Tólfumenn drifu sig í bólusetningu fyrir HM Sighvatur skrifar 7. júní 2018 06:00 Meðlimir Tólfunnar undirbúa sig nú fyrir HM og hafa stjórnarmenn meðal annars drifið sig í bólusetningu áður en þeir halda utan. Vísir/Ernir Stjórnarmenn stuðningsmannasveitarinnar Tólfunnar vildu hafa vaðið fyrir neðan sig og drifu sig í bólusetningu fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Sveinn Ásgeirsson, varaformaður Tólfunnar, viðurkennir að hafa ekki pælt í þessu fyrr en hann sá umfjöllun um ráðleggingar sóttvarnalæknis vegna ferða til Rússlands. „Ég fór nú bara í bólusetningu í gærmorgun. Flestir okkar hafa verið að fara síðustu daga.“ Sveinn verður hluti af hópi Tólfumanna á leiknum gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur töluvert verið hringt og spurst fyrir um bólusetningar vegna ferða til Rússlands. Undanfarið hafi orðið einhver fjölgun á bólusetningum en ekki sé hægt að fullyrða hvort það sé eingöngu vegna HM. Til að mynda hafi stórir hópar nýstúdenta farið í útskrifarferðir til Mexíkó síðustu daga sem gæti skýrt hluta af aukningunni. „Almennt hvetjum við fólk til að huga að bólusetningum. Það þarf hver og einn að bera ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hjá Embætti landlæknis. Sérstaklega er minnst á mislinga í ráðleggingum sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að skipulegar bólusetningar gegn mislingum hafi hafist hér á landi 1976 og nánast alla Íslendinga fædda fyrir 1970 hafa fengið mislinga. Þeir hafi því lítið að óttast. Hins vegar séu alltaf einhverjir sem missi af bólusetningum. Líkurnar á því séu meiri hjá þeim sem fæddir séu um það leyti sem breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi bólusetninga. Þórólfur segir mislingatilfelli reglulega koma upp í Evrópu. Á síðasta ári greindust rúmlega 20 þúsund tilfelli í álfunni sem var mikil fjölgun frá árinu áður. Rúmlega þrír fjórðu hlutar þessara tilfella komu upp í Rúmeníu, á Ítalíu og í Úkraínu. Í Rússlandi var tilkynnt um 408 tilfelli en til samanburðar voru þau 927 í Þýskalandi og 520 í Frakklandi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. 1. júní 2018 10:00 Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Það er ógeðslega erfitt að segja nei, segir Benni bongó. 4. júní 2018 12:01 Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. 1. júní 2018 14:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Stjórnarmenn stuðningsmannasveitarinnar Tólfunnar vildu hafa vaðið fyrir neðan sig og drifu sig í bólusetningu fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Sveinn Ásgeirsson, varaformaður Tólfunnar, viðurkennir að hafa ekki pælt í þessu fyrr en hann sá umfjöllun um ráðleggingar sóttvarnalæknis vegna ferða til Rússlands. „Ég fór nú bara í bólusetningu í gærmorgun. Flestir okkar hafa verið að fara síðustu daga.“ Sveinn verður hluti af hópi Tólfumanna á leiknum gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur töluvert verið hringt og spurst fyrir um bólusetningar vegna ferða til Rússlands. Undanfarið hafi orðið einhver fjölgun á bólusetningum en ekki sé hægt að fullyrða hvort það sé eingöngu vegna HM. Til að mynda hafi stórir hópar nýstúdenta farið í útskrifarferðir til Mexíkó síðustu daga sem gæti skýrt hluta af aukningunni. „Almennt hvetjum við fólk til að huga að bólusetningum. Það þarf hver og einn að bera ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hjá Embætti landlæknis. Sérstaklega er minnst á mislinga í ráðleggingum sóttvarnalæknis. Þórólfur segir að skipulegar bólusetningar gegn mislingum hafi hafist hér á landi 1976 og nánast alla Íslendinga fædda fyrir 1970 hafa fengið mislinga. Þeir hafi því lítið að óttast. Hins vegar séu alltaf einhverjir sem missi af bólusetningum. Líkurnar á því séu meiri hjá þeim sem fæddir séu um það leyti sem breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi bólusetninga. Þórólfur segir mislingatilfelli reglulega koma upp í Evrópu. Á síðasta ári greindust rúmlega 20 þúsund tilfelli í álfunni sem var mikil fjölgun frá árinu áður. Rúmlega þrír fjórðu hlutar þessara tilfella komu upp í Rúmeníu, á Ítalíu og í Úkraínu. Í Rússlandi var tilkynnt um 408 tilfelli en til samanburðar voru þau 927 í Þýskalandi og 520 í Frakklandi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. 1. júní 2018 10:00 Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Það er ógeðslega erfitt að segja nei, segir Benni bongó. 4. júní 2018 12:01 Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. 1. júní 2018 14:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Varaformaður Tólfunnar í viðtali hjá Sky: „Ekki hræddir við Rússland“ Sky Sports fréttastofan er með ítarlega umfjöllun um íslenska stuðningsmenn á vefsíðu sinni og varaformaður Tólfunnar segir að þeir séu klárir í slaginn. Hann veit ekki hversu margir fara til Rússlands í sumar. 1. júní 2018 10:00
Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Það er ógeðslega erfitt að segja nei, segir Benni bongó. 4. júní 2018 12:01
Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. 1. júní 2018 14:00