Lafhræddir við Kolbein í Nígeríu en vita ekki að hann fer ekki á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2018 13:00 Kolbeinn spilaði síðast landsleik á móti Frakklandi á EM 2016. vísir/getty Eins og allir, eða flestir, vita var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn í HM-hóp Íslands sem fer til Rússlands í sumar en Heimir Hallgrímsson tilkynnti hópinn síðastliðinn föstudag. Þetta virðist eitthvað hafa farið framhjá nígeríska vefmiðlinum Complete Sport Nigeria sem er með heilamikla grein um Kolbein og hversu svakalega öflugur hann er.Sjá einnig:Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út „Kolbeinn Sigþórsson hefur verið frá síðustu tvær leiktíðir meira og minna en hann er að velja hárréttan tíma tiil að komast yfir meiðslin. Þrátt fyrir að framherjinn hafi misst af síðustu tveimur vináttulandsleikjum væri ósanngjarnt að velja hann ekki í HM-hóp Íslands,“ segir í greininni. Ósanngjarnt eða ekki þá var Kolbeinn ekki valinn í hópinn sem var tilkynntur 11. maí en greinin var skrifuð í gær, 13. maí, tveimur dögum eftir að hópurinn var gefinn út. Þær fréttir hafa greinilega ekki borist til Nígeríu. Bent er á að Kolbeinn hafi skorað 22 mörk í 44 landsleikjum og sé næst markahæstur í íslenska landsliðinu frá upphafi á eftir Eiði Smára Guðjohnsen. Sagt er frá hver er hans besta staða og listaðir upp styrkleikar og veikleikar. Greinarhöfundur vill svo fá umræðu frá virkum í athugasemdum um hvaða varnarmaður nígeríska landsliðsins sé best til þess fallinn að gæta Kolbeins í leik liðanna í Volgograd 22. júní. Vonandi undirbúa Nígeríumenn sig bara vel fyrir átökin við Kolbein og einblína minna á þá framherja sem verða í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Eins og allir, eða flestir, vita var Kolbeinn Sigþórsson ekki valinn í HM-hóp Íslands sem fer til Rússlands í sumar en Heimir Hallgrímsson tilkynnti hópinn síðastliðinn föstudag. Þetta virðist eitthvað hafa farið framhjá nígeríska vefmiðlinum Complete Sport Nigeria sem er með heilamikla grein um Kolbein og hversu svakalega öflugur hann er.Sjá einnig:Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út „Kolbeinn Sigþórsson hefur verið frá síðustu tvær leiktíðir meira og minna en hann er að velja hárréttan tíma tiil að komast yfir meiðslin. Þrátt fyrir að framherjinn hafi misst af síðustu tveimur vináttulandsleikjum væri ósanngjarnt að velja hann ekki í HM-hóp Íslands,“ segir í greininni. Ósanngjarnt eða ekki þá var Kolbeinn ekki valinn í hópinn sem var tilkynntur 11. maí en greinin var skrifuð í gær, 13. maí, tveimur dögum eftir að hópurinn var gefinn út. Þær fréttir hafa greinilega ekki borist til Nígeríu. Bent er á að Kolbeinn hafi skorað 22 mörk í 44 landsleikjum og sé næst markahæstur í íslenska landsliðinu frá upphafi á eftir Eiði Smára Guðjohnsen. Sagt er frá hver er hans besta staða og listaðir upp styrkleikar og veikleikar. Greinarhöfundur vill svo fá umræðu frá virkum í athugasemdum um hvaða varnarmaður nígeríska landsliðsins sé best til þess fallinn að gæta Kolbeins í leik liðanna í Volgograd 22. júní. Vonandi undirbúa Nígeríumenn sig bara vel fyrir átökin við Kolbein og einblína minna á þá framherja sem verða í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira