Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2018 20:00 Rúmlega þrjú þúsund manns hafa nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, töluvert fleiri en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag.Bergþóra Sigmundsdóttir.Mynd/Stöð 2Fjölmargir nýta sér að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi. Víða munar kannski örfáum atkvæðum á því hvaða framboð nær inn manni eða ekki. Utankjörfundaratkvæðin eru yfirleitt talin síðast og geta skipt miklu máli. Bergþóra Sigmundsdóttir sviðsstjóri þinglýsinga og leyfasviðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir töluvert fleiri hafa greitt atkvæði utankjörfundar hjá embættinu nú en í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014. „Það er svona rúmlega þrjú þúsund manns sem hafa komið núna. Ef við miðum við 2014 þá er þetta einum þriðja meira,“ segir Bergþóra. Það þurfi ekki að þýða meiri áhuga á kosningunum nú þar sem kjósendum hafi líka fjölgað síðast liðin fjögur ár. Eldra fólk kýs frekar utankjörfundar en yngra fólkið. En fólk með kosningarétt víðs vegar á landinu kýs í Smáralind. „Á þriðjudagsmorguninn förum við með það sem komið hefur nú um helgina og sendum það í sérstökum pósti til viðkomandi sveitarfélags eða yfirkjörstjórna. Ég held að það sé dálítið erfitt eftir það að taka einhverja ábyrgð á að senda atkvæði eftir þann tíma,“ segir Bergþóra. Þannig að eftir mánudaginn og fram á kjördag þurfa kjósendur sjálfir að bera ábyrgð á að koma atkvæði sínu á réttan stað. „Það eru líka margir sem hafa aðstöðu til þess því fólk þarf ekki að koma sjálft með atkvæðið. Það getur einhver tekið það fyrir það. þannig að það er alveg möguleiki. Við erum með opið fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins til klukkan fimm á kjördag,“ segir Bergþóra.Hallgrímur Helgason, rithöfundur.Mynd/Stöð 2Hallgrímur Helgason rithöfundur var einn af þeim sem kaus utankjörfundar í dag.Verður þú ekki heima á kjördag?„Nei ég er að fara til útlanda á morgun. Til Ameríku.“Þægilegt að geta gert þetta?„Já en það er bara verst að ég treysti ekki þessum sýslumanni sem sér um þessa kosningu. Ég hef aldrei upplifað áður svona vantraust á kosningakerfinu á Íslandi og mér finnst það hræðilegt,“ segir Hallgrímur. María Hrönn Gunnarsdóttir verður heldur ekki heima á kjördag. „Ég ætla að bregða mér af bæ á kjördag.“Ertu með atkvæðarétt í Reykjavík eða úti á landi?„Ég er í Reykjavík og ætla að vera að hjóla í Portúgal á kjördag,“ segir María Hrönn sem greinilega hlakkaði til að komast úr rigningunni á Íslandi í sólina í Portúgal. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund manns hafa nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, töluvert fleiri en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag.Bergþóra Sigmundsdóttir.Mynd/Stöð 2Fjölmargir nýta sér að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi. Víða munar kannski örfáum atkvæðum á því hvaða framboð nær inn manni eða ekki. Utankjörfundaratkvæðin eru yfirleitt talin síðast og geta skipt miklu máli. Bergþóra Sigmundsdóttir sviðsstjóri þinglýsinga og leyfasviðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir töluvert fleiri hafa greitt atkvæði utankjörfundar hjá embættinu nú en í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014. „Það er svona rúmlega þrjú þúsund manns sem hafa komið núna. Ef við miðum við 2014 þá er þetta einum þriðja meira,“ segir Bergþóra. Það þurfi ekki að þýða meiri áhuga á kosningunum nú þar sem kjósendum hafi líka fjölgað síðast liðin fjögur ár. Eldra fólk kýs frekar utankjörfundar en yngra fólkið. En fólk með kosningarétt víðs vegar á landinu kýs í Smáralind. „Á þriðjudagsmorguninn förum við með það sem komið hefur nú um helgina og sendum það í sérstökum pósti til viðkomandi sveitarfélags eða yfirkjörstjórna. Ég held að það sé dálítið erfitt eftir það að taka einhverja ábyrgð á að senda atkvæði eftir þann tíma,“ segir Bergþóra. Þannig að eftir mánudaginn og fram á kjördag þurfa kjósendur sjálfir að bera ábyrgð á að koma atkvæði sínu á réttan stað. „Það eru líka margir sem hafa aðstöðu til þess því fólk þarf ekki að koma sjálft með atkvæðið. Það getur einhver tekið það fyrir það. þannig að það er alveg möguleiki. Við erum með opið fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins til klukkan fimm á kjördag,“ segir Bergþóra.Hallgrímur Helgason, rithöfundur.Mynd/Stöð 2Hallgrímur Helgason rithöfundur var einn af þeim sem kaus utankjörfundar í dag.Verður þú ekki heima á kjördag?„Nei ég er að fara til útlanda á morgun. Til Ameríku.“Þægilegt að geta gert þetta?„Já en það er bara verst að ég treysti ekki þessum sýslumanni sem sér um þessa kosningu. Ég hef aldrei upplifað áður svona vantraust á kosningakerfinu á Íslandi og mér finnst það hræðilegt,“ segir Hallgrímur. María Hrönn Gunnarsdóttir verður heldur ekki heima á kjördag. „Ég ætla að bregða mér af bæ á kjördag.“Ertu með atkvæðarétt í Reykjavík eða úti á landi?„Ég er í Reykjavík og ætla að vera að hjóla í Portúgal á kjördag,“ segir María Hrönn sem greinilega hlakkaði til að komast úr rigningunni á Íslandi í sólina í Portúgal.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira
Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45
Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00