Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2018 16:45 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/AP Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. Hann sagði Ísrael ekki hafa skipt sér af styrjöldinni í Sýrlandi hingað til en aukin áhrif Íran þar í landi leiddu til þess að endurskoða þyrfti athafnaleysið. Sagði hann sérstaklega að Assad sjálfur væri ekki lengur ónæmur fyrir árásum. „Hann er ekki lengur ónæmur, ríkisstjórn hans er ekki lengur ónæm. Ef hann skýtur á okkur, eins og við höfum sýnt, munum við eyða sveitum hans,“ sagði Netanyahu á fundi í London í dag.Hann sagði að Sýrlendingar yrðu að skilja að Ísrael mundi ekki sætta sig við að íranski herinn komi sér fyrir í Sýrlandi. Þá gaf sagði Netanyahu að vera Írana í Sýrlandi skapaði ógn fyrir sveitir Assad. Þau ummæli forsætisráðherrans um að Ísrael hafi ekki skipt sér af styrjöldinni í Sýrlandi er þó ekki rétt. Ísraelsmenn hafa reglulega gert árásir á Hezbollah og Írani í Sýrlandi. Í síðasta mánuði voru gerðar árásir á tuga skotmarka í Sýrlandi eftir að eldflaugum var skotið þaðan á Gólan hæðir. Yfirvöld Ísrael sögðu Írani hafa gert árásirnar og gerðu þeir í kjölfarið umfangsmiklar árásir í Sýrlandi og sögðust hafa valdið verulegum skaða á innviðum Íran þar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiSagði kjarnorkusamkomulagið úr myndinniNetanyahu er nú að ljúka þriggja daga ferðalagi um Evrópu en hann byrjaði í Berlín og fór síðan til Parísar þar sem hann ræddi við Angelu Merkel og Emmanuel Macron. Nú í dag talaði hann við Theresu May og var kjarnorkusamkomulagið við Íran til umræðu. Merkel, Macron og May hafa reynt að halda lífi í samkomulaginu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá því og tilkynnti nýjar refsiaðgerðir gegn Íran. Netanyahu sagði samkomulagið úr myndinni. Efnahagsstyrkur Bandaríkjanna væri nú að sjá um það. „Þið verðið að velja hvort þið viljið eiga í viðskiptum við Íran eða Bandaríkin. Það er auðveld ákvörðun og allir eru að velja rétt.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Eldflaugum skotið á bækistöðvar íranskra hermanna í norðurhluta Sýrlands. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íranar telja Ísraela hins vegar líklegasta. Írönsk yfirvöld hafna því að íranskir hermenn hafi fallið í árásunum. 1. maí 2018 06:00 Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. Hann sagði Ísrael ekki hafa skipt sér af styrjöldinni í Sýrlandi hingað til en aukin áhrif Íran þar í landi leiddu til þess að endurskoða þyrfti athafnaleysið. Sagði hann sérstaklega að Assad sjálfur væri ekki lengur ónæmur fyrir árásum. „Hann er ekki lengur ónæmur, ríkisstjórn hans er ekki lengur ónæm. Ef hann skýtur á okkur, eins og við höfum sýnt, munum við eyða sveitum hans,“ sagði Netanyahu á fundi í London í dag.Hann sagði að Sýrlendingar yrðu að skilja að Ísrael mundi ekki sætta sig við að íranski herinn komi sér fyrir í Sýrlandi. Þá gaf sagði Netanyahu að vera Írana í Sýrlandi skapaði ógn fyrir sveitir Assad. Þau ummæli forsætisráðherrans um að Ísrael hafi ekki skipt sér af styrjöldinni í Sýrlandi er þó ekki rétt. Ísraelsmenn hafa reglulega gert árásir á Hezbollah og Írani í Sýrlandi. Í síðasta mánuði voru gerðar árásir á tuga skotmarka í Sýrlandi eftir að eldflaugum var skotið þaðan á Gólan hæðir. Yfirvöld Ísrael sögðu Írani hafa gert árásirnar og gerðu þeir í kjölfarið umfangsmiklar árásir í Sýrlandi og sögðust hafa valdið verulegum skaða á innviðum Íran þar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiSagði kjarnorkusamkomulagið úr myndinniNetanyahu er nú að ljúka þriggja daga ferðalagi um Evrópu en hann byrjaði í Berlín og fór síðan til Parísar þar sem hann ræddi við Angelu Merkel og Emmanuel Macron. Nú í dag talaði hann við Theresu May og var kjarnorkusamkomulagið við Íran til umræðu. Merkel, Macron og May hafa reynt að halda lífi í samkomulaginu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá því og tilkynnti nýjar refsiaðgerðir gegn Íran. Netanyahu sagði samkomulagið úr myndinni. Efnahagsstyrkur Bandaríkjanna væri nú að sjá um það. „Þið verðið að velja hvort þið viljið eiga í viðskiptum við Íran eða Bandaríkin. Það er auðveld ákvörðun og allir eru að velja rétt.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Eldflaugum skotið á bækistöðvar íranskra hermanna í norðurhluta Sýrlands. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íranar telja Ísraela hins vegar líklegasta. Írönsk yfirvöld hafna því að íranskir hermenn hafi fallið í árásunum. 1. maí 2018 06:00 Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Eldflaugum skotið á bækistöðvar íranskra hermanna í norðurhluta Sýrlands. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íranar telja Ísraela hins vegar líklegasta. Írönsk yfirvöld hafna því að íranskir hermenn hafi fallið í árásunum. 1. maí 2018 06:00
Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45
Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55
Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09
Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00