Sindri segist hafa húkkað sér far til Keflavíkur á flóttanum Birgir Olgeirsson skrifar 4. maí 2018 12:30 Sindri sést hér á Keflavíkurflugvelli þegar hann flúði land þann 17. apríl. Lögreglan á Suðurnesjum „Við spjölluðum ekki,“ segir Sindri Þór Stefánsson um Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í samtali við bandaríska dagblaðið The New York Times þar sem fjallað er um flótta hans frá fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðins. Sindri veitir dagblaðinu viðtal úr fangelsinu í Zaandam nærri Amsterdam í Hollandi þar sem honum hefur verið haldið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í miðborg Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. Hann hafði flogið með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi 17. apríl síðastliðinn en með honum í flugvélinni var Katrín Jakobsdóttir en hann segist ekki hafa spjallað við hana í fluginu. Í símaviðtalinu við blaðamann New York Times segist Sindra hafa gengið með hafnaboltahúfa og forðast augnsamband við aðra farþega. „Ég hélt höfðinu niðri eins mikið og ég gat.“Sá strax eftir að hafa flúið Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi á Íslandi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þjófnaði á 600 tölvum sem eru sérhannaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Sindri vildi ekki tjá sig um það mál við blaðamann The New York Times en ræddi hins vegar eftirsjá hans vegna flóttans. Hann segist hafa séð eftir þeirri ákvörðun um leið og hann lenti í Svíþjóð og uppgötvaði að mynd af honum var í öllum fjölmiðlum. „Ég borðaði ekki og var hnút í maganum. Ég var vonsvikinn fyrir að hafa látið fjölskyldu mína þjást og óttaðist að einhver myndi þekkja mig,“ segir sindri. Blaðamaður The New York Times greinir frá því að Sindri notaði farsímann sinn til að finna flug kvöldið sem hann ákvað að strjúka. Eftir að hafa bókað flug undir öðru nafni opnaði hann glugga og lét sig hverfa. Hann segist hafa gengið tæpa tvo kílómetra á þjóðvegi 1 og húkkað sér far til Keflavíkur. Lögreglan hefur haldið því fram að Sindri hefði átt sér vitorðsmenn á flóttanum. Sindri segist hafa tekið leigubíl í Keflavík sem fór með hann á Keflavíkurflugvöll.Tók lest, leigubíl og ferju til Þýskalands Þegar hann var kominn til Stokkhólms notaðist hann við leigubíl, lest og ferju til að komast til Þýskalands. Þar hitti hann menn sem óku honum til Amsterdam. Hann segist hafa notið um þriggja klukkustunda sem frjáls maður í Amsterdam. Í grein The New York Times kemur fram að lögreglan í Amsterdam hefði fengið ábendingu frá tveimur vegfarendum sem höfðu náð mynd af Sindra á farsíma og sögðu hann vera eftirlýstan. Skömmu síðar gaf lögreglumaður sig á tal við Sindra og bað hann um skilríki. „Ég var bara á gangi þegar það gerðist,“ segir Sindri við The New York Times.Segir fangelsi á Íslandi eins og hótel Blaðamaður The New York Times segir það koma spánskt fyrir sjónir að Sindri vilji snúa aftur til Íslands. Sindri segir hann einungis vera fangelsisnúmer í Amsterdam. Hann segist vera vannærður þar og óttast aðra fanga. Í samanburði sé fangelsi á Íslandi líkt og hótel að sögn Sindra.Spurningaflóð í heitum pottum Í greininni er rætt við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, en þar segir hann málið hafa vakið mikla athygli á meðal Íslendinga. Segist Ólafur vera spurður í ferðum sínum í heita potta í almenningssundlaugum hvort hann sé búinn að finna Sindra. Ólafur segist hafa fengið fjölda ábendinga um málið og margir hafi hringt í hann með kenningar um Bitcoin-þjófnaðinn. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45 Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00 Skipaður verjandi Sindra segir handtökuna hafa verið afar einkennilega Fannst skrýtið að heyra hversu fljótt lögreglumennirnir fundu Sindra í jafn fjölmennri borg og Amsterdam. 25. apríl 2018 14:45 Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag "Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir verjandi Sindra. 2. maí 2018 13:41 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
„Við spjölluðum ekki,“ segir Sindri Þór Stefánsson um Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í samtali við bandaríska dagblaðið The New York Times þar sem fjallað er um flótta hans frá fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðins. Sindri veitir dagblaðinu viðtal úr fangelsinu í Zaandam nærri Amsterdam í Hollandi þar sem honum hefur verið haldið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í miðborg Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. Hann hafði flogið með flugi Icelandair til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi 17. apríl síðastliðinn en með honum í flugvélinni var Katrín Jakobsdóttir en hann segist ekki hafa spjallað við hana í fluginu. Í símaviðtalinu við blaðamann New York Times segist Sindra hafa gengið með hafnaboltahúfa og forðast augnsamband við aðra farþega. „Ég hélt höfðinu niðri eins mikið og ég gat.“Sá strax eftir að hafa flúið Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi á Íslandi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þjófnaði á 600 tölvum sem eru sérhannaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Sindri vildi ekki tjá sig um það mál við blaðamann The New York Times en ræddi hins vegar eftirsjá hans vegna flóttans. Hann segist hafa séð eftir þeirri ákvörðun um leið og hann lenti í Svíþjóð og uppgötvaði að mynd af honum var í öllum fjölmiðlum. „Ég borðaði ekki og var hnút í maganum. Ég var vonsvikinn fyrir að hafa látið fjölskyldu mína þjást og óttaðist að einhver myndi þekkja mig,“ segir sindri. Blaðamaður The New York Times greinir frá því að Sindri notaði farsímann sinn til að finna flug kvöldið sem hann ákvað að strjúka. Eftir að hafa bókað flug undir öðru nafni opnaði hann glugga og lét sig hverfa. Hann segist hafa gengið tæpa tvo kílómetra á þjóðvegi 1 og húkkað sér far til Keflavíkur. Lögreglan hefur haldið því fram að Sindri hefði átt sér vitorðsmenn á flóttanum. Sindri segist hafa tekið leigubíl í Keflavík sem fór með hann á Keflavíkurflugvöll.Tók lest, leigubíl og ferju til Þýskalands Þegar hann var kominn til Stokkhólms notaðist hann við leigubíl, lest og ferju til að komast til Þýskalands. Þar hitti hann menn sem óku honum til Amsterdam. Hann segist hafa notið um þriggja klukkustunda sem frjáls maður í Amsterdam. Í grein The New York Times kemur fram að lögreglan í Amsterdam hefði fengið ábendingu frá tveimur vegfarendum sem höfðu náð mynd af Sindra á farsíma og sögðu hann vera eftirlýstan. Skömmu síðar gaf lögreglumaður sig á tal við Sindra og bað hann um skilríki. „Ég var bara á gangi þegar það gerðist,“ segir Sindri við The New York Times.Segir fangelsi á Íslandi eins og hótel Blaðamaður The New York Times segir það koma spánskt fyrir sjónir að Sindri vilji snúa aftur til Íslands. Sindri segir hann einungis vera fangelsisnúmer í Amsterdam. Hann segist vera vannærður þar og óttast aðra fanga. Í samanburði sé fangelsi á Íslandi líkt og hótel að sögn Sindra.Spurningaflóð í heitum pottum Í greininni er rætt við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, en þar segir hann málið hafa vakið mikla athygli á meðal Íslendinga. Segist Ólafur vera spurður í ferðum sínum í heita potta í almenningssundlaugum hvort hann sé búinn að finna Sindra. Ólafur segist hafa fengið fjölda ábendinga um málið og margir hafi hringt í hann með kenningar um Bitcoin-þjófnaðinn.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45 Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00 Skipaður verjandi Sindra segir handtökuna hafa verið afar einkennilega Fannst skrýtið að heyra hversu fljótt lögreglumennirnir fundu Sindra í jafn fjölmennri borg og Amsterdam. 25. apríl 2018 14:45 Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag "Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir verjandi Sindra. 2. maí 2018 13:41 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45
Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00
Skipaður verjandi Sindra segir handtökuna hafa verið afar einkennilega Fannst skrýtið að heyra hversu fljótt lögreglumennirnir fundu Sindra í jafn fjölmennri borg og Amsterdam. 25. apríl 2018 14:45
Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag "Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir verjandi Sindra. 2. maí 2018 13:41