Setjum hagsmuni íbúa í fyrsta sæti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson skrifar 16. maí 2018 07:00 Eftir aðeins örfáa daga verður kosið í sveitarstjórnir um land allt. Samfélagsmiðlar eru stútfullir af prúðbúnum frambjóðendum, slagorðin vel útpæld og loforðin alltumlykjandi. Það taka allir þátt í þessum leik, enda skiptir máli að ná til eyrna kjósenda og boða fagnaðarerindið. Þegar keppt er um atkvæði kjósenda er vinsælt að lofa öllu fögru, lasta andstæðinginn og kasta reyksprengjum til þess eins að afvegaleiða umræðuna. Sveitarstjórnarmálin hafa líklega aldrei verið jafn þýðingarmikil og mikilvæg og nú. Fleiri verkefni og víðtækari eru nú á ábyrgð sveitarfélaga en áður og því skipta ákvarðanir sem teknar eru í sveitarstjórnum miklu máli fyrir daglegt líf fólks. Því þarf að vanda vel til verka og fulltrúar í sveitarstjórnum verða að vera meðvitaðir um þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Það skiptir því miklu máli að í sveitarstjórn veljist einstaklingar sem hafa skýr markmið og stefnu, þora að ráðast í breytingar, taka erfiðar ákvarðanir og klára málin. Þessir sömu sveitarstjórnarfulltrúar verða líka að geta átt í góðu samtali og samstarfi við þingið og þá fulltrúa sem þar sitja.Viðreisn ætlar að tryggja að sú brú verði byggð og notuð í báðar áttir. Þó að Viðreisn sé að bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum höfum við þegar sýnt í verki að Viðreisn er stjórnmálaafl sem lætur verkin tala. Viðreisn vill frjálslyndar, jafnréttissinnaðar og lausnamiðaðar sveitarstjórnir um land allt. Við viljum að sveitarfélögin séu vel rekin og að þjónusta við íbúa sé í fyrirrúmi. Það eru víða tækifæri til að gera mun betur. Efla þarf menntakerfið, laða hæft fólk til kennslu og tryggja dagvistunarúrræði frá því að fæðingarorlofi lýkur. Við þurfum að einfalda stjórnsýslu sveitarfélaganna og leggja stóraukna áherslu á rafræna þjónustu. Efla þarf almenningssamgöngur og greiða leið strætisvagna og einkabílsins með fjárfestingu í gatnakerfinu. Tryggja þarf ungu fólki húsnæði við hæfi, hvort heldur sem er með þéttingu byggðar eða þróun nýrra hverfa. Síðast en ekki síst má aldrei gleyma að stuðla að blómlegri og fjölbreyttri menningarstarfsemi sem auðgar andann og gerir lífið skemmtilegra. Viðreisn setur hagsmuni íbúa í fyrsta sæti en ekki sérhagsmuni flokka eða hagsmunaafla. Þetta er einfalt – að almannahagsmunir gangi framar sérhagsmunum. Þannig mun Viðreisn einnig vinna í sveitarstjórnum.Höfundar eru formaður og varaformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir aðeins örfáa daga verður kosið í sveitarstjórnir um land allt. Samfélagsmiðlar eru stútfullir af prúðbúnum frambjóðendum, slagorðin vel útpæld og loforðin alltumlykjandi. Það taka allir þátt í þessum leik, enda skiptir máli að ná til eyrna kjósenda og boða fagnaðarerindið. Þegar keppt er um atkvæði kjósenda er vinsælt að lofa öllu fögru, lasta andstæðinginn og kasta reyksprengjum til þess eins að afvegaleiða umræðuna. Sveitarstjórnarmálin hafa líklega aldrei verið jafn þýðingarmikil og mikilvæg og nú. Fleiri verkefni og víðtækari eru nú á ábyrgð sveitarfélaga en áður og því skipta ákvarðanir sem teknar eru í sveitarstjórnum miklu máli fyrir daglegt líf fólks. Því þarf að vanda vel til verka og fulltrúar í sveitarstjórnum verða að vera meðvitaðir um þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Það skiptir því miklu máli að í sveitarstjórn veljist einstaklingar sem hafa skýr markmið og stefnu, þora að ráðast í breytingar, taka erfiðar ákvarðanir og klára málin. Þessir sömu sveitarstjórnarfulltrúar verða líka að geta átt í góðu samtali og samstarfi við þingið og þá fulltrúa sem þar sitja.Viðreisn ætlar að tryggja að sú brú verði byggð og notuð í báðar áttir. Þó að Viðreisn sé að bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum höfum við þegar sýnt í verki að Viðreisn er stjórnmálaafl sem lætur verkin tala. Viðreisn vill frjálslyndar, jafnréttissinnaðar og lausnamiðaðar sveitarstjórnir um land allt. Við viljum að sveitarfélögin séu vel rekin og að þjónusta við íbúa sé í fyrirrúmi. Það eru víða tækifæri til að gera mun betur. Efla þarf menntakerfið, laða hæft fólk til kennslu og tryggja dagvistunarúrræði frá því að fæðingarorlofi lýkur. Við þurfum að einfalda stjórnsýslu sveitarfélaganna og leggja stóraukna áherslu á rafræna þjónustu. Efla þarf almenningssamgöngur og greiða leið strætisvagna og einkabílsins með fjárfestingu í gatnakerfinu. Tryggja þarf ungu fólki húsnæði við hæfi, hvort heldur sem er með þéttingu byggðar eða þróun nýrra hverfa. Síðast en ekki síst má aldrei gleyma að stuðla að blómlegri og fjölbreyttri menningarstarfsemi sem auðgar andann og gerir lífið skemmtilegra. Viðreisn setur hagsmuni íbúa í fyrsta sæti en ekki sérhagsmuni flokka eða hagsmunaafla. Þetta er einfalt – að almannahagsmunir gangi framar sérhagsmunum. Þannig mun Viðreisn einnig vinna í sveitarstjórnum.Höfundar eru formaður og varaformaður Viðreisnar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun