T-Mobile og Sprint í eina sæng Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2018 06:57 John Legere, forstjóri T-Mobile, er spenntur fyrir samrunanum. Vísir/getty Bandaríski fjarskiptarisinn T-Mobile hefur samþykkt að festa kaup á einum helsta keppinauti sínum, fjarskiptafyrirtækinu Sprint, fyrir um 26 milljarða bandaríkjadala. Upphæðin nemur um 2600 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða samruna þriðja og fjórða stærsta fjarskiptafyrirtækis Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja að samruninn muni auka samkeppnishæfni sameinaðs fyrirtækis og auðvelda því að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Þeir eru um 130 milljónir talsins. Þó má ætla að eitthvað sé í það að samruninn gangi í gegn. Samkeppnisyfirvöld vestanhafs eiga eftir að gefa grænt ljós á samrunann, sem talinn er geta haft töluverð áhrif á verðlag á bandarískum fjarskiptamarkaði. Fyrirtækin tvö hafa rætt samruna frá árinu 2014 en ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, lagði stein í götu viðræðnanna til að sporna við auðhringamyndun í geiranum. Forstjóri T-Mobile, John Legere, er þó hvergi banginn og segir að hið sameinaða fyrirtæki muni verja 40 milljörðum dala, 4000 milljörðum króna, í þróun og uppsetningu nýs 5G fjarskiptanets. Hann segir afkastagetu slíks nets vera um 30-falt meiri en núverandi kerfis.With @Sprint's incredible 2.5 GHz spectrum, @TMobile's nationwide 600 MHz + our other combined assets… Together, we will build the highest-capacity mobile network in US history!! I'm talking 30X more capacity than T-Mobile today!! #5GForAll https://t.co/5eK0nITWKh— John Legere (@JohnLegere) April 29, 2018 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríski fjarskiptarisinn T-Mobile hefur samþykkt að festa kaup á einum helsta keppinauti sínum, fjarskiptafyrirtækinu Sprint, fyrir um 26 milljarða bandaríkjadala. Upphæðin nemur um 2600 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða samruna þriðja og fjórða stærsta fjarskiptafyrirtækis Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja að samruninn muni auka samkeppnishæfni sameinaðs fyrirtækis og auðvelda því að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Þeir eru um 130 milljónir talsins. Þó má ætla að eitthvað sé í það að samruninn gangi í gegn. Samkeppnisyfirvöld vestanhafs eiga eftir að gefa grænt ljós á samrunann, sem talinn er geta haft töluverð áhrif á verðlag á bandarískum fjarskiptamarkaði. Fyrirtækin tvö hafa rætt samruna frá árinu 2014 en ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, lagði stein í götu viðræðnanna til að sporna við auðhringamyndun í geiranum. Forstjóri T-Mobile, John Legere, er þó hvergi banginn og segir að hið sameinaða fyrirtæki muni verja 40 milljörðum dala, 4000 milljörðum króna, í þróun og uppsetningu nýs 5G fjarskiptanets. Hann segir afkastagetu slíks nets vera um 30-falt meiri en núverandi kerfis.With @Sprint's incredible 2.5 GHz spectrum, @TMobile's nationwide 600 MHz + our other combined assets… Together, we will build the highest-capacity mobile network in US history!! I'm talking 30X more capacity than T-Mobile today!! #5GForAll https://t.co/5eK0nITWKh— John Legere (@JohnLegere) April 29, 2018
Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira