Klæjaði í puttana alla úrslitakeppnina Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. maí 2018 17:30 Íris Björk Símonardóttir. Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir skrifaði í gær undir samning hjá Val eftir tveggja ára fjarveru frá handbolta. Var hún einn fimm leikmanna sem Valsliðið kynnti til leiks á blaðamannafundi en eftir að hafa tapað í úrslitaeinvíginu gegn Fram á dögunum stefnir Valsliðið á alla titla á komandi tímabili. Íris var valin handboltakona ársins árið 2015 eftir að hafa verið lykilleikmaður í Íslandsmeistaratitli Gróttu. Hefur hún fjórum sinnum verið valin besti markvörður Íslandsmótsins og leikið 69 landsleiki. Hún sagði að það hefði hjálpað til við ákvörðunina að kannast við nokkur andlit í Valsliðinu. „Ég kannast við nokkur andlit hérna, ég hef spilað fyrir Ágúst áður og Lovísa kemur með mér úr Gróttu. Svo hef ég bestu vinkonu mína, Önnu Úrsúlu, í liðinu og það hjálpar. Það var því auðvelt að segja já og ég get ekki beðið eftir því að fara af stað,“ sagði Íris sem fékk fleiri tilboð. „Það voru fleiri lið sem komu til greina en þetta var niðurstaðan og ég er afar sátt við hana. Umgjörðin og hefðin hérna er frábær og hér getum við, ef við höldum rétt á spilunum, barist um alla titla.“ Hún tók sér pásu frá handbolta til að einbeita sér að barneignum en hún er núna tilbúin til að snúa aftur á völlinn. „Ég held að ég hafi mætt á nánast hvern einasta leik í úrslitakeppninni og þá kemur þessi löngun til að spila aftur. Allt tímabilið hefur mig klæjað í puttana að komast aftur af stað,“ sagði Íris, sem vildi ekki fara sömu leið og Steinunn Björnsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sem sneru aftur inn á völlinn nokkrum vikum eftir barnsburð. „Þær eru þvílíkar ofurkonur, þær fæddust held ég með mikla magavöðva en ég vildi gefa mér sumarið til að komast aftur í stand,“ sagði Íris hlæjandi að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lovísa og Sandra í Val │Íris Björk tekur fram skóna Silfurlið Vals, sem tapaði úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna gegn Fram á dögunum, kynnti í dag um komu fjögurra nýrra leikmanna á Hlíðarenda fyrir næsta tímabil. 2. maí 2018 12:30 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir skrifaði í gær undir samning hjá Val eftir tveggja ára fjarveru frá handbolta. Var hún einn fimm leikmanna sem Valsliðið kynnti til leiks á blaðamannafundi en eftir að hafa tapað í úrslitaeinvíginu gegn Fram á dögunum stefnir Valsliðið á alla titla á komandi tímabili. Íris var valin handboltakona ársins árið 2015 eftir að hafa verið lykilleikmaður í Íslandsmeistaratitli Gróttu. Hefur hún fjórum sinnum verið valin besti markvörður Íslandsmótsins og leikið 69 landsleiki. Hún sagði að það hefði hjálpað til við ákvörðunina að kannast við nokkur andlit í Valsliðinu. „Ég kannast við nokkur andlit hérna, ég hef spilað fyrir Ágúst áður og Lovísa kemur með mér úr Gróttu. Svo hef ég bestu vinkonu mína, Önnu Úrsúlu, í liðinu og það hjálpar. Það var því auðvelt að segja já og ég get ekki beðið eftir því að fara af stað,“ sagði Íris sem fékk fleiri tilboð. „Það voru fleiri lið sem komu til greina en þetta var niðurstaðan og ég er afar sátt við hana. Umgjörðin og hefðin hérna er frábær og hér getum við, ef við höldum rétt á spilunum, barist um alla titla.“ Hún tók sér pásu frá handbolta til að einbeita sér að barneignum en hún er núna tilbúin til að snúa aftur á völlinn. „Ég held að ég hafi mætt á nánast hvern einasta leik í úrslitakeppninni og þá kemur þessi löngun til að spila aftur. Allt tímabilið hefur mig klæjað í puttana að komast aftur af stað,“ sagði Íris, sem vildi ekki fara sömu leið og Steinunn Björnsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sem sneru aftur inn á völlinn nokkrum vikum eftir barnsburð. „Þær eru þvílíkar ofurkonur, þær fæddust held ég með mikla magavöðva en ég vildi gefa mér sumarið til að komast aftur í stand,“ sagði Íris hlæjandi að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lovísa og Sandra í Val │Íris Björk tekur fram skóna Silfurlið Vals, sem tapaði úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna gegn Fram á dögunum, kynnti í dag um komu fjögurra nýrra leikmanna á Hlíðarenda fyrir næsta tímabil. 2. maí 2018 12:30 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Lovísa og Sandra í Val │Íris Björk tekur fram skóna Silfurlið Vals, sem tapaði úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna gegn Fram á dögunum, kynnti í dag um komu fjögurra nýrra leikmanna á Hlíðarenda fyrir næsta tímabil. 2. maí 2018 12:30