Harpa Óttar Guðmundsson skrifar 12. maí 2018 09:30 Hljómlistarhúsið Harpa var eitt þekktasta kennileiti efnahagshrunsins. Bruðlið og ruglið við byggingu hússins var yfirgengilegt á öllum sviðum. Útveggirnir voru glerlistaverk sem stóðust illa íslensk hamfaraveður. Framkvæmdin var stöðvuð í nokkra mánuði þegar Landsbankinn hrundi haustið 2008. Margir vildu að látið yrði staðar numið og hálfköruð byggingin yrði minnismerki um íslenskan hroka og dómgreindarleysi. Ríki og borg ákváðu þó að fullreisa húsið með miklum tilkostnaði. Talsmenn stofnunarinnar hafa komið reglulega fram í fjölmiðlum til að barma sér og ræða mikinn taprekstur á fyrirtækinu. Harpa rataði í sviðsljósið á dögunum vegna launastefnu fyrirtækisins. Menn lækkuðu laun þeirra lægstlaunuðu en hækkuðu laun forstjórans á móti. Þetta þótti eðlileg ráðstöfun til að draga úr milljarðatapi hússins. Starfsmenn á plani sættu sig ekki við þetta og voru með uppsteyt og sögðu upp. Harpa svaraði þessum mótmælum starfsmanna fullum hálsi. Nú væri hægt að ráða inn nýtt fólk sem skildi launastefnu og almennar þrengingar fyrirtækisins. Baráttuglaðir verkalýðsforingjar gagnrýndu forstjóra og stjórnarformann fyrir framkomu þeirra gagnvart almennu starfsfólki. Stjórnin sendi þeim líka tóninn. Ekki er að finna neina auðmýkt eða sáttavilja hjá þessu opinbera fyrirtæki. Það er sorglegt að Harpa hefur ekki orðið lifandi vettvangur listsköpunar á landinu heldur er að verða að táknmynd um íslenskan hroka og dómgreindarleysi í vitund almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Hljómlistarhúsið Harpa var eitt þekktasta kennileiti efnahagshrunsins. Bruðlið og ruglið við byggingu hússins var yfirgengilegt á öllum sviðum. Útveggirnir voru glerlistaverk sem stóðust illa íslensk hamfaraveður. Framkvæmdin var stöðvuð í nokkra mánuði þegar Landsbankinn hrundi haustið 2008. Margir vildu að látið yrði staðar numið og hálfköruð byggingin yrði minnismerki um íslenskan hroka og dómgreindarleysi. Ríki og borg ákváðu þó að fullreisa húsið með miklum tilkostnaði. Talsmenn stofnunarinnar hafa komið reglulega fram í fjölmiðlum til að barma sér og ræða mikinn taprekstur á fyrirtækinu. Harpa rataði í sviðsljósið á dögunum vegna launastefnu fyrirtækisins. Menn lækkuðu laun þeirra lægstlaunuðu en hækkuðu laun forstjórans á móti. Þetta þótti eðlileg ráðstöfun til að draga úr milljarðatapi hússins. Starfsmenn á plani sættu sig ekki við þetta og voru með uppsteyt og sögðu upp. Harpa svaraði þessum mótmælum starfsmanna fullum hálsi. Nú væri hægt að ráða inn nýtt fólk sem skildi launastefnu og almennar þrengingar fyrirtækisins. Baráttuglaðir verkalýðsforingjar gagnrýndu forstjóra og stjórnarformann fyrir framkomu þeirra gagnvart almennu starfsfólki. Stjórnin sendi þeim líka tóninn. Ekki er að finna neina auðmýkt eða sáttavilja hjá þessu opinbera fyrirtæki. Það er sorglegt að Harpa hefur ekki orðið lifandi vettvangur listsköpunar á landinu heldur er að verða að táknmynd um íslenskan hroka og dómgreindarleysi í vitund almennings.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar