Dagur getur hugsað sér að myndaður verði rúmur meirihluti Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2018 13:20 Dagur B. Eggertsson. Vísir/Sigtryggur Ari Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vel geta hugsað sér að myndaður verði meirihluti fleiri flokka en þarf til að mynda meirihluta að loknum kosningum. Það hafi verið gert síðast og gefist vel. Þrír flokkar af fjórum sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur héldu meirihluta sínum ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Samfylkingin fengi 30,5 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa ef kosið yrði í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn með 22,4 prósent og fengi sex borgarfulltrúa. Þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og bjóða einnig fram í kosningunum hinn 26. maí héldu meirihluta sínum en Vinstri græn fengju 11 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa og Píratar 7,5 prósent og tvo fulltrúa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar er mjög sáttur við könnunina. „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með. Ég held að það sé að teiknast upp býsna skýrir valkostir í kosningunum. Þar sem við stöndum fyrir þróun Reykjavíkur í græna átt. Í átt að fjölbreyttari og áhugaverðari borg sem er jafnframt borg fyrir alla,“ segir Dagur. Viðreisn og Miðflokkurinn eru sterkastir nýrra flokka. Viðreisn mælist með 8 prósenta fylgi og fengi tvo fulltrúa eins og Miðflokkurinn sem mælist með rúmlega 7 prósenta fylgi. Í núverandi meirihluta eru fleiri flokkar en þurfti eftir kosningar og getur borgarstjóri hugsað sér að fara sömu leið nú. „Mér finnst þetta hafa gefið mjög góða raun á þessu kjörtímabili; að vera fleiri flokkar en þarf. Því galdurinn við að stýra borg er að átta sig á að þar býr alls konar fólk og það þarf að taka tilliti til margra sjónarmiða. Þó að það skipti líka máli að vera nokkurn veginn á sömu leið inn í framtíðina,“ segir Dagur. Þá fengi Sósíalistaflokkurinn 3,1 prósent, Flokkur fólksins 2,8 prósent og Framsóknarflokkurinn og Kvennaframboðið fengju 2,5 prósent hvor flokkur. Önnur framboð mælast með innan við eitt prósent eða ekkert fylgi en sextán flokkar bjóða fram í komandi kosningum í borginni. Könnunin var gerð í gær, hringt var í 1.050 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 796 samkvæmt lagskiptu úrtaki. Svarhlutfallið var 75,8 prósent. 52,9 prósent þeirra sem náðist í tóku afstöðu til spurningarinnar, 11,4 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 17,6 prósent sögðust óákveðin og 18,0 prósent vildu ekki svara spurningunni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vel geta hugsað sér að myndaður verði meirihluti fleiri flokka en þarf til að mynda meirihluta að loknum kosningum. Það hafi verið gert síðast og gefist vel. Þrír flokkar af fjórum sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur héldu meirihluta sínum ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Samfylkingin fengi 30,5 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa ef kosið yrði í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn með 22,4 prósent og fengi sex borgarfulltrúa. Þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og bjóða einnig fram í kosningunum hinn 26. maí héldu meirihluta sínum en Vinstri græn fengju 11 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa og Píratar 7,5 prósent og tvo fulltrúa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar er mjög sáttur við könnunina. „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með. Ég held að það sé að teiknast upp býsna skýrir valkostir í kosningunum. Þar sem við stöndum fyrir þróun Reykjavíkur í græna átt. Í átt að fjölbreyttari og áhugaverðari borg sem er jafnframt borg fyrir alla,“ segir Dagur. Viðreisn og Miðflokkurinn eru sterkastir nýrra flokka. Viðreisn mælist með 8 prósenta fylgi og fengi tvo fulltrúa eins og Miðflokkurinn sem mælist með rúmlega 7 prósenta fylgi. Í núverandi meirihluta eru fleiri flokkar en þurfti eftir kosningar og getur borgarstjóri hugsað sér að fara sömu leið nú. „Mér finnst þetta hafa gefið mjög góða raun á þessu kjörtímabili; að vera fleiri flokkar en þarf. Því galdurinn við að stýra borg er að átta sig á að þar býr alls konar fólk og það þarf að taka tilliti til margra sjónarmiða. Þó að það skipti líka máli að vera nokkurn veginn á sömu leið inn í framtíðina,“ segir Dagur. Þá fengi Sósíalistaflokkurinn 3,1 prósent, Flokkur fólksins 2,8 prósent og Framsóknarflokkurinn og Kvennaframboðið fengju 2,5 prósent hvor flokkur. Önnur framboð mælast með innan við eitt prósent eða ekkert fylgi en sextán flokkar bjóða fram í komandi kosningum í borginni. Könnunin var gerð í gær, hringt var í 1.050 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 796 samkvæmt lagskiptu úrtaki. Svarhlutfallið var 75,8 prósent. 52,9 prósent þeirra sem náðist í tóku afstöðu til spurningarinnar, 11,4 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 17,6 prósent sögðust óákveðin og 18,0 prósent vildu ekki svara spurningunni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30