Brynjar Þór: Verður skrítið að spila fyrir fólk sem hefur fundist ég vera óþolandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júní 2018 13:27 Brynjar Þór við undirskriftina í dag. tindastóll „Tilfinningin að fara í annan búning en KR-búninginn er svolítið skrítin. Ég get alveg viðurkennt það,“ segir Brynjar Þór Björnsson sem skrifaði undir samning við Tindastól í dag. Mikil blóðtaka fyrir Íslandsmeistara KR en að sama skapi gríðarlegur hvalreki fyrir Stólana. „Það er furðulegt að hugsa til þess að ég verði ekki í svarthvítu næsta vetur. Á sama tíma er þetta mikið ævintýri fyrir mig og fjölskylduna að fara norður og upplifa nýja hluti,“ segir Brynjar en eiginkona hans var að fá vinnu sem læknir í Skagafirðinum og því ákvað fjölskyldan að flytja norður. „Það er svona rúm vika síðan við ákváðum að kýla á þetta. Skoðuðum allt fyrir norðan um síðustu helgi. Þetta er næsta skref á ferlinum hjá frúnni og okkur líst vel á þetta. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég sagði við KR-ingana að það kæmi ekki til greina að fara í annað lið á höfuðborgarsvæðinu eða næsta nágrenni. Það væri bara KR eða Tindastóll í stöðunni. Okkur hlakkar til að flytja út á land og prófa hvernig er að búa út á landi.“Brynjar í leik gegn Stólunum.vísir/báraBrynjar Þór hefur oft reynst Stólunum óþægur ljár í þúfu og í úrslitunum síðast kláraði hann lykilleik á Króknum með ótrúlegri körfu. Karfa sem fór langt með að landa titlinum. Hann hefur oft fengið að heyra það frá fólkinu í Skagafirðinum en nú fer það að hvetja hann til dáða. „Það verður sérstök tilfinning. Ég hugsaði að það væri svolítið skrítið að spila fyrir fólk sem hefur látið mann heyra það í mörg ár og finnst ég vera óþolandi. Ég er búinn að ræða við fólk á Króknum og það hefur ekki neinar áhyggjur af öðru en að það snúist á sveif með mér þegar ég er í þeirra liði. Ef árangur næst líka og tala ekki um ef við vinnum þennan stóra þá er þetta fljótt að gleymast. Vonandi fer maður í sögubækurnar sem ljúfmenni þarna fyrir norðan,“ segir Brynjar léttur en hann á ekki von á neinu öðru en góðum móttökum er hann mætir aftur í DHL-höllina. „Ég býst við frábærum móttökum. Ég á ekki von á öðru en að það verði klappað fyrir mér. Ég get lítið meira gert sem leikmaður fyrir KR. Búinn að vinna alla titla og er einnig leikja- og stigahæsti leikmaður félagsins. Ég hef náð öllum markmiðum mínum með KR.“ Brynjar er þegar farinn að leiða hugann að þeirri sérstöku stund er hann kemur í KR-heimilið sem andstæðingur KR. „Það verður mjög skrítið. Ég er búinn að vera þarna síðan ég var fimm ára og öll mín fjölskylda er KR-ingar. Hjartað verður alltaf svarthvítt þó maður skipti um lið.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór orðinn leikmaður Tindastóls Fyrirliði Íslandsmeistara KR, Brynjar Þór Björnsson, mun ekki hjálpa KR að verja titilinn næsta vetur því hann hefur samið við helsta keppinaut KR, Tindastól. 8. júní 2018 12:56 Brynjar skilur eftir sig magnaða tölfræði og mörg met sem leikmaður KR Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson hefur yfirgefið KR og samið við Tindastól í Domino´s deild karla eins og fram kom á Vísi fyrr í dag. 8. júní 2018 13:25 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Sjá meira
„Tilfinningin að fara í annan búning en KR-búninginn er svolítið skrítin. Ég get alveg viðurkennt það,“ segir Brynjar Þór Björnsson sem skrifaði undir samning við Tindastól í dag. Mikil blóðtaka fyrir Íslandsmeistara KR en að sama skapi gríðarlegur hvalreki fyrir Stólana. „Það er furðulegt að hugsa til þess að ég verði ekki í svarthvítu næsta vetur. Á sama tíma er þetta mikið ævintýri fyrir mig og fjölskylduna að fara norður og upplifa nýja hluti,“ segir Brynjar en eiginkona hans var að fá vinnu sem læknir í Skagafirðinum og því ákvað fjölskyldan að flytja norður. „Það er svona rúm vika síðan við ákváðum að kýla á þetta. Skoðuðum allt fyrir norðan um síðustu helgi. Þetta er næsta skref á ferlinum hjá frúnni og okkur líst vel á þetta. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég sagði við KR-ingana að það kæmi ekki til greina að fara í annað lið á höfuðborgarsvæðinu eða næsta nágrenni. Það væri bara KR eða Tindastóll í stöðunni. Okkur hlakkar til að flytja út á land og prófa hvernig er að búa út á landi.“Brynjar í leik gegn Stólunum.vísir/báraBrynjar Þór hefur oft reynst Stólunum óþægur ljár í þúfu og í úrslitunum síðast kláraði hann lykilleik á Króknum með ótrúlegri körfu. Karfa sem fór langt með að landa titlinum. Hann hefur oft fengið að heyra það frá fólkinu í Skagafirðinum en nú fer það að hvetja hann til dáða. „Það verður sérstök tilfinning. Ég hugsaði að það væri svolítið skrítið að spila fyrir fólk sem hefur látið mann heyra það í mörg ár og finnst ég vera óþolandi. Ég er búinn að ræða við fólk á Króknum og það hefur ekki neinar áhyggjur af öðru en að það snúist á sveif með mér þegar ég er í þeirra liði. Ef árangur næst líka og tala ekki um ef við vinnum þennan stóra þá er þetta fljótt að gleymast. Vonandi fer maður í sögubækurnar sem ljúfmenni þarna fyrir norðan,“ segir Brynjar léttur en hann á ekki von á neinu öðru en góðum móttökum er hann mætir aftur í DHL-höllina. „Ég býst við frábærum móttökum. Ég á ekki von á öðru en að það verði klappað fyrir mér. Ég get lítið meira gert sem leikmaður fyrir KR. Búinn að vinna alla titla og er einnig leikja- og stigahæsti leikmaður félagsins. Ég hef náð öllum markmiðum mínum með KR.“ Brynjar er þegar farinn að leiða hugann að þeirri sérstöku stund er hann kemur í KR-heimilið sem andstæðingur KR. „Það verður mjög skrítið. Ég er búinn að vera þarna síðan ég var fimm ára og öll mín fjölskylda er KR-ingar. Hjartað verður alltaf svarthvítt þó maður skipti um lið.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór orðinn leikmaður Tindastóls Fyrirliði Íslandsmeistara KR, Brynjar Þór Björnsson, mun ekki hjálpa KR að verja titilinn næsta vetur því hann hefur samið við helsta keppinaut KR, Tindastól. 8. júní 2018 12:56 Brynjar skilur eftir sig magnaða tölfræði og mörg met sem leikmaður KR Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson hefur yfirgefið KR og samið við Tindastól í Domino´s deild karla eins og fram kom á Vísi fyrr í dag. 8. júní 2018 13:25 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Sjá meira
Brynjar Þór orðinn leikmaður Tindastóls Fyrirliði Íslandsmeistara KR, Brynjar Þór Björnsson, mun ekki hjálpa KR að verja titilinn næsta vetur því hann hefur samið við helsta keppinaut KR, Tindastól. 8. júní 2018 12:56
Brynjar skilur eftir sig magnaða tölfræði og mörg met sem leikmaður KR Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson hefur yfirgefið KR og samið við Tindastól í Domino´s deild karla eins og fram kom á Vísi fyrr í dag. 8. júní 2018 13:25
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn