Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf Þórdís Valsdóttir skrifar 19. maí 2018 17:15 Katrín Jakobsdóttir var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Stöð 2 „Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar, í Víglínunni í dag. Launahækkun bæjarstjórans hefur verið gagnrýnd undanfarna daga en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Laun Ármanns eru nú hærri en mánaðarlaun borgarstjóra New York.Sjá meira:Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund „Þetta er óhóf og þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín segir að fulltrúi Vinstri-grænna í Kópavogi hafi gagnrýnt þessa launaþróun Ármanns og að nú þurfi að taka opinskáa umræðu um það hvar ábyrgðin á því að halda sátt á vinnumarkaði liggi. „Hún getur ekki legið hjá lægst launaða fólkinu, þar þurfa stjórnendur að taka ákveðna ábyrgð á sig. Við létum vinna hér samantekt um kjararáð í kjölfar þeirrar umrræðu sem varð um úrskurði kjararáðs. Niðurstaðan úr henni var alveg skýr. Það kemur fram frumvarp í haust þar sem lagt verður til að leggja niður kjararáð í núverandi mynd og fastbinda laun kjörinna fulltrúa og dómara við þróun á opinberum markaði, þannig að við séum ekki að horfa upp á þessa úrskurði sem koma hér með reglulegu millibili eins og verið hefur.“ Aðspurð hvort henni þyki eðlilegt að Ármann Kr. íhugi stöðu sína segir Katrín að gera þurfi þá kröfu að kjörnir fulltrúar svari skýrt um hvaða stefnu þeir vilji fylgja í sínum starfskjaramálum, bæði hvað varðar þá sem hafa lægst laun hjá sveitarfélögum og einnig hvað varðar kjör æðstu stjórnenda. „Þetta er eitthvað sem við erum búin að taka þegar á með þessum ákvörðunum um kjararáð og við þurfum síðan sérstaklega að fara yfir stjórnendur opinberra fyrirtækja og ég held að það sama eigi við um sveitarfélögin,“ segir Katrín og bætir við að í fyrra hafi verið send út tilmæli um að gætt yrði hófs í launahækkunum. „Síðan þá höfum við séð töluverðar launahækkanir. Ég veit að fjármálaráðherra er búinn að óska eftir upplýsingum um þessar launahækkanir til þess að bera þær saman við almennar launaþróun þannig að við höfum það upp á borðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Víglínan Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Laun Ármanns fram úr hófi „Það liggur í augum uppi að kjör bæjarstjóra Kópavogs hafa keyrt fram úr öllu hófi og að á nýju kjörtímabili verði þessi laun tekin til endurskoðunar með lækkun.“ 18. maí 2018 06:00 Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
„Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar, í Víglínunni í dag. Launahækkun bæjarstjórans hefur verið gagnrýnd undanfarna daga en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Laun Ármanns eru nú hærri en mánaðarlaun borgarstjóra New York.Sjá meira:Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund „Þetta er óhóf og þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín segir að fulltrúi Vinstri-grænna í Kópavogi hafi gagnrýnt þessa launaþróun Ármanns og að nú þurfi að taka opinskáa umræðu um það hvar ábyrgðin á því að halda sátt á vinnumarkaði liggi. „Hún getur ekki legið hjá lægst launaða fólkinu, þar þurfa stjórnendur að taka ákveðna ábyrgð á sig. Við létum vinna hér samantekt um kjararáð í kjölfar þeirrar umrræðu sem varð um úrskurði kjararáðs. Niðurstaðan úr henni var alveg skýr. Það kemur fram frumvarp í haust þar sem lagt verður til að leggja niður kjararáð í núverandi mynd og fastbinda laun kjörinna fulltrúa og dómara við þróun á opinberum markaði, þannig að við séum ekki að horfa upp á þessa úrskurði sem koma hér með reglulegu millibili eins og verið hefur.“ Aðspurð hvort henni þyki eðlilegt að Ármann Kr. íhugi stöðu sína segir Katrín að gera þurfi þá kröfu að kjörnir fulltrúar svari skýrt um hvaða stefnu þeir vilji fylgja í sínum starfskjaramálum, bæði hvað varðar þá sem hafa lægst laun hjá sveitarfélögum og einnig hvað varðar kjör æðstu stjórnenda. „Þetta er eitthvað sem við erum búin að taka þegar á með þessum ákvörðunum um kjararáð og við þurfum síðan sérstaklega að fara yfir stjórnendur opinberra fyrirtækja og ég held að það sama eigi við um sveitarfélögin,“ segir Katrín og bætir við að í fyrra hafi verið send út tilmæli um að gætt yrði hófs í launahækkunum. „Síðan þá höfum við séð töluverðar launahækkanir. Ég veit að fjármálaráðherra er búinn að óska eftir upplýsingum um þessar launahækkanir til þess að bera þær saman við almennar launaþróun þannig að við höfum það upp á borðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Víglínan Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Laun Ármanns fram úr hófi „Það liggur í augum uppi að kjör bæjarstjóra Kópavogs hafa keyrt fram úr öllu hófi og að á nýju kjörtímabili verði þessi laun tekin til endurskoðunar með lækkun.“ 18. maí 2018 06:00 Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Laun Ármanns fram úr hófi „Það liggur í augum uppi að kjör bæjarstjóra Kópavogs hafa keyrt fram úr öllu hófi og að á nýju kjörtímabili verði þessi laun tekin til endurskoðunar með lækkun.“ 18. maí 2018 06:00
Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16