„Borgarbúar geta treyst því að þær ganga vel og örugglega“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 10:41 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segist vera í góðu yfirlæti í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Vísir/vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að viðræður um myndun meirihluta miði vel áfram. „Borgarbúar geta treyst því að þær [viðræðurnar] ganga vel og örugglega. Við erum bara að þræða okkur í gegnum málefnin. Það í rauninni bara gengur mjög vel. Við fórum af stað í þessar formlegu viðræður eftir að við vorum búin að heyra í öllum oddvitum flestra flokka á báðum vængjum og átta okkur á stöðunni. Við höfðum mikla trú á því hvar samleiðin lægi og hvar ekki áður en við fórum af stað. Þetta gengur bara vel.“ Þórdís Lóa segir að hún hafi rætt við oddvita flestra flokka á báðum vængjum áður en hún ákvað að ganga til viðræðna með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum.Vísir/vilhelmÞetta sagði Þórdís Lóa sem var í símaviðtali í Bítínu í morgun. Flokkarnir sem eiga í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavík funda áfram í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en Þórdís Lóa segir að þau séu í góðu yfirlæti í skólanum. Fundur hófst klukkan níu í morgun. Í gær voru velferðar-og menntamál á dagskrá auk þess sem þjónustu-og lýðræðismál voru rædd. Þegar Þórdís Lóa er spurð hvort myndun meirihluta með þeim flokkum sem ræða nú saman hafi verið í samræmi við úrslit sveitarstjórnarkosninga svarar Þórdís Lóa:Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Þórhallsdóttir, oddviti Pírata og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm„Já, ég segi nú svo sem ekkert við því annað en bara að þetta er niðurstaðan. Þetta var nú líka niðurstaðan í alþingiskosningunum, við skulum nú ekki gleyma því, það er hálft ár síðan þær voru, og þá var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fór niður um 3,4% og Framsóknarflokkurinn líka en nú eru þessir flokkar í ríkisstjórn,“ segir Þórdís Lóa og bætir við: „Þetta er náttúrulega bara þannig að það er kosið og koma niðurstöður. Við vorum í oddastöðu og fórum yfir þetta landslag allt. Þetta var niðurstaðan að þarna væri málefnunum best varið. Það er niðurstaðan og þá er það væntanlega niðurstaða kosninganna líka.“ Þórdís Lóa segir að flokkarnir ætli að halda áfram að vinna í þeim málaflokkum sem þeir unnu að í gær og halda áfram á þeirri vegferð; „svo leiðir þetta nú bara eitt af öðru en viðræðurnar sjálfar eru algjört trúnaðarmál.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Meirihlutaviðræður halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 1. júní 2018 10:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að viðræður um myndun meirihluta miði vel áfram. „Borgarbúar geta treyst því að þær [viðræðurnar] ganga vel og örugglega. Við erum bara að þræða okkur í gegnum málefnin. Það í rauninni bara gengur mjög vel. Við fórum af stað í þessar formlegu viðræður eftir að við vorum búin að heyra í öllum oddvitum flestra flokka á báðum vængjum og átta okkur á stöðunni. Við höfðum mikla trú á því hvar samleiðin lægi og hvar ekki áður en við fórum af stað. Þetta gengur bara vel.“ Þórdís Lóa segir að hún hafi rætt við oddvita flestra flokka á báðum vængjum áður en hún ákvað að ganga til viðræðna með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum.Vísir/vilhelmÞetta sagði Þórdís Lóa sem var í símaviðtali í Bítínu í morgun. Flokkarnir sem eiga í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavík funda áfram í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en Þórdís Lóa segir að þau séu í góðu yfirlæti í skólanum. Fundur hófst klukkan níu í morgun. Í gær voru velferðar-og menntamál á dagskrá auk þess sem þjónustu-og lýðræðismál voru rædd. Þegar Þórdís Lóa er spurð hvort myndun meirihluta með þeim flokkum sem ræða nú saman hafi verið í samræmi við úrslit sveitarstjórnarkosninga svarar Þórdís Lóa:Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Þórhallsdóttir, oddviti Pírata og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm„Já, ég segi nú svo sem ekkert við því annað en bara að þetta er niðurstaðan. Þetta var nú líka niðurstaðan í alþingiskosningunum, við skulum nú ekki gleyma því, það er hálft ár síðan þær voru, og þá var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fór niður um 3,4% og Framsóknarflokkurinn líka en nú eru þessir flokkar í ríkisstjórn,“ segir Þórdís Lóa og bætir við: „Þetta er náttúrulega bara þannig að það er kosið og koma niðurstöður. Við vorum í oddastöðu og fórum yfir þetta landslag allt. Þetta var niðurstaðan að þarna væri málefnunum best varið. Það er niðurstaðan og þá er það væntanlega niðurstaða kosninganna líka.“ Þórdís Lóa segir að flokkarnir ætli að halda áfram að vinna í þeim málaflokkum sem þeir unnu að í gær og halda áfram á þeirri vegferð; „svo leiðir þetta nú bara eitt af öðru en viðræðurnar sjálfar eru algjört trúnaðarmál.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Meirihlutaviðræður halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 1. júní 2018 10:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50
Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08
Meirihlutaviðræður halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 1. júní 2018 10:45