"Ætli ég geti ekki kallað mig rithöfund núna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2018 15:00 Eva Björg Ægisdóttir, önnur frá hægri, ásamt Elizu Reid, Ragnari Jónassyni og Yrsu Sigurðardóttur. Skagamærin Eva Björg Ægisdóttir, 29 ára þriggja barna móðir, er handhafi Spennusagnaverðlaunanna Svartfuglsins sem veitt voru í Veröld - húsi Vigdísar í fyrsta skipti í gær. Bók hennar Marrið í stiganum er komin í verslanir. Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til verðlaunanna í fyrra í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld. Vann smásagnakeppni Eva Björg fékk að vita í febrúar að hún hefði borið sigur úr býtum en valið var ekki gert opinbert fyrr en í gær. Það er skammt stórra högga á milli hjá Evu Björgu sem eignaðist stúlku fyrir fjórum vikum. „Ætli ég geti ekki kallað mig rithöfund núna þegar ég er búin að gefa út bók,“ segir Eva Björg um sögu sína við skriftir. Hún hafi frá unga aldri notið þess að skrifa og vann til verðlauna fyrir smásögur á unglingsárum. Eva Björg er í sambúð með Gunnari Kristjánssyni, jarðfræðingi og knattspyrnukappa, og búa þau í vesturbænum á æskuslóðum Gunnars. Saga Evu Bjargar gerist hins vegar á hennar æskuslóðum, Akranesi.„Ég hef alltaf búið þar þangað til nýlega. Það er gaman að hún gerist í smábæ, þeim smábæ sem ég þekki best.“Tilkynnt var um Svartfuglinn í fyrra og ákvað Eva að taka þátt.Gunnar og Eva Björg eru rík þegar kemur að börnum. Í hópinn hefur bæst fjögurra vikna stúlka.Fann tíma til skrifta í þéttskipaðri dagskrá„Ég var byrjuð að vinna í bók, sem er eitthvað sem ég ætlaði alltaf að gera,“ segir Eva. Hún hafi fengið sér vinnu sem flugfreyja og fann tíma, þrátt fyrir miklar annir á heimilinu, til að skrifa í vaktafríum sínum. Auk þess var hún á fullu í meistaranámi sínu í hnattvæðingu.Og nú þegar bókin er komin út er Eva Björg farin að velta næstu skrefum fyrir sér, meðfram því að sinna börnunum.„Ég er með nokkrar hugmyndir. Það er reyndar búið að vera ansi mikið að gera undanfarið en ég ætla að halda áfram,“ segir Eva Björg. Það væri draumur að geta séð fyrir sér með skrifum.„En það er erfitt á Íslandi. Maður þarf að selja eitthvað út ef maður ætlar að gera það,“ segir Eva. Þá kemur sér vel að hluti af verðlaununum, 500 þúsund krónur, er samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015. Marrið í stiganum kom út í dag.Boltaferð fyrir verðlaunaféð?Sem fyrr segir er unnusti Evu Bjargar mikill knattspyrnumaður og stuðningsmaður Liverpool. Verðlaunaféð mun þó ekki fara í ferðalag á HM í Rússlandi í sumar.„Það er svo langt til Rússlands. Kannski förum við til Bretlands að horfa á Liverpool,“ segir Eva á léttum nótum.Eliza Reid, forsetafrú og bókmenntafrömuður, afhenti verðlaunin og fyrsta eintak bókarinnar, Marrið í stiganum, sem kom út í dag. Í áliti dómnefndar um bókina segir m.a.: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita innsýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, söguþráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart.“Í upphafi bókarinnar komast lesendur að því að ung kona hafi fundist myrt í fjörunni við Akranes.Hin látna reynist hafa búið sem barn í bænum en flutti skyndilega burt ásamt móður sinni. Lögreglukonan Elma, sem er nýflutt á Skagann, rannsakar málið ásamt samstarfsmönnum sínum. Upp á yfirborðið koma ýmis skuggaleg mál úr fortíðinni en Elma þarf líka að takast á við atburði í eigin lífi sem hröktu hana aftur heim á æskuslóðirnar. Bókmenntir Menning Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira
Skagamærin Eva Björg Ægisdóttir, 29 ára þriggja barna móðir, er handhafi Spennusagnaverðlaunanna Svartfuglsins sem veitt voru í Veröld - húsi Vigdísar í fyrsta skipti í gær. Bók hennar Marrið í stiganum er komin í verslanir. Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til verðlaunanna í fyrra í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld. Vann smásagnakeppni Eva Björg fékk að vita í febrúar að hún hefði borið sigur úr býtum en valið var ekki gert opinbert fyrr en í gær. Það er skammt stórra högga á milli hjá Evu Björgu sem eignaðist stúlku fyrir fjórum vikum. „Ætli ég geti ekki kallað mig rithöfund núna þegar ég er búin að gefa út bók,“ segir Eva Björg um sögu sína við skriftir. Hún hafi frá unga aldri notið þess að skrifa og vann til verðlauna fyrir smásögur á unglingsárum. Eva Björg er í sambúð með Gunnari Kristjánssyni, jarðfræðingi og knattspyrnukappa, og búa þau í vesturbænum á æskuslóðum Gunnars. Saga Evu Bjargar gerist hins vegar á hennar æskuslóðum, Akranesi.„Ég hef alltaf búið þar þangað til nýlega. Það er gaman að hún gerist í smábæ, þeim smábæ sem ég þekki best.“Tilkynnt var um Svartfuglinn í fyrra og ákvað Eva að taka þátt.Gunnar og Eva Björg eru rík þegar kemur að börnum. Í hópinn hefur bæst fjögurra vikna stúlka.Fann tíma til skrifta í þéttskipaðri dagskrá„Ég var byrjuð að vinna í bók, sem er eitthvað sem ég ætlaði alltaf að gera,“ segir Eva. Hún hafi fengið sér vinnu sem flugfreyja og fann tíma, þrátt fyrir miklar annir á heimilinu, til að skrifa í vaktafríum sínum. Auk þess var hún á fullu í meistaranámi sínu í hnattvæðingu.Og nú þegar bókin er komin út er Eva Björg farin að velta næstu skrefum fyrir sér, meðfram því að sinna börnunum.„Ég er með nokkrar hugmyndir. Það er reyndar búið að vera ansi mikið að gera undanfarið en ég ætla að halda áfram,“ segir Eva Björg. Það væri draumur að geta séð fyrir sér með skrifum.„En það er erfitt á Íslandi. Maður þarf að selja eitthvað út ef maður ætlar að gera það,“ segir Eva. Þá kemur sér vel að hluti af verðlaununum, 500 þúsund krónur, er samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015. Marrið í stiganum kom út í dag.Boltaferð fyrir verðlaunaféð?Sem fyrr segir er unnusti Evu Bjargar mikill knattspyrnumaður og stuðningsmaður Liverpool. Verðlaunaféð mun þó ekki fara í ferðalag á HM í Rússlandi í sumar.„Það er svo langt til Rússlands. Kannski förum við til Bretlands að horfa á Liverpool,“ segir Eva á léttum nótum.Eliza Reid, forsetafrú og bókmenntafrömuður, afhenti verðlaunin og fyrsta eintak bókarinnar, Marrið í stiganum, sem kom út í dag. Í áliti dómnefndar um bókina segir m.a.: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita innsýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, söguþráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart.“Í upphafi bókarinnar komast lesendur að því að ung kona hafi fundist myrt í fjörunni við Akranes.Hin látna reynist hafa búið sem barn í bænum en flutti skyndilega burt ásamt móður sinni. Lögreglukonan Elma, sem er nýflutt á Skagann, rannsakar málið ásamt samstarfsmönnum sínum. Upp á yfirborðið koma ýmis skuggaleg mál úr fortíðinni en Elma þarf líka að takast á við atburði í eigin lífi sem hröktu hana aftur heim á æskuslóðirnar.
Bókmenntir Menning Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira