Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2018 19:58 Kim Jong-un og Moon Jae-in. Vísir/AFP Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Á fundi þeirra á föstudaginn hét Kim því að loka kjarnorkuvopnatilraunastað Norður-Kóreu í næsta mánuði. Efasemdir eru uppi um hvort að Norður-Kórea muni í raun láta af kjarnorkuvopnum sínum og tók John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, fréttunum af varkárni. „Við höfum heyrt þetta áður,“ sagði Bolton í sjónvarpsviðtali í dag. „Við viljum sjá sannanir um að þeim sé alvara og þetta sé ekki bara áróður.“Í samtali við AP fréttaveituna segja embættismenn frá Suður-Kóreu, sem hafa komið að undirbúningi fundar Kim og Trump, að Kim virðist tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þá lýsti hann yfir jákvæðni sinni gagnvart fundinum með Trump.Á fundi leiðtoganna á föstudaginn sagði Kim einnig að yfirvöld hans ætluð að samræma tíma þeirra aftur við Suður-Kóreu. Árið 2015 var sérstakt tímabelti búið til fyrir einræðisríkið sem er 30 mínútum á eftir Suður-Kóreu og Japan.Nefndi versta mögulega dæmið Í áðurnefndu viðtali í dag sagði Bolton, sem hefur lengi verið harðorður gagnvart Norður-Kóreu, að eftirlitsaðilar þyrftu að fá aðgang að ríkinu áður en látið yrði af viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart því. Í því samhengi vísaði hann til Líbíu á árunum 2003 og 2004. Þegar Muammar Gaddafi, þáverandi einræðisherra landsins, gaf frá sér kjarnorkuvopn sín. Einhverjir hafa nú bent á að þar hefði þjóðaröryggisráðgjafinn notað versta dæmið sem hann gat, þar sem Bandaríkin komu að því að steypa Gaddafi úr stóli mörgum árum seinna. Hann var síðan skotinn til bana af uppreisnarmönnum. Bolton sagði einnig að kjarnorkuvopn yrðu ekki það eina sem yrði rætt á fundi Trump og Kim. Nauðsynlegt væri að ræða einnig um efnavopn einræðisríkisins, mannrán ríkisins og eldflaugaáætlun þess, svo eitthvað sé nefnt. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Vorið breiðist út um Kóreuskagann Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. 27. apríl 2018 05:03 Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Kim Jong Un ætlar að bjóða bandarískum blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. 29. apríl 2018 08:19 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Á fundi þeirra á föstudaginn hét Kim því að loka kjarnorkuvopnatilraunastað Norður-Kóreu í næsta mánuði. Efasemdir eru uppi um hvort að Norður-Kórea muni í raun láta af kjarnorkuvopnum sínum og tók John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, fréttunum af varkárni. „Við höfum heyrt þetta áður,“ sagði Bolton í sjónvarpsviðtali í dag. „Við viljum sjá sannanir um að þeim sé alvara og þetta sé ekki bara áróður.“Í samtali við AP fréttaveituna segja embættismenn frá Suður-Kóreu, sem hafa komið að undirbúningi fundar Kim og Trump, að Kim virðist tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þá lýsti hann yfir jákvæðni sinni gagnvart fundinum með Trump.Á fundi leiðtoganna á föstudaginn sagði Kim einnig að yfirvöld hans ætluð að samræma tíma þeirra aftur við Suður-Kóreu. Árið 2015 var sérstakt tímabelti búið til fyrir einræðisríkið sem er 30 mínútum á eftir Suður-Kóreu og Japan.Nefndi versta mögulega dæmið Í áðurnefndu viðtali í dag sagði Bolton, sem hefur lengi verið harðorður gagnvart Norður-Kóreu, að eftirlitsaðilar þyrftu að fá aðgang að ríkinu áður en látið yrði af viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart því. Í því samhengi vísaði hann til Líbíu á árunum 2003 og 2004. Þegar Muammar Gaddafi, þáverandi einræðisherra landsins, gaf frá sér kjarnorkuvopn sín. Einhverjir hafa nú bent á að þar hefði þjóðaröryggisráðgjafinn notað versta dæmið sem hann gat, þar sem Bandaríkin komu að því að steypa Gaddafi úr stóli mörgum árum seinna. Hann var síðan skotinn til bana af uppreisnarmönnum. Bolton sagði einnig að kjarnorkuvopn yrðu ekki það eina sem yrði rætt á fundi Trump og Kim. Nauðsynlegt væri að ræða einnig um efnavopn einræðisríkisins, mannrán ríkisins og eldflaugaáætlun þess, svo eitthvað sé nefnt.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Vorið breiðist út um Kóreuskagann Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. 27. apríl 2018 05:03 Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Kim Jong Un ætlar að bjóða bandarískum blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. 29. apríl 2018 08:19 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42
Vorið breiðist út um Kóreuskagann Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. 27. apríl 2018 05:03
Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Kim Jong Un ætlar að bjóða bandarískum blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. 29. apríl 2018 08:19
Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18