Rebic hetjan sem tryggði Frankfurt bikarinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. maí 2018 20:05 Rebic skoraði tvö af þremur mörkum Frankfurt í kvöld Vísir/Getty Frankfurt er bikarmeistari eftir sigur á Bayern München í úrslitaleiknum í kvöld. Bayern náði því ekki að leika eftir leik Wolfsburg í kvennafótboltanum og tryggja sér tvennuna heima fyrir. Ante Rebic kom Frankfurt yfir á 11. mínútu leiksins eftir framúrskarandi stungusendingu Kevin-Prince Boateng inn í hlaupið hjá Rebic sem kom honum einum gegn Sven Ulreich í markinu og Króatinn kláraði vel í marknetið. Frankfurt leiddi þegar liðin gengu til búningsherbergja en Pólverjinn Robert Lewandowski jafnaði fyrir Bayern stuttu eftir að seinni hálfleikur hófst. Allt stefndi í að framlengja þyrfti leikinn þegar Rebic kom Frankfurt aftur yfir með frábæru marki. Danny da Costa átti stórbrotna sendingu sem hann gæti líklegast ekki leikið eftir þótt hann fengi til þess tíu tilraunir. Boltinn fór yfir nærri allan völlinn og lenti á milli miðvarðanna tveggja. Rebic tók sprett sem Usain Bolt yrði stoltur af og var á undan varnarmönnunum í boltann og vippaði boltanum yfir Ulreich í markinu. Glæsimark og Frankfurt komið með sjö fingur á bikarinn. Allir tíu fingurnir gátu svo fundið fyrir bikarnum þegar Mijat Gacinovic skoraði á sjöttu mínútu uppbótartímans. Bayern fékk hornspyrnu og allir leikmenn liðsins, markmaðurin með talinn, höfðu safnast fyrir í teignum. Boltinn barst til Gacinovic sem tók á sprett og í stað þess að taka áhættuna á því að hitta ekki markið, þó það væri tómt, hljóp hann upp allan völlinn og vann kapphlaupið við varnarmenn Bayern og skilaði boltanum í autt netið og tryggði Frankfurt fimmta bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins. Þýski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira
Frankfurt er bikarmeistari eftir sigur á Bayern München í úrslitaleiknum í kvöld. Bayern náði því ekki að leika eftir leik Wolfsburg í kvennafótboltanum og tryggja sér tvennuna heima fyrir. Ante Rebic kom Frankfurt yfir á 11. mínútu leiksins eftir framúrskarandi stungusendingu Kevin-Prince Boateng inn í hlaupið hjá Rebic sem kom honum einum gegn Sven Ulreich í markinu og Króatinn kláraði vel í marknetið. Frankfurt leiddi þegar liðin gengu til búningsherbergja en Pólverjinn Robert Lewandowski jafnaði fyrir Bayern stuttu eftir að seinni hálfleikur hófst. Allt stefndi í að framlengja þyrfti leikinn þegar Rebic kom Frankfurt aftur yfir með frábæru marki. Danny da Costa átti stórbrotna sendingu sem hann gæti líklegast ekki leikið eftir þótt hann fengi til þess tíu tilraunir. Boltinn fór yfir nærri allan völlinn og lenti á milli miðvarðanna tveggja. Rebic tók sprett sem Usain Bolt yrði stoltur af og var á undan varnarmönnunum í boltann og vippaði boltanum yfir Ulreich í markinu. Glæsimark og Frankfurt komið með sjö fingur á bikarinn. Allir tíu fingurnir gátu svo fundið fyrir bikarnum þegar Mijat Gacinovic skoraði á sjöttu mínútu uppbótartímans. Bayern fékk hornspyrnu og allir leikmenn liðsins, markmaðurin með talinn, höfðu safnast fyrir í teignum. Boltinn barst til Gacinovic sem tók á sprett og í stað þess að taka áhættuna á því að hitta ekki markið, þó það væri tómt, hljóp hann upp allan völlinn og vann kapphlaupið við varnarmenn Bayern og skilaði boltanum í autt netið og tryggði Frankfurt fimmta bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins.
Þýski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira