Píratar og eldri borgarar - fullkomin samleið Rannveig Ernudóttir skrifar 26. maí 2018 13:30 Velferðarmál eldri borgara þurfa að fá meiri athygli. Eins og við vitum öll búa eldri borgarar sem og reyndar öryrkjar líka, við ýmsar skerðingar. Skerðingar sem við hin sem erum þátttakendur í atvinnulífinu, myndum alls ekki sætta okkur við. Við höfum verkfæri á borð við verkfallsrétt til að mótmæla og fara fram á bættari kjör. Eldri borgarar og öryrkjar hins vegar geta ekki gert það. Þau þurfa að treysta á mannlega ríkisstjórn sem sýnir mannhelgi þeirra virðingu. Ríkisstjórn sem mætir þeim af alúð og skilningi, sem lítur ekki á þau sem bagga, heldur sem mannauð. En hvað vilja Píratar gera fyrir eldri borgara í Reykjavík? Reykjavíkurborg á að vera aldursvæn sem og heilsueflandi borg sem sinnir þörfum allra íbúa sinna. Píratar vilja útrýma einmanaleika eldri borgara og vilja að allir eiga rétt á aðgengi að upplýsingum, þjónustu og samfélaginu. Við viljum leggja niður sjálfbært félagsstarf, sem er ekkert annað en sparnaður falinn í hugmyndafræði, og fá aftur leiðbeinendur í vinnustofurnar. Félagsstarf eldri borgara á ekki að vera byggt á tilviljunarkenndum orkusprautum. Píratar ætla að bæta og efla heimaþjónustu þar sem þarfir einstaklinga, byggt á þeirra eigin huglægum óskum, eiga að vera í fyrirrúmi en ekki hlutlægt mat heimaþjónustunnar. Það þarf að rýmka fyrir því hverjir geta sótt um að komast í þjónustuíbúðir borgarinnar og endurskoða þörfina fyrir dagvistunarúrræði. Eldri borgarar eiga heimtingu á að komast leiðar sinnar allan ársins hring þrátt fyrir snjóþyngsli, hálku og slæm veðurskilyrði. Píratar vilja einnig að notendaráð félagsmiðstöðvanna hafi val um að setja saman sinn eigin matseðil, í samvinnu við kokkinn, eða panta mat frá Vitatorgi. Við viljum því minni miðstýringu og meira íbúalýðræði. Einnig viljum við að félagsmiðstöðvarnar séu opnar á kvöldin og um helgar, að sjálfsögðu eftir eftirspurn, en að valið standi til boða. Þá viljum við auka forvarnarfræðslu fyrir bæði eldri borgara sem og aðstandendur þeirra og auðvitað raf- og snjallvæða alla íbúa borgarinnar, það mun víst vera framtíðin. Þá sjáum við fyrir okkur að hægt verði að nýta akstursþjónustu aldraðra til þess að skila gögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt en einnig að veita aðstoð við það að skila rafrænt. Sú stefna borgarinnar að allir eigi að búa heima eins lengi og unnt er, má ekki á sama tíma verða til þess að þjónustuþörfum einstaklinga sé ekki sinnt. Stefnan má ekki flækjast fyrir þörfum og vilja íbúa. Að lokum eru Píratar mjög hrifnir af alls kyns kynslóðablöndun og viljum við að borgin sé leiðandi í slíkum verkefnum. Brjótum niður aldurslandamæri og blöndumst betur saman í samfélaginu. Það þarf alls konar fólk til að skapa samfélag. Píratar eru alfarið mótfallin þeim kjörum sem eldri borgarar búa við í dag og munum að sjálfsögðu beita þrýstingi við að leggja af tekjuskerðingar eldri borgara. Myndum við sætta okkur við að yfirvinnan myndi kosta okkur grunntekjurnar? Það held ég nú ekki! Látum lífeyri eldri borgara í friði og bjóðum þeim upp á aldursvæna borg! Höfundur er tómstundafræðingur og er í 4. sæti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Rannveig Ernudóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Velferðarmál eldri borgara þurfa að fá meiri athygli. Eins og við vitum öll búa eldri borgarar sem og reyndar öryrkjar líka, við ýmsar skerðingar. Skerðingar sem við hin sem erum þátttakendur í atvinnulífinu, myndum alls ekki sætta okkur við. Við höfum verkfæri á borð við verkfallsrétt til að mótmæla og fara fram á bættari kjör. Eldri borgarar og öryrkjar hins vegar geta ekki gert það. Þau þurfa að treysta á mannlega ríkisstjórn sem sýnir mannhelgi þeirra virðingu. Ríkisstjórn sem mætir þeim af alúð og skilningi, sem lítur ekki á þau sem bagga, heldur sem mannauð. En hvað vilja Píratar gera fyrir eldri borgara í Reykjavík? Reykjavíkurborg á að vera aldursvæn sem og heilsueflandi borg sem sinnir þörfum allra íbúa sinna. Píratar vilja útrýma einmanaleika eldri borgara og vilja að allir eiga rétt á aðgengi að upplýsingum, þjónustu og samfélaginu. Við viljum leggja niður sjálfbært félagsstarf, sem er ekkert annað en sparnaður falinn í hugmyndafræði, og fá aftur leiðbeinendur í vinnustofurnar. Félagsstarf eldri borgara á ekki að vera byggt á tilviljunarkenndum orkusprautum. Píratar ætla að bæta og efla heimaþjónustu þar sem þarfir einstaklinga, byggt á þeirra eigin huglægum óskum, eiga að vera í fyrirrúmi en ekki hlutlægt mat heimaþjónustunnar. Það þarf að rýmka fyrir því hverjir geta sótt um að komast í þjónustuíbúðir borgarinnar og endurskoða þörfina fyrir dagvistunarúrræði. Eldri borgarar eiga heimtingu á að komast leiðar sinnar allan ársins hring þrátt fyrir snjóþyngsli, hálku og slæm veðurskilyrði. Píratar vilja einnig að notendaráð félagsmiðstöðvanna hafi val um að setja saman sinn eigin matseðil, í samvinnu við kokkinn, eða panta mat frá Vitatorgi. Við viljum því minni miðstýringu og meira íbúalýðræði. Einnig viljum við að félagsmiðstöðvarnar séu opnar á kvöldin og um helgar, að sjálfsögðu eftir eftirspurn, en að valið standi til boða. Þá viljum við auka forvarnarfræðslu fyrir bæði eldri borgara sem og aðstandendur þeirra og auðvitað raf- og snjallvæða alla íbúa borgarinnar, það mun víst vera framtíðin. Þá sjáum við fyrir okkur að hægt verði að nýta akstursþjónustu aldraðra til þess að skila gögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt en einnig að veita aðstoð við það að skila rafrænt. Sú stefna borgarinnar að allir eigi að búa heima eins lengi og unnt er, má ekki á sama tíma verða til þess að þjónustuþörfum einstaklinga sé ekki sinnt. Stefnan má ekki flækjast fyrir þörfum og vilja íbúa. Að lokum eru Píratar mjög hrifnir af alls kyns kynslóðablöndun og viljum við að borgin sé leiðandi í slíkum verkefnum. Brjótum niður aldurslandamæri og blöndumst betur saman í samfélaginu. Það þarf alls konar fólk til að skapa samfélag. Píratar eru alfarið mótfallin þeim kjörum sem eldri borgarar búa við í dag og munum að sjálfsögðu beita þrýstingi við að leggja af tekjuskerðingar eldri borgara. Myndum við sætta okkur við að yfirvinnan myndi kosta okkur grunntekjurnar? Það held ég nú ekki! Látum lífeyri eldri borgara í friði og bjóðum þeim upp á aldursvæna borg! Höfundur er tómstundafræðingur og er í 4. sæti Pírata í Reykjavík.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun