Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2018 06:37 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er ekki hátt skrifaður í Norður-Kóreu. Vísir/Getty Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé „heimskur“ fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. Norður-Kórea muni ekki grátbiðja Bandaríkin um að setjast að samningaborðinu né krefjast þess að fulltrúar Washington mæti á fyrirhugaðan fund í Singapúr um miðjan júní. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa á undanförnum dögum gefið í skyn að ekkert verði af fundinum ef Bandaríkin og Suður-Kórea hætti ekki við sameiginlega heræfingu. Sömuleiðis hafa Norður-Kóreumenn lýst sig verulega andvíga því að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og brugðust þeir reiðir við þeirri tillögu þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem varaforsetinn Pence tók undir, að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn.Sjá einnig: Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verðiÍ grein sem birtist í ríkisútvarpi Norður-Kóreu segir embættismaðurinn Choe Son-hui að Mike Pence hafi látið ýmis „hispurslaus og ósvífin“ ummæli falla á síðustu dögum, til að mynda um að Norður-Kórea gæti endað eins og Líbýa. Choe, sem hefur átt í margvíslegum diplómatískum samskiptum við Bandaríkjastjórn í gegnum árin, segir að varaforsetinn sé „pólitískur fáráðlingur“ fyrir að bera ríkin saman. Líbýa hafi einfaldlega „sett upp smá búnað og hringlað í honum,“ eins og það er haft eftir henni á vef breska ríkisútvarpsins. „Sem einstaklingur sem fylgist með gangi mála í Bandaríkjunum get ég vart orða bundist þegar ég heyri jafn heimskuleg og fáfróð ummæli frá varaforseta Bandaríkjanna.“ Choe bætti við að stjórnvöld í Pjongjang séu ekki að „grátbiðja“ um viðræðurnar og sagði að boltinn væri hjá Bandaríkjunum. „Hvort að Bandaríkjamenn vilja hitta okkur í fundarherberginu eða takast á við okkur í kjarnorkustríði veltur algjörlega á ákvörðunum og hegðun þeirra.“ Talið er að fundur Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu fari fram þann 12. júní næstkomandi. Bandaríkjaforseti hefur þó ýjað að því að honum kunni að vera seinkað. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kona kærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé „heimskur“ fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. Norður-Kórea muni ekki grátbiðja Bandaríkin um að setjast að samningaborðinu né krefjast þess að fulltrúar Washington mæti á fyrirhugaðan fund í Singapúr um miðjan júní. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa á undanförnum dögum gefið í skyn að ekkert verði af fundinum ef Bandaríkin og Suður-Kórea hætti ekki við sameiginlega heræfingu. Sömuleiðis hafa Norður-Kóreumenn lýst sig verulega andvíga því að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og brugðust þeir reiðir við þeirri tillögu þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem varaforsetinn Pence tók undir, að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn.Sjá einnig: Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verðiÍ grein sem birtist í ríkisútvarpi Norður-Kóreu segir embættismaðurinn Choe Son-hui að Mike Pence hafi látið ýmis „hispurslaus og ósvífin“ ummæli falla á síðustu dögum, til að mynda um að Norður-Kórea gæti endað eins og Líbýa. Choe, sem hefur átt í margvíslegum diplómatískum samskiptum við Bandaríkjastjórn í gegnum árin, segir að varaforsetinn sé „pólitískur fáráðlingur“ fyrir að bera ríkin saman. Líbýa hafi einfaldlega „sett upp smá búnað og hringlað í honum,“ eins og það er haft eftir henni á vef breska ríkisútvarpsins. „Sem einstaklingur sem fylgist með gangi mála í Bandaríkjunum get ég vart orða bundist þegar ég heyri jafn heimskuleg og fáfróð ummæli frá varaforseta Bandaríkjanna.“ Choe bætti við að stjórnvöld í Pjongjang séu ekki að „grátbiðja“ um viðræðurnar og sagði að boltinn væri hjá Bandaríkjunum. „Hvort að Bandaríkjamenn vilja hitta okkur í fundarherberginu eða takast á við okkur í kjarnorkustríði veltur algjörlega á ákvörðunum og hegðun þeirra.“ Talið er að fundur Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu fari fram þann 12. júní næstkomandi. Bandaríkjaforseti hefur þó ýjað að því að honum kunni að vera seinkað.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kona kærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53
Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00