Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2018 13:00 Hér sjást þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar Alþingi var sett í desember síðastliðnum. visir/ernir Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Sextán stjórnarfrumvörp eru á dagskrá Alþingis til fyrstu umræðu í dag ásamt tveimur beiðnum frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um skýrslur. Í dag eru fjórtán þingfundardagar eftir á Alþingi áður en þingið gerir hlé á störfum sínum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hinn 26. maí. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að koma seint fram með mál á þinginu og því hafi lítið verið að gera á fyrstu vikum þess eftir áramót. Þá hefur stjórnarandstaðan varað við því að mál muni ekki fá hraðafgreiðslu. Það er greinilegt á dagskrá þingsins í dag að ríkisstjórnin hefur tekið á sig rögg varðandi framlagningu mála því sextán stjórnarfrumvörp koma til fyrstu umræðu í dag. Þá verða teknar fyrir tvær beiðnir frá stjórnarandstöðunni um skýrslur. Annars vegar frá þingmönnum allra stjórnarandstöðuflokkanna um upplýsingaveitu stjórnvalda til Alþinigs og hins vegar beiðni frá þingmönnum Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins um skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir ekki víst að ríkisstjórnin komi öllum sínum málum til lokaafgreiðslu á vorþingi. „Ríkisstjórnin virðist hafa vaknað á endanum. Þetta gat ekki gengið svona. En það á eftir að koma í ljós hvort þetta er full seint til að koma öllum málunum í gegn því það eru ekki margir þingdagar eftir,“segir Gunnar Bragi. Það kunni því að verða snúið að afgreiða öll stjórnarfrumvörp fyrir þinghlé þótt búið sé að bæta við nefndardögum í dagskrá þingsins.Fyrir utan þennan fjölda stjórnarfrumvarpa liggi nýframlögð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir þinginu sem stefnt sé að að afgreiða til nefndar í þessari viku. „En þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Þannig að það er að sjálfsögðu alveg óvíst hvað næst að klárast fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eða þessum stutta búti eftir þær.“Hvar heldur þú að helstu átakalínur liggi á þessum vikum sem eru framundan? „Þær hljóta að liggja í fjármálaáætlun og málum sem tengjast henni. Það eru komnar fram tillögur um byggðamál og ýmislegt annað. Þetta þarf allt að lesast saman. Þannig að mér sýnist í fljótu bragði að það sé ekki alveg samhljómur á milli loforðanna og pælinganna í byggðaáætlun og fjármálaáætlun. Það eru ýmsir svona hlutir sem þarf að lesa saman og við munum fara í það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Sextán stjórnarfrumvörp eru á dagskrá Alþingis til fyrstu umræðu í dag ásamt tveimur beiðnum frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um skýrslur. Í dag eru fjórtán þingfundardagar eftir á Alþingi áður en þingið gerir hlé á störfum sínum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hinn 26. maí. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að koma seint fram með mál á þinginu og því hafi lítið verið að gera á fyrstu vikum þess eftir áramót. Þá hefur stjórnarandstaðan varað við því að mál muni ekki fá hraðafgreiðslu. Það er greinilegt á dagskrá þingsins í dag að ríkisstjórnin hefur tekið á sig rögg varðandi framlagningu mála því sextán stjórnarfrumvörp koma til fyrstu umræðu í dag. Þá verða teknar fyrir tvær beiðnir frá stjórnarandstöðunni um skýrslur. Annars vegar frá þingmönnum allra stjórnarandstöðuflokkanna um upplýsingaveitu stjórnvalda til Alþinigs og hins vegar beiðni frá þingmönnum Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins um skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir ekki víst að ríkisstjórnin komi öllum sínum málum til lokaafgreiðslu á vorþingi. „Ríkisstjórnin virðist hafa vaknað á endanum. Þetta gat ekki gengið svona. En það á eftir að koma í ljós hvort þetta er full seint til að koma öllum málunum í gegn því það eru ekki margir þingdagar eftir,“segir Gunnar Bragi. Það kunni því að verða snúið að afgreiða öll stjórnarfrumvörp fyrir þinghlé þótt búið sé að bæta við nefndardögum í dagskrá þingsins.Fyrir utan þennan fjölda stjórnarfrumvarpa liggi nýframlögð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir þinginu sem stefnt sé að að afgreiða til nefndar í þessari viku. „En þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Þannig að það er að sjálfsögðu alveg óvíst hvað næst að klárast fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eða þessum stutta búti eftir þær.“Hvar heldur þú að helstu átakalínur liggi á þessum vikum sem eru framundan? „Þær hljóta að liggja í fjármálaáætlun og málum sem tengjast henni. Það eru komnar fram tillögur um byggðamál og ýmislegt annað. Þetta þarf allt að lesast saman. Þannig að mér sýnist í fljótu bragði að það sé ekki alveg samhljómur á milli loforðanna og pælinganna í byggðaáætlun og fjármálaáætlun. Það eru ýmsir svona hlutir sem þarf að lesa saman og við munum fara í það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira