Faðir Viðars Arnar: Við erum ekki að fara á æfingamót í Bandaríkjunum, við erum að fara á HM í knattspyrnu Einar Sigurvinsson skrifar 9. júní 2018 10:45 Viðar Örn Kjartansson. vísir/andri marinó „Menn eru valdir í landsliðið út á frammistöðu með sínu félagsliði, ég trúi bara ekki öðru. Þess vegna voru þetta gríðarleg vonbrigði,“ segir Kjartan Björnsson, faðir Viðars Arnar Kjartanssonar, sóknarmanns Maccabi Tel Aviv. Viðar Örn var ekki valinn í 23-manna hóp Íslands fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar en Kjartan sagði skoðun sína á því við Reykjavík síðdegis í gær. „Hann er markahæstur ásamt tveimur öðrum árið 2013 í Pepsi-deildinni. Hann er 2014 markahæstur í Noregi með 25 mörk. Hann er 2015 fjórði markahæstur í Kína og bikarmeistari. Síðan 2016 er hann markahæstur í Ísrael,“ sagði Kjartan. Viðar Örn hefur á ferlinum skorað 149 mörk í 272 leikjum. „Ég veit ekki til þess að neinir af þessum keppendum hans hafi náð þessum árangri, en þetta er sennilega ekki nógu mikill árangur. Þá bara er það mat þjálfaranna.“ „Á hvaða forsendum velja menn leikmenn? Það er vanur og reyndur varamarkvörður sem er ekki valinn í liðið. Tveir ungir menn valdir. En við erum ekki að fara á æfingamót í Bandaríkjunum, við erum að fara á HM í knattspyrnu. Þá hljóta menn að velja reynsluna umfram einhverja tímabundna getu og á forsendum frammistöðu með sínu félagsliði.“ Kjartan var einnig ósáttur með blaðamenn fyrir litla gagnrýni á val landsliðsþjálfaranna. „Það var haldinn blaðamannafundum um valið á liðinu og þá trúir maður því og treystir að spurðar séu gagnrýnar spurningar. En nei. Það var að vísu tengdafaðir sem spyr gagnrýnnar spurningar en hinir bara spila allir með.“ Þar minnist Kjartan á Steinar Skarphéðinn Jónsson, tengdafaðir Ögmundar Kristinssonar. Steinar spurði á blaðamannafundinum hvort val landsliðsþjálfaranna hefði verið faglegt. „Mér finnst allt í lagi að blaðamenn á Íslandi sýni örlitla vitleitni til þess að spyrja gagnrýnna spurninga. Það er eitthvað allsherjar partý í gangi og það má ekki setja neinn skugga á það. En á bak við þetta eru allskonar skoðanir og tilfinningar og þar hafa blaðamenn alls ekki staðið sig.“ Aldrei fengið skýringu frá þjálfurumViðar Örn í leik með Maccabi.vísir/gettyKjartan veit ekki til þess að Viðar hafi ekki verið valinn í landsliðið vegna einhverra annarra þátta en frammistöðu sinnar. Fyrir landsliðsverkefni í nóvember 2016 sást til Viðars Arnars drekka áfengi, en þeirri drykkju var lokið að sögn Viðars 12 klukkustundum áður en hann kom til móts við landsliðið. „Það mál er alveg sér kafli út af fyrir sig. Þá var hann í fríi og menn hafa leyfi til þess að gera það sem þeir vilja gera þegar þeir eru í fríi. Benedikt Bóas fór í þetta mál fjórum eða fimm mánuðum seinna og það var mjög ósmekklegt af hans hálfu.“ Hið rétta er að Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis spurði Heimi út í atvikið á blaðamannafundi í mars, þá fjórum mánuðum eftir atvikið. „Heimir eða landsliðsþjálfararnir hafa aldrei útskýrt það, hvorki 2016 né núna 2018, hvað í rauninni býr þarna að baki. En aðalatriðið er þetta. Þú velur auðvitað besta liðið sem þú telur að geti staðið sig og það er væntanlega á forsendum einhverra hluta. Það er það sem ég er svo undrandi á.“ Þá segir Kjartan að Heimir Hallgrímsson hafi reynst þeim feðgum vel. „Þjálfarinn hins vegar hafði þau áhrif á okkur árið 2009 að hann fékk Viðar til þess að koma til Vestmannaeyja. Við bárum alveg ómælda virðingu fyrir manninum á þeim árum. En hlutirnir þróast og breytast.“ „Ég ætla ekki að vera einhver grenjukall hérna. Ég náttúrulega styð bara íslenska landsliðið,“ sagði Kjartan að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
„Menn eru valdir í landsliðið út á frammistöðu með sínu félagsliði, ég trúi bara ekki öðru. Þess vegna voru þetta gríðarleg vonbrigði,“ segir Kjartan Björnsson, faðir Viðars Arnar Kjartanssonar, sóknarmanns Maccabi Tel Aviv. Viðar Örn var ekki valinn í 23-manna hóp Íslands fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar en Kjartan sagði skoðun sína á því við Reykjavík síðdegis í gær. „Hann er markahæstur ásamt tveimur öðrum árið 2013 í Pepsi-deildinni. Hann er 2014 markahæstur í Noregi með 25 mörk. Hann er 2015 fjórði markahæstur í Kína og bikarmeistari. Síðan 2016 er hann markahæstur í Ísrael,“ sagði Kjartan. Viðar Örn hefur á ferlinum skorað 149 mörk í 272 leikjum. „Ég veit ekki til þess að neinir af þessum keppendum hans hafi náð þessum árangri, en þetta er sennilega ekki nógu mikill árangur. Þá bara er það mat þjálfaranna.“ „Á hvaða forsendum velja menn leikmenn? Það er vanur og reyndur varamarkvörður sem er ekki valinn í liðið. Tveir ungir menn valdir. En við erum ekki að fara á æfingamót í Bandaríkjunum, við erum að fara á HM í knattspyrnu. Þá hljóta menn að velja reynsluna umfram einhverja tímabundna getu og á forsendum frammistöðu með sínu félagsliði.“ Kjartan var einnig ósáttur með blaðamenn fyrir litla gagnrýni á val landsliðsþjálfaranna. „Það var haldinn blaðamannafundum um valið á liðinu og þá trúir maður því og treystir að spurðar séu gagnrýnar spurningar. En nei. Það var að vísu tengdafaðir sem spyr gagnrýnnar spurningar en hinir bara spila allir með.“ Þar minnist Kjartan á Steinar Skarphéðinn Jónsson, tengdafaðir Ögmundar Kristinssonar. Steinar spurði á blaðamannafundinum hvort val landsliðsþjálfaranna hefði verið faglegt. „Mér finnst allt í lagi að blaðamenn á Íslandi sýni örlitla vitleitni til þess að spyrja gagnrýnna spurninga. Það er eitthvað allsherjar partý í gangi og það má ekki setja neinn skugga á það. En á bak við þetta eru allskonar skoðanir og tilfinningar og þar hafa blaðamenn alls ekki staðið sig.“ Aldrei fengið skýringu frá þjálfurumViðar Örn í leik með Maccabi.vísir/gettyKjartan veit ekki til þess að Viðar hafi ekki verið valinn í landsliðið vegna einhverra annarra þátta en frammistöðu sinnar. Fyrir landsliðsverkefni í nóvember 2016 sást til Viðars Arnars drekka áfengi, en þeirri drykkju var lokið að sögn Viðars 12 klukkustundum áður en hann kom til móts við landsliðið. „Það mál er alveg sér kafli út af fyrir sig. Þá var hann í fríi og menn hafa leyfi til þess að gera það sem þeir vilja gera þegar þeir eru í fríi. Benedikt Bóas fór í þetta mál fjórum eða fimm mánuðum seinna og það var mjög ósmekklegt af hans hálfu.“ Hið rétta er að Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis spurði Heimi út í atvikið á blaðamannafundi í mars, þá fjórum mánuðum eftir atvikið. „Heimir eða landsliðsþjálfararnir hafa aldrei útskýrt það, hvorki 2016 né núna 2018, hvað í rauninni býr þarna að baki. En aðalatriðið er þetta. Þú velur auðvitað besta liðið sem þú telur að geti staðið sig og það er væntanlega á forsendum einhverra hluta. Það er það sem ég er svo undrandi á.“ Þá segir Kjartan að Heimir Hallgrímsson hafi reynst þeim feðgum vel. „Þjálfarinn hins vegar hafði þau áhrif á okkur árið 2009 að hann fékk Viðar til þess að koma til Vestmannaeyja. Við bárum alveg ómælda virðingu fyrir manninum á þeim árum. En hlutirnir þróast og breytast.“ „Ég ætla ekki að vera einhver grenjukall hérna. Ég náttúrulega styð bara íslenska landsliðið,“ sagði Kjartan að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira