Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2018 00:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundinum í kvöld Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum að gera árásir, í samvinnu með Bretum og Frökkum, á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma um síðustu helgi. Árásunum var ætlað að koma í veg fyrir að stjórnarherinn gæti beitt efnavopnum á nýjan leik. Þetta tilkynnti Trump á sérstökum blaðamannafundi klukkan eitt í nótt. Háværar sprengingar heyrðust í Damascus, höfuðborg Sýrlands, þar sem minnst eitt skotmark var staðsett. Sömuleiðis heyrðust sprengingar í Homs. Trump hefur undanfarna daga hótað árásum á stjórnarher Sýrlands og á sama tíma hefur hann átt í viðræðum við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, um viðbrögð við árásinni á Douma. Forsetinn tók fram að Bandaríkin ætluðu sér ekki að vera í Sýrlandi til lengdar. Það væri ekki markmið þeirra en hann sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra tilbúna til að halda árásunum út þar til markmiðinu væri náð og ríkisstjórn Sýrlands hætti efnavopnaárásum. Þá sendi hann yfirvöldum Rússlands og Íran skýr skilaboð og setti verulega út á náið samband þeirra við Bashar al-Assad. Hann sagði að heimurinn myndi dæma þjóðirnar tvær af stuðningi þeirra við Sýrland og að ekki gengi til lengdar að styðja við bakið á „hrottalegum harðstjórum og morðóðum einræðisherrum“. „Árið 2013 lofaði Vladimir Putin, forseti Rússlands, því að þeir myndu ganga úr skugga um að Sýrland myndi eyða öllum sínum efnavopnum,“ sagði Trump. Hann sagði það hafa mistekist algerlega og sagði hann umrædda árás ekki vera aðgerð manns. „Þessar aðgerðir eru glæpir skrímslis,“ sagði Trump.Yfirlýsing Trump í heild sinni.Rúmt ár frá síðustu árásRúmt ár er liðið frá því að Trump gaf skipun um að árás skyldi gerð á herflugvöll í Sýrlandi sem sagður var hafa verið notaður til að gera efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun. Varnarmálaráðherrann andvígur árásum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var staddur á kvöldverði í Lima, höfuðborg Perú, hann yfirgaf hins vegar viðburðinn í flýti í kvöld og var fluttur á hótelherbergi sitt. Þar hringdi hann í leiðtoga þingsins og sagði þeim frá ákvörðuninni. Þá stóð neyðarfundur yfir í Hvíta húsinu í kvöld þar sem mögulegar árásir á Sýrland voru ræddar. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja helstu ráðgjafa og starfsmenn Trump hafa hvatt til aðgerða en James Mattis, varnarmálaráðherra, mun hafa verið mótfallinn því. Mattis hélt blaðamannafund í kjölfar yfirlýsingar Trump og þar kom fram að rúmlega tvöfallt fleiri sprengjum hefði verið varpað á Sýrland en gert var í fyrra. Þá var 59 Tomahawk flugskeytum skotið á flugvöll sem sagður var hafa verið notaður til að gera árásina á Khan Sheikhoun. Rússum var ekki gert viðvart um árásirnar að öðru leyti en að Bandaríkin væru með flugvélar á svæðinu. Þar eru þó væntanlega ótaldar sprengjur Breta og Frakka. Árásir voru gerðar á þrjú skotmörk í Sýrlandi, samkvæmt hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna. Öll skotmörkin eru sögð tengjast efnavopnaframleiðslu ríkisstjórnar landsins og voru þau meðal annars valin með tilliti til þess að draga úr mannfalli almennra borgara. Árásunum er nú lokið í bili. Skotmörkin þrjú voru rannsóknarstöð í Damascus, birgðastöð í Homs þar sem efnavopn eiga að hafa verið geymd. Þriðja skotmarkið var þar nærri og munu efnavopn sömuleiðis hafa verið geymd þar.Hér að neðan mátti fylgjast með nýjustu vendingum.Theresa May issues statement on #Syria crisis. Live updates: https://t.co/k0fTTEom10 pic.twitter.com/WU7PHO10Il— The Guardian (@guardian) April 14, 2018 Photo from @maramkasem shows airstrike hitting area of #Damascus minutes ago.#Trump's statement timed almost immediately as first stand-off cruise missiles struck their targets. #Syria pic.twitter.com/MiNBfDfhNw— Charles Lister (@Charles_Lister) April 14, 2018
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum að gera árásir, í samvinnu með Bretum og Frökkum, á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma um síðustu helgi. Árásunum var ætlað að koma í veg fyrir að stjórnarherinn gæti beitt efnavopnum á nýjan leik. Þetta tilkynnti Trump á sérstökum blaðamannafundi klukkan eitt í nótt. Háværar sprengingar heyrðust í Damascus, höfuðborg Sýrlands, þar sem minnst eitt skotmark var staðsett. Sömuleiðis heyrðust sprengingar í Homs. Trump hefur undanfarna daga hótað árásum á stjórnarher Sýrlands og á sama tíma hefur hann átt í viðræðum við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, um viðbrögð við árásinni á Douma. Forsetinn tók fram að Bandaríkin ætluðu sér ekki að vera í Sýrlandi til lengdar. Það væri ekki markmið þeirra en hann sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra tilbúna til að halda árásunum út þar til markmiðinu væri náð og ríkisstjórn Sýrlands hætti efnavopnaárásum. Þá sendi hann yfirvöldum Rússlands og Íran skýr skilaboð og setti verulega út á náið samband þeirra við Bashar al-Assad. Hann sagði að heimurinn myndi dæma þjóðirnar tvær af stuðningi þeirra við Sýrland og að ekki gengi til lengdar að styðja við bakið á „hrottalegum harðstjórum og morðóðum einræðisherrum“. „Árið 2013 lofaði Vladimir Putin, forseti Rússlands, því að þeir myndu ganga úr skugga um að Sýrland myndi eyða öllum sínum efnavopnum,“ sagði Trump. Hann sagði það hafa mistekist algerlega og sagði hann umrædda árás ekki vera aðgerð manns. „Þessar aðgerðir eru glæpir skrímslis,“ sagði Trump.Yfirlýsing Trump í heild sinni.Rúmt ár frá síðustu árásRúmt ár er liðið frá því að Trump gaf skipun um að árás skyldi gerð á herflugvöll í Sýrlandi sem sagður var hafa verið notaður til að gera efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun. Varnarmálaráðherrann andvígur árásum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var staddur á kvöldverði í Lima, höfuðborg Perú, hann yfirgaf hins vegar viðburðinn í flýti í kvöld og var fluttur á hótelherbergi sitt. Þar hringdi hann í leiðtoga þingsins og sagði þeim frá ákvörðuninni. Þá stóð neyðarfundur yfir í Hvíta húsinu í kvöld þar sem mögulegar árásir á Sýrland voru ræddar. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja helstu ráðgjafa og starfsmenn Trump hafa hvatt til aðgerða en James Mattis, varnarmálaráðherra, mun hafa verið mótfallinn því. Mattis hélt blaðamannafund í kjölfar yfirlýsingar Trump og þar kom fram að rúmlega tvöfallt fleiri sprengjum hefði verið varpað á Sýrland en gert var í fyrra. Þá var 59 Tomahawk flugskeytum skotið á flugvöll sem sagður var hafa verið notaður til að gera árásina á Khan Sheikhoun. Rússum var ekki gert viðvart um árásirnar að öðru leyti en að Bandaríkin væru með flugvélar á svæðinu. Þar eru þó væntanlega ótaldar sprengjur Breta og Frakka. Árásir voru gerðar á þrjú skotmörk í Sýrlandi, samkvæmt hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna. Öll skotmörkin eru sögð tengjast efnavopnaframleiðslu ríkisstjórnar landsins og voru þau meðal annars valin með tilliti til þess að draga úr mannfalli almennra borgara. Árásunum er nú lokið í bili. Skotmörkin þrjú voru rannsóknarstöð í Damascus, birgðastöð í Homs þar sem efnavopn eiga að hafa verið geymd. Þriðja skotmarkið var þar nærri og munu efnavopn sömuleiðis hafa verið geymd þar.Hér að neðan mátti fylgjast með nýjustu vendingum.Theresa May issues statement on #Syria crisis. Live updates: https://t.co/k0fTTEom10 pic.twitter.com/WU7PHO10Il— The Guardian (@guardian) April 14, 2018 Photo from @maramkasem shows airstrike hitting area of #Damascus minutes ago.#Trump's statement timed almost immediately as first stand-off cruise missiles struck their targets. #Syria pic.twitter.com/MiNBfDfhNw— Charles Lister (@Charles_Lister) April 14, 2018
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30
May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46
Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07