Kúrdar sýna ISIS-liðum miskunn Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2018 16:42 Úr réttarsal í Sýrlandi. Vísir/AP Sýrlenskir Kúrdar hafa byggt upp eigið dómskerfi á yfirráðasvæði þeirra í austurhluta Sýrlands. Réttarkerfi þetta er ekki viðurkennt af ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, né alþjóðasamfélaginu en þrátt fyrir það eru réttarhöld yfir vígamönnum Íslamska ríkisins, sem regnhlífarsamtökin SDF hafa handsamað, þegar byrjuð. Nálgun Kúrda virðist vera að sýna vígamönnum miskunn með tilliti til þess að reyna að skapa frið til lengdar og að brúa bilið á milli þjóðfélagshópa á svæðinu. Það er í ákveðinni andstöðu við nálgun yfirvalda í Írak þar sem vígamenn ISIS eru iðulega dæmdir til dauða og það eftir stutt og óformleg réttarhöld. Menn sem grunaðir eru um tengsl við samtökin hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Kúrdar felldu niður dauðarefsingu og tilkynntu að dómar vígamanna sem gefa sig fram verða styttir. Nú þegar segjast þeir hafa réttað yfir rúmlega 1.500 Sýrlendingum sem gengu til liðs við Íslamska ríkið.Blaðamenn AP fréttaveitunnar fengu nýverið að fylgjast með réttarhöldum yfir ISIS-liðum og segja ljóst að hið nýja kerfi þeirra sé alls ekki gallalaust. Meðal stærstu galla kerfisins er að sakborningarnir eru ekki með verjendur. Embættismenn óttast að opinbera hverjir dómarar eru þar sem sprengjuárásir og morðtilraunir gegn embættismönnum eru algengar á svæðinu og þá er ómögulegt fyrir sakborninga að áfrýja dómi sem þeir hljóta. Kúrdar hafa ekki gefið upp hve marga fanga SDF er með í haldi og segja þá tölu sífellt breytast vegna réttarhalda, nýrra handtaka og fleiri atriða. Einhverjir hafa þó fengið að ganga til liðs við SDF eftir að hafa setið út dóma sína. Áætlað er að um 400 erlendir vígamenn séu í haldi SDF og að um tvö þúsund konur, börn og fjölskyldur erlendra vígamanna séu sömuleiðis í haldi. Ekki hefur verið ákveðið hvað gera eigi við þetta fólki, þar sem heimalönd þeirra vilja ekki fá þá aftur og viðurkenna ekki dómstóla Kúrda. Aynour Pacha, sem er yfir dómurum stórs héraðs segir Kúrda hafa rétt á því að rétta yfir vígamönnum en efar að heimalönd þeirra taki við þeim eftir að þeir hafi setið út fangelsisdóma sína. „Við óskum þess að heimurinn myndi átta sig á þeirri byrði sem við berum. Þessir erlendu menn sem myrtu börnin okkar eru þung byrði.“ Í einum réttarhöldunum sem blaðamenn AP urðu vitni að var verið að rétta yfir 34 ára manni sem hafði unnið við dómskerfi ISIS. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi en dómur hans styttur í eitt er vegna þess að hann gaf sig fram. Hann spurði hvort að þeir 45 dagar sem hann hefði þegar verið í haldi yrðu dregnir frá og reyndist svo. Því næst spurði hann hvort hann mætti hringja í fjölskyldu sína og fékk hann leyfi til þess. Eftir það jós hann lofi yfir dómara sína. Réttað hefur verið yfir nokkrum Írökum og sagði einn við blaðamenn AP að hann hefði gefið sig fram við Kúrda af ótta við að lenda í höndum vopnaðra sveita sjíta í Írak. Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar hafa byggt upp eigið dómskerfi á yfirráðasvæði þeirra í austurhluta Sýrlands. Réttarkerfi þetta er ekki viðurkennt af ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, né alþjóðasamfélaginu en þrátt fyrir það eru réttarhöld yfir vígamönnum Íslamska ríkisins, sem regnhlífarsamtökin SDF hafa handsamað, þegar byrjuð. Nálgun Kúrda virðist vera að sýna vígamönnum miskunn með tilliti til þess að reyna að skapa frið til lengdar og að brúa bilið á milli þjóðfélagshópa á svæðinu. Það er í ákveðinni andstöðu við nálgun yfirvalda í Írak þar sem vígamenn ISIS eru iðulega dæmdir til dauða og það eftir stutt og óformleg réttarhöld. Menn sem grunaðir eru um tengsl við samtökin hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Kúrdar felldu niður dauðarefsingu og tilkynntu að dómar vígamanna sem gefa sig fram verða styttir. Nú þegar segjast þeir hafa réttað yfir rúmlega 1.500 Sýrlendingum sem gengu til liðs við Íslamska ríkið.Blaðamenn AP fréttaveitunnar fengu nýverið að fylgjast með réttarhöldum yfir ISIS-liðum og segja ljóst að hið nýja kerfi þeirra sé alls ekki gallalaust. Meðal stærstu galla kerfisins er að sakborningarnir eru ekki með verjendur. Embættismenn óttast að opinbera hverjir dómarar eru þar sem sprengjuárásir og morðtilraunir gegn embættismönnum eru algengar á svæðinu og þá er ómögulegt fyrir sakborninga að áfrýja dómi sem þeir hljóta. Kúrdar hafa ekki gefið upp hve marga fanga SDF er með í haldi og segja þá tölu sífellt breytast vegna réttarhalda, nýrra handtaka og fleiri atriða. Einhverjir hafa þó fengið að ganga til liðs við SDF eftir að hafa setið út dóma sína. Áætlað er að um 400 erlendir vígamenn séu í haldi SDF og að um tvö þúsund konur, börn og fjölskyldur erlendra vígamanna séu sömuleiðis í haldi. Ekki hefur verið ákveðið hvað gera eigi við þetta fólki, þar sem heimalönd þeirra vilja ekki fá þá aftur og viðurkenna ekki dómstóla Kúrda. Aynour Pacha, sem er yfir dómurum stórs héraðs segir Kúrda hafa rétt á því að rétta yfir vígamönnum en efar að heimalönd þeirra taki við þeim eftir að þeir hafi setið út fangelsisdóma sína. „Við óskum þess að heimurinn myndi átta sig á þeirri byrði sem við berum. Þessir erlendu menn sem myrtu börnin okkar eru þung byrði.“ Í einum réttarhöldunum sem blaðamenn AP urðu vitni að var verið að rétta yfir 34 ára manni sem hafði unnið við dómskerfi ISIS. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi en dómur hans styttur í eitt er vegna þess að hann gaf sig fram. Hann spurði hvort að þeir 45 dagar sem hann hefði þegar verið í haldi yrðu dregnir frá og reyndist svo. Því næst spurði hann hvort hann mætti hringja í fjölskyldu sína og fékk hann leyfi til þess. Eftir það jós hann lofi yfir dómara sína. Réttað hefur verið yfir nokkrum Írökum og sagði einn við blaðamenn AP að hann hefði gefið sig fram við Kúrda af ótta við að lenda í höndum vopnaðra sveita sjíta í Írak.
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira