Frelsisflokkurinn gegn alþjóðavæðingu, fjölmenningarstefnu og mosku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2018 17:59 Frelsisflokkurinn kynnti stefnumál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Gunnlaugur Ingvarsson formaður flokksins leggur áherslu á innflytjendamál, niðurskurð í yfirstjórn borgarinnar og rafbílavæðingu. Flokkurinn hafni borgarlínu og mosku í Reykjavík. Hann segist berjast gegn taumlausri alþjóðavæðingu og misheppnaðri fjölmenningarstefnu og lýsir því yfir að það þurfi kjark til að berjast fyrir málefnum flokksins. „Við viljum fara mjög, mjög varlega í innflytjendamálum og hælisleitendarmálin finnst okkur komin alveg úr böndunum. Þess vegna viljum við að Reykjavíkurborg rifti samningi við Útlendingastofnun um að útvega hælisleitendum húsnæði í borginni. Það gerist meðan við erum í vandræðum með að skaffa okkar eigin íbúum húsnæði,“ segir Gunnlaugur. Hann hafnar því að stefna flokksins beri vott um fordóma. „Við erum ekki með neina fordóma gagnvart fólki. Við viljum að allir sem hér eru geti fengið að lifa hér og allir njóti jafnréttis. Við viljum hins vegar ekki stuðla að því að hér verði opnað fyrir hælisleitendur. Hér sækja um sex sinnum fleiri hælisleitendur um en í Danmörku,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir flokkinn hafna borgarlínu og mosku í Reykjavík, skera eigi niður í yfirstjórn borgarinnar og þrífa borgina mun betur. Fyrst og fremst eigi að leggja áherslu á grunnþjónustu við íbúa. „Það þarf að þrífa götur og veggi borgarinnar af svifryki og veggjakroti. Þessari grunnþjónustu hefur ekkert verið sinnt. Hér eru endalaus gæluverkefni við flóttafólk og hælisleitendur, hér er snobb gagnvart öfga femínistum, hér er eitthvað mannréttindaráð með ellefu manns, hér er sóað fjármunum borgarbúa í alls konar gæluverkefni. Meðan það á fyrst og fremst að sinna grunnþjónustu við borgarbúa,“ segir Gunnlaugur. Aðspurður um hvort það sé jarðvegur meðal kjósenda fyrir sjónarmið flokksins segir Gunnlaugur að svo sé alveg tvímælalaust. „Öldur frelsisins eru að brotna á Evrópu, þær eiga bara eftir að koma hingað og við ætlum að hjálpa til við það,“ segir Gunnlaugur. Kosningar 2018 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Frelsisflokkurinn kynnti stefnumál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Gunnlaugur Ingvarsson formaður flokksins leggur áherslu á innflytjendamál, niðurskurð í yfirstjórn borgarinnar og rafbílavæðingu. Flokkurinn hafni borgarlínu og mosku í Reykjavík. Hann segist berjast gegn taumlausri alþjóðavæðingu og misheppnaðri fjölmenningarstefnu og lýsir því yfir að það þurfi kjark til að berjast fyrir málefnum flokksins. „Við viljum fara mjög, mjög varlega í innflytjendamálum og hælisleitendarmálin finnst okkur komin alveg úr böndunum. Þess vegna viljum við að Reykjavíkurborg rifti samningi við Útlendingastofnun um að útvega hælisleitendum húsnæði í borginni. Það gerist meðan við erum í vandræðum með að skaffa okkar eigin íbúum húsnæði,“ segir Gunnlaugur. Hann hafnar því að stefna flokksins beri vott um fordóma. „Við erum ekki með neina fordóma gagnvart fólki. Við viljum að allir sem hér eru geti fengið að lifa hér og allir njóti jafnréttis. Við viljum hins vegar ekki stuðla að því að hér verði opnað fyrir hælisleitendur. Hér sækja um sex sinnum fleiri hælisleitendur um en í Danmörku,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir flokkinn hafna borgarlínu og mosku í Reykjavík, skera eigi niður í yfirstjórn borgarinnar og þrífa borgina mun betur. Fyrst og fremst eigi að leggja áherslu á grunnþjónustu við íbúa. „Það þarf að þrífa götur og veggi borgarinnar af svifryki og veggjakroti. Þessari grunnþjónustu hefur ekkert verið sinnt. Hér eru endalaus gæluverkefni við flóttafólk og hælisleitendur, hér er snobb gagnvart öfga femínistum, hér er eitthvað mannréttindaráð með ellefu manns, hér er sóað fjármunum borgarbúa í alls konar gæluverkefni. Meðan það á fyrst og fremst að sinna grunnþjónustu við borgarbúa,“ segir Gunnlaugur. Aðspurður um hvort það sé jarðvegur meðal kjósenda fyrir sjónarmið flokksins segir Gunnlaugur að svo sé alveg tvímælalaust. „Öldur frelsisins eru að brotna á Evrópu, þær eiga bara eftir að koma hingað og við ætlum að hjálpa til við það,“ segir Gunnlaugur.
Kosningar 2018 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira