Oddviti meirihlutans í Árborg ekki hræddur við íbúakosningu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. maí 2018 21:00 Breyti íbúakosning niðurstöðu bæjarstjórnar um miðbæjarskipulag Selfoss gæti það skapað bæjarfélaginu skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem þegar er með vilyrði um uppbyggingu á svæðinu. Þetta segir oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg. Oddviti meirihlutans er ekki hræddur við að íbúakosning fari fram. Eitt helsta kosningamálið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Árborg er breytingin á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Bæjarráð Árborgar samþykkti vilyrði til Sigtúns þróunarfélagsins um uppbyggingu á alhliða miðbæjarstarfsemi og ferðaþjónustu á svæðinu í mars 2015 og var breyting á skipulaginu samþykkt á fundi bæjarstjórnar í febrúar síðastliðinum með sjö atkvæðum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar gegn tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa Samfylkingar. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Mynd/Stöð 2„Við lögðum fram í vetur formlega tillögu í bæjarstjórn um að þetta mál færi í íbúakosningu, hún var kolfelld í bæjarstjórn. Meirihluti felldi þá tillögu með fulltingi Framsóknarmanna,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg. Í framhaldinu tók hópur íbúa sig saman og efndi til undirskriftasöfnunar til að knýja fram íbúakosningu vegna miðbæjarskipulagsins og þurfti að safna að lágmarki um 1900 undirskriftum sem tókst og í gær samþykkti Bæjarstjórn Árborgar að efna til kosningar sem allra fyrst.Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Mynd/Stöð 2„Ég er ekkert hræddur við það, íbúakosning, já já, ef fólk vill það þá bara gerum við það. Við auðvitað skorumst ekkert undan því,“ segir Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Mynd/Stöð 2„Ég tel að þetta skipti okkur verulegu máli, að þetta komist í gang þessi uppbygging, það sé númer eitt, tvö og þrjú. Íbúakosning á þessum tímapunkti, að safna undirskriftum, ég tel að það sé of seint framkomið. Ég tel að ef það verði íbúakosning og menn bakki út úr þessu þá sé sveitarfélagið orðið skaðabótaskylt, því miður,“ segir Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Álfheiður Eymarsdóttir skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar.Mynd/Stöð 2Fulltrúi á lista Áfram Árborg fagnar því að kosningin fari fram. „Hún hefði náttúrulega átt að far fram fyrir löngu síðan og áður en það var samið við verktaka, bara einn. Þetta var ekki auglýst og það voru engir aðrir sem fengu tækifæri á að hanna hér fallegan miðbæ,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar. Kosningar 2018 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Sjá meira
Breyti íbúakosning niðurstöðu bæjarstjórnar um miðbæjarskipulag Selfoss gæti það skapað bæjarfélaginu skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem þegar er með vilyrði um uppbyggingu á svæðinu. Þetta segir oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg. Oddviti meirihlutans er ekki hræddur við að íbúakosning fari fram. Eitt helsta kosningamálið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Árborg er breytingin á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Bæjarráð Árborgar samþykkti vilyrði til Sigtúns þróunarfélagsins um uppbyggingu á alhliða miðbæjarstarfsemi og ferðaþjónustu á svæðinu í mars 2015 og var breyting á skipulaginu samþykkt á fundi bæjarstjórnar í febrúar síðastliðinum með sjö atkvæðum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar gegn tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa Samfylkingar. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Mynd/Stöð 2„Við lögðum fram í vetur formlega tillögu í bæjarstjórn um að þetta mál færi í íbúakosningu, hún var kolfelld í bæjarstjórn. Meirihluti felldi þá tillögu með fulltingi Framsóknarmanna,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg. Í framhaldinu tók hópur íbúa sig saman og efndi til undirskriftasöfnunar til að knýja fram íbúakosningu vegna miðbæjarskipulagsins og þurfti að safna að lágmarki um 1900 undirskriftum sem tókst og í gær samþykkti Bæjarstjórn Árborgar að efna til kosningar sem allra fyrst.Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Mynd/Stöð 2„Ég er ekkert hræddur við það, íbúakosning, já já, ef fólk vill það þá bara gerum við það. Við auðvitað skorumst ekkert undan því,“ segir Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Mynd/Stöð 2„Ég tel að þetta skipti okkur verulegu máli, að þetta komist í gang þessi uppbygging, það sé númer eitt, tvö og þrjú. Íbúakosning á þessum tímapunkti, að safna undirskriftum, ég tel að það sé of seint framkomið. Ég tel að ef það verði íbúakosning og menn bakki út úr þessu þá sé sveitarfélagið orðið skaðabótaskylt, því miður,“ segir Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Álfheiður Eymarsdóttir skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar.Mynd/Stöð 2Fulltrúi á lista Áfram Árborg fagnar því að kosningin fari fram. „Hún hefði náttúrulega átt að far fram fyrir löngu síðan og áður en það var samið við verktaka, bara einn. Þetta var ekki auglýst og það voru engir aðrir sem fengu tækifæri á að hanna hér fallegan miðbæ,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar.
Kosningar 2018 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Sjá meira