningsmaður Hollands. Pirringur þess hollenska verður líklega ekkert minni þegar að strákarnir okkar ganga út á völlinn í Moskvu 16. júní til leiks á móti Argentínu en hollenska landsliðið verður heima að þessu sinni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira