Alfreð: Þarf að skoða hvað ég get gert betur Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2018 13:30 Alfreð Finnbogason ætlaði að spila 30 leiki á síðustu leiktíð. vísir/vilhelm Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg í þýsku 1. deildinni, er mættur til æfinga með íslenska landsliðinu sem hefur formlegan undirbúning fyrir HM 2018 í Rússlandi í næstu viku þegar að allur hópurinn verður kominn saman. Alfreð fór hamförum fyrir Augsburg fyrir áramót og skoraði ellefu mörk í 17 leikjum, þar af tvær þrennur. Hann meiddist svo á kálfa eftir áramót og missti af ellefu af 17 leikjum liðsins á seinni hluta leiktíðar. „Fyrri hlutinn var frábær þar sem að ég spilaði alla leikina og bæði gekk mjög vel hjá liðinu og mér persónulega. Ég næ svo ekki að spila nema sex leiki í seinni hlutanum en þó var mikilvægt fyrir mig að ná þessum síðustu fjórum leikjum til að geta komið í leikæfingu hingað og inn á HM. Það var markmið mitt í þessum meiðslum,“ segir Alfreð.Með Alfreð í stuði gekk Augsburg-liðinu vel fyrir áramót en án hans fór að dala í seinni hlutanum og lenti liðið í smá fallbaráttu sem reddaðist þegar að Alfreð kom aftur úr meiðslunum. „Við náðum ekki að fylgja eftir góðum árangri í seinni hlutanum og þegar maður sjálfur er meiddur er erfitt að hjálpa liðinu. Það var svekkjandi að geta ekki klárað heilt tímabil sem var mitt markmið,“ segir Alfreð. „Aðaltakmarkið mitt fyrir síðustu leiktíð var að spila 30 leiki. Það var leiðinlegt að ná því ekki. Ég þarf bara að skoða hvað ég get gert betur og hvað ég get bætt við mig til að ná heilu góðu tímabili á næstu leiktíð.“ Markahrókurinn viðurkennir að hann dreymir um stærri hluti en Augsburg en hann hefur auðvitað spilað fyrir stórlið á borð við Real Sociedad og Olympiacos. „Ég er alveg hreinskilinn með það, að ég mun skoða mig um ef eitthvað gott býðst. Ég veit hvað ég hef í Augsburg og hef bæði góða og slæma reynslu af því að fara á aðra og stærri staði. Ég mun bara sjá hvað dettur inn í sumar og hvort það verði eitthvað skemmtilegt í boði. Ef ekkert kemur þá held ég áfram glaður og sáttur hjá Augsburg,“ segir Alfreð Finnbogason. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn Bergmann: Held að enginn hafi búist við að ég myndi fara á HM Skagamaðurinn kom óvænt aftur í landsliðið fyrir hálfu öðru ári og hefur ekki litið um öxl. 24. maí 2018 16:00 Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00 Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00 Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg í þýsku 1. deildinni, er mættur til æfinga með íslenska landsliðinu sem hefur formlegan undirbúning fyrir HM 2018 í Rússlandi í næstu viku þegar að allur hópurinn verður kominn saman. Alfreð fór hamförum fyrir Augsburg fyrir áramót og skoraði ellefu mörk í 17 leikjum, þar af tvær þrennur. Hann meiddist svo á kálfa eftir áramót og missti af ellefu af 17 leikjum liðsins á seinni hluta leiktíðar. „Fyrri hlutinn var frábær þar sem að ég spilaði alla leikina og bæði gekk mjög vel hjá liðinu og mér persónulega. Ég næ svo ekki að spila nema sex leiki í seinni hlutanum en þó var mikilvægt fyrir mig að ná þessum síðustu fjórum leikjum til að geta komið í leikæfingu hingað og inn á HM. Það var markmið mitt í þessum meiðslum,“ segir Alfreð.Með Alfreð í stuði gekk Augsburg-liðinu vel fyrir áramót en án hans fór að dala í seinni hlutanum og lenti liðið í smá fallbaráttu sem reddaðist þegar að Alfreð kom aftur úr meiðslunum. „Við náðum ekki að fylgja eftir góðum árangri í seinni hlutanum og þegar maður sjálfur er meiddur er erfitt að hjálpa liðinu. Það var svekkjandi að geta ekki klárað heilt tímabil sem var mitt markmið,“ segir Alfreð. „Aðaltakmarkið mitt fyrir síðustu leiktíð var að spila 30 leiki. Það var leiðinlegt að ná því ekki. Ég þarf bara að skoða hvað ég get gert betur og hvað ég get bætt við mig til að ná heilu góðu tímabili á næstu leiktíð.“ Markahrókurinn viðurkennir að hann dreymir um stærri hluti en Augsburg en hann hefur auðvitað spilað fyrir stórlið á borð við Real Sociedad og Olympiacos. „Ég er alveg hreinskilinn með það, að ég mun skoða mig um ef eitthvað gott býðst. Ég veit hvað ég hef í Augsburg og hef bæði góða og slæma reynslu af því að fara á aðra og stærri staði. Ég mun bara sjá hvað dettur inn í sumar og hvort það verði eitthvað skemmtilegt í boði. Ef ekkert kemur þá held ég áfram glaður og sáttur hjá Augsburg,“ segir Alfreð Finnbogason.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn Bergmann: Held að enginn hafi búist við að ég myndi fara á HM Skagamaðurinn kom óvænt aftur í landsliðið fyrir hálfu öðru ári og hefur ekki litið um öxl. 24. maí 2018 16:00 Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00 Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00 Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Björn Bergmann: Held að enginn hafi búist við að ég myndi fara á HM Skagamaðurinn kom óvænt aftur í landsliðið fyrir hálfu öðru ári og hefur ekki litið um öxl. 24. maí 2018 16:00
Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00
Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00
Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59