Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. maí 2018 11:59 Gylfi Þór er byrjaður að leika boltalistir að nýju Vísir/Vilhelm Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er „bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. Þetta sagði miðjumaðurinn knái í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í dag á æfingu íslenska liðsins. Gylfi Þór meiddist eins og alþjóð veit í leik með Brighton fyrr í vetur. Hann segir endurhæfinguna ganga vel. „Það er vika, tvær vikur síðan ég byrjaði að sparka í bolta. Ég er byrjaður að skjóta núna sem er mjög góð tilfinning. Búinn að vera langur tími en ég er byrjaður að gera flest; hoppa, hlaupa og taka snúninga,“ sagði Gylfi Þór. „Fyrsta daginn eftir meiðslin þá hélt ég að HM væri í hættu, ég gat ekki hreyft hnéð. Síðan gekk þetta mjög vel áður en það kom smá bakslag, var vökvi í hnénu sem þurfti að taka úr og það setti mig aftur um eina til tvær vikur, en ég er á mjög fínum stað núna.“ „Það mikilvægasta sem við erum búnir að gera síðustu vikur er að vera ekkert að flýta okkur. Við höfum nægan tíma, ég er að koma á réttum tíma. Það er engin ástæða fyrir því að vera að flýta sér í æfingar eða fyrsta leik á móti Noreg, málið er að ég þarf að vera heill og klár þegar við mætum til Rússlands.“ Ísland á vináttulandsleiki við Noreg og Gana þann 2. og 7. júní á Laugardalsvelli áður en liðið heldur til Rússlands. Stefnir Gylfi á að spila í þeim leikjum? „Planið er að fá nokkrar mínútur þar. Hversu margar fer eftir því hvernig æfingarnar ganga á næstu dögum og hvernig hnéð tekur því,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Strákarnir okkar eru fallbyssufóður á HM að mati nokkra virtra blaðamanna. 15. maí 2018 15:35 Gylfi byrjaður að sparka í bolta | Myndband Þau frábæru tíðindi bárust af Gylfa Þór Sigurðssyni í dag að hann væri farinn að sparka í bolta á nýjan leik. 17. maí 2018 13:46 Allardyce: Enn langt í Gylfa | Birkir spilar ekki um helgina Sam Allardyce, stjóri Everton, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Gylfi Þór Sigurðsson væri byrjaður að hreyfa sig á ný eftir meiðslin. 27. apríl 2018 09:30 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er „bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. Þetta sagði miðjumaðurinn knái í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í dag á æfingu íslenska liðsins. Gylfi Þór meiddist eins og alþjóð veit í leik með Brighton fyrr í vetur. Hann segir endurhæfinguna ganga vel. „Það er vika, tvær vikur síðan ég byrjaði að sparka í bolta. Ég er byrjaður að skjóta núna sem er mjög góð tilfinning. Búinn að vera langur tími en ég er byrjaður að gera flest; hoppa, hlaupa og taka snúninga,“ sagði Gylfi Þór. „Fyrsta daginn eftir meiðslin þá hélt ég að HM væri í hættu, ég gat ekki hreyft hnéð. Síðan gekk þetta mjög vel áður en það kom smá bakslag, var vökvi í hnénu sem þurfti að taka úr og það setti mig aftur um eina til tvær vikur, en ég er á mjög fínum stað núna.“ „Það mikilvægasta sem við erum búnir að gera síðustu vikur er að vera ekkert að flýta okkur. Við höfum nægan tíma, ég er að koma á réttum tíma. Það er engin ástæða fyrir því að vera að flýta sér í æfingar eða fyrsta leik á móti Noreg, málið er að ég þarf að vera heill og klár þegar við mætum til Rússlands.“ Ísland á vináttulandsleiki við Noreg og Gana þann 2. og 7. júní á Laugardalsvelli áður en liðið heldur til Rússlands. Stefnir Gylfi á að spila í þeim leikjum? „Planið er að fá nokkrar mínútur þar. Hversu margar fer eftir því hvernig æfingarnar ganga á næstu dögum og hvernig hnéð tekur því,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Strákarnir okkar eru fallbyssufóður á HM að mati nokkra virtra blaðamanna. 15. maí 2018 15:35 Gylfi byrjaður að sparka í bolta | Myndband Þau frábæru tíðindi bárust af Gylfa Þór Sigurðssyni í dag að hann væri farinn að sparka í bolta á nýjan leik. 17. maí 2018 13:46 Allardyce: Enn langt í Gylfa | Birkir spilar ekki um helgina Sam Allardyce, stjóri Everton, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Gylfi Þór Sigurðsson væri byrjaður að hreyfa sig á ný eftir meiðslin. 27. apríl 2018 09:30 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Strákarnir okkar eru fallbyssufóður á HM að mati nokkra virtra blaðamanna. 15. maí 2018 15:35
Gylfi byrjaður að sparka í bolta | Myndband Þau frábæru tíðindi bárust af Gylfa Þór Sigurðssyni í dag að hann væri farinn að sparka í bolta á nýjan leik. 17. maí 2018 13:46
Allardyce: Enn langt í Gylfa | Birkir spilar ekki um helgina Sam Allardyce, stjóri Everton, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Gylfi Þór Sigurðsson væri byrjaður að hreyfa sig á ný eftir meiðslin. 27. apríl 2018 09:30