Toppbaráttan verður jafnari Hjörvar Ólafsson skrifar 3. maí 2018 10:30 Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu rúllar af stað í kvöld með stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks á Samsung-vellinum í Garðabænum. Íþróttadeild Fréttablaðsins spáði í spilin fyrir komandi sumar og fékk Vöndu Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara, til þess að velta fyrir sér hvernig deildin spilast á komandi leiktíð. „Þór/KA mun verja titilinn held ég og þar skiptir mestu máli að þær halda Stephany Mayor sem gerði gæfumuninn í fjölmörgum leikjum síðasta sumar. Mayor verður í lykilhlutverki í titilvörn Þórs/KA og það er sterkt fyrir norðankonur að hafa endurheimt Örnu Sif Ásgrímsdóttur í vörnina. Svo hef ég líka tröllatrú á Donna [Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA],“ sagði Vanda um toppbaráttu deildarinnar. „Ég held hins vegar að toppbaráttan verði jafnari og meira spennandi en á síðustu leiktíð. Stjarnan hefur til að mynda endurheimt Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og Harpa Þorsteinsdóttir er í betra formi en í fyrra. Þá hefur Valur styrkt sig með Hallberu Gísladóttur og fleiri leikmönnum. Breiðablik er svo óskrifað blað, en liðið bætti við sig fjölmörgum ungum og efnilegum leikmönnum í vetur og spurning hvort þær verði nógu sterkar til þess að gera atlögu að titlinum,“ sagði Vanda um þau lið sem munu berjast við Þór/KA um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst FH líka hafa spilað vel á undirbúningstímabilinu í vetur og FH-ingar gætu blandað sér í toppbaráttuna og í það minnsta kroppað stig af toppliðunum. Selfoss hefur svo verið að styrkja sig undanfarið með erlendum leikmönnum og það verður gaman að sjá hversu öflugir leikmenn það eru. ÍBV mun svo að öllum líkindum styrkja leikmannahóp sinn á næstu dögum, sagði Vanda sem telur að þessi þrjú lið muni sigla lygnan sjó um miðja deild. „KR, Grindavík og HK/Víkingur munu svo berjast um það að forðast fall úr deildinni. Ég held hins vegar að munurinn á bestu liðum deildarinnar og þeim sem verða í fallbaráttu sé að minnka þannig að þessi lið munu reyta stig af þeim liðum sem ég hef nefnt hér að framan,“ sagði Vanda um fallbaráttu deildarinnar. „Ég held að deildin verði jöfn, spennandi og umfram allt mjög skemmtileg í sumar. Liðin eru flest töluvert sterkari en á síðasta keppnistímabili og margar ungar og vel þjálfaðar stelpur að koma fram á sjónarsviðið. Þjálfun hefur batnað mikið undanfarin ár í kvennaknattspyrnunni bæði í yngri flokkum og í meistaraflokki. Það eru fleiri stelpur sem eru tæknilega góðar og taktískt klókar. Það er mikið tilhlökkunarefni að deildin sé loksins að fara af stað,“ sagði Vanda sem var augljóslega spennt fyrir knattspyrnusumrinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu rúllar af stað í kvöld með stórleik Stjörnunnar og Breiðabliks á Samsung-vellinum í Garðabænum. Íþróttadeild Fréttablaðsins spáði í spilin fyrir komandi sumar og fékk Vöndu Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara, til þess að velta fyrir sér hvernig deildin spilast á komandi leiktíð. „Þór/KA mun verja titilinn held ég og þar skiptir mestu máli að þær halda Stephany Mayor sem gerði gæfumuninn í fjölmörgum leikjum síðasta sumar. Mayor verður í lykilhlutverki í titilvörn Þórs/KA og það er sterkt fyrir norðankonur að hafa endurheimt Örnu Sif Ásgrímsdóttur í vörnina. Svo hef ég líka tröllatrú á Donna [Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA],“ sagði Vanda um toppbaráttu deildarinnar. „Ég held hins vegar að toppbaráttan verði jafnari og meira spennandi en á síðustu leiktíð. Stjarnan hefur til að mynda endurheimt Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur og Harpa Þorsteinsdóttir er í betra formi en í fyrra. Þá hefur Valur styrkt sig með Hallberu Gísladóttur og fleiri leikmönnum. Breiðablik er svo óskrifað blað, en liðið bætti við sig fjölmörgum ungum og efnilegum leikmönnum í vetur og spurning hvort þær verði nógu sterkar til þess að gera atlögu að titlinum,“ sagði Vanda um þau lið sem munu berjast við Þór/KA um Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst FH líka hafa spilað vel á undirbúningstímabilinu í vetur og FH-ingar gætu blandað sér í toppbaráttuna og í það minnsta kroppað stig af toppliðunum. Selfoss hefur svo verið að styrkja sig undanfarið með erlendum leikmönnum og það verður gaman að sjá hversu öflugir leikmenn það eru. ÍBV mun svo að öllum líkindum styrkja leikmannahóp sinn á næstu dögum, sagði Vanda sem telur að þessi þrjú lið muni sigla lygnan sjó um miðja deild. „KR, Grindavík og HK/Víkingur munu svo berjast um það að forðast fall úr deildinni. Ég held hins vegar að munurinn á bestu liðum deildarinnar og þeim sem verða í fallbaráttu sé að minnka þannig að þessi lið munu reyta stig af þeim liðum sem ég hef nefnt hér að framan,“ sagði Vanda um fallbaráttu deildarinnar. „Ég held að deildin verði jöfn, spennandi og umfram allt mjög skemmtileg í sumar. Liðin eru flest töluvert sterkari en á síðasta keppnistímabili og margar ungar og vel þjálfaðar stelpur að koma fram á sjónarsviðið. Þjálfun hefur batnað mikið undanfarin ár í kvennaknattspyrnunni bæði í yngri flokkum og í meistaraflokki. Það eru fleiri stelpur sem eru tæknilega góðar og taktískt klókar. Það er mikið tilhlökkunarefni að deildin sé loksins að fara af stað,“ sagði Vanda sem var augljóslega spennt fyrir knattspyrnusumrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira