Forsætisráðherra segir þingmann Miðflokks fara með þvætting Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2018 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsraðað í þágu heilbrigðismála upp á 60 milljarða og 40 milljarða til annarra velferðarmála í áætluninni. Vísir/Hanna Forsætisráðherra sagði þingmann Miðflokksins vera með þvætting í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun þegar hann sagði vogunarsjóðum hampað á kostnað öryrkja. Með fjármálaáætluninni væri verið að efla alla innviði samfélagsins og stórauka framlög til velferðarmála. Umræður um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófust á Alþingi í gær og stóðu fram á kvöld. Umræðunum verður framhaldið í dag og á morgun en í dag fara einstakir ráðherrar yfir sína málaflokka í áætluninni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsraðað í þágu heilbrigðismála upp á 60 milljarða og 40 milljarða til annarra velferðarmála í áætluninni. „Það liggur fyrir að þessi fjármálaáætlun sem við ræðum hér er sóknaráætlun. Hún snýst um að styrkja samfélagslega innviði. Heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og svo mætti áfram telja,“ sagði Katrín. Tekið verði upp samtal við verkalýðshreyfinguna um samspil skatta- og bótakerfa. „Ég vil sérstaklega nefna áætlanir um að draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga sem verið hefur meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ sagði forsætisráðherra. Kallað eftir meiri jöfnuði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að fyrirhugaðar skattabreytingar ykju ekki jöfnuð til að mynda með því að styrkja barnabótakerfið. „Ég tel það vera pólitíska ákvörðun að nýta jöfnunartækin. Sem eru barnabætur, sem eru húsnæðisstuðningur og hærri persónuafsláttur,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina þegar hafa gripið til skattalagabreytinga til jöfnuðar með hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósentustig. Þá væri mikilvægt að ná samstöðu með verkalýðshreyfingunni um aðrar breytingar. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um undanlátsemi við vogunarsjóði í Kaupþingi sem fengju skattalækkun upp á tvo milljarða með afnámi bankaskatts. „Ekki tveir milljarðar til eldri borgara, ekki tveir milljarðar til öryrkja og ekki tveir milljarðar í samgöngur. Nei, tveir milljarðar í bónusa til vogunarsjóðanna í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ sagði Birgir. „Herra forseti ég er nú bara með gátu og hún er; hversu mörgum rangfærslum er hægt að koma fyrir á tveimur mínútum? Því ég held að háttvirtur þingmaður Birgir Þórarinsson hafi slegið einhvers konar met hér í þessari svo kölluðu fyrirspurn,“ sagði forsætisráðherra.Bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara Katrín lýsti efasemdum um að Birgir hefði lesið fjármálaáætlunina þar sem ræða hans bæri þess lítil merki. Framlög til örorkulífeyrisþega hækkuðu um sex milljarða á næsta ári og um tvo milljarða til eldri borgara. „Það á að lækka bankaskattinn um 5,7 milljarða króna. Þar af fara tveir milljarðar beint til vogunarsjóðanna í Kaupþingi. Þetta er ósköp einfalt. Það er ekki hægt að þræta fyrir þetta hæstvirtur forsætisráðherra,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra minnti á að bankaskatturinn hafi verið lagður á timabundið í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að fjármagna skuldaleiðréttinguna sem helst hefði gagnast hinum efnameiri. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Forsætisráðherra sagði þingmann Miðflokksins vera með þvætting í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun þegar hann sagði vogunarsjóðum hampað á kostnað öryrkja. Með fjármálaáætluninni væri verið að efla alla innviði samfélagsins og stórauka framlög til velferðarmála. Umræður um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófust á Alþingi í gær og stóðu fram á kvöld. Umræðunum verður framhaldið í dag og á morgun en í dag fara einstakir ráðherrar yfir sína málaflokka í áætluninni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsraðað í þágu heilbrigðismála upp á 60 milljarða og 40 milljarða til annarra velferðarmála í áætluninni. „Það liggur fyrir að þessi fjármálaáætlun sem við ræðum hér er sóknaráætlun. Hún snýst um að styrkja samfélagslega innviði. Heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og svo mætti áfram telja,“ sagði Katrín. Tekið verði upp samtal við verkalýðshreyfinguna um samspil skatta- og bótakerfa. „Ég vil sérstaklega nefna áætlanir um að draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga sem verið hefur meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ sagði forsætisráðherra. Kallað eftir meiri jöfnuði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að fyrirhugaðar skattabreytingar ykju ekki jöfnuð til að mynda með því að styrkja barnabótakerfið. „Ég tel það vera pólitíska ákvörðun að nýta jöfnunartækin. Sem eru barnabætur, sem eru húsnæðisstuðningur og hærri persónuafsláttur,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina þegar hafa gripið til skattalagabreytinga til jöfnuðar með hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósentustig. Þá væri mikilvægt að ná samstöðu með verkalýðshreyfingunni um aðrar breytingar. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um undanlátsemi við vogunarsjóði í Kaupþingi sem fengju skattalækkun upp á tvo milljarða með afnámi bankaskatts. „Ekki tveir milljarðar til eldri borgara, ekki tveir milljarðar til öryrkja og ekki tveir milljarðar í samgöngur. Nei, tveir milljarðar í bónusa til vogunarsjóðanna í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ sagði Birgir. „Herra forseti ég er nú bara með gátu og hún er; hversu mörgum rangfærslum er hægt að koma fyrir á tveimur mínútum? Því ég held að háttvirtur þingmaður Birgir Þórarinsson hafi slegið einhvers konar met hér í þessari svo kölluðu fyrirspurn,“ sagði forsætisráðherra.Bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara Katrín lýsti efasemdum um að Birgir hefði lesið fjármálaáætlunina þar sem ræða hans bæri þess lítil merki. Framlög til örorkulífeyrisþega hækkuðu um sex milljarða á næsta ári og um tvo milljarða til eldri borgara. „Það á að lækka bankaskattinn um 5,7 milljarða króna. Þar af fara tveir milljarðar beint til vogunarsjóðanna í Kaupþingi. Þetta er ósköp einfalt. Það er ekki hægt að þræta fyrir þetta hæstvirtur forsætisráðherra,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra minnti á að bankaskatturinn hafi verið lagður á timabundið í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að fjármagna skuldaleiðréttinguna sem helst hefði gagnast hinum efnameiri. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira